Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Höttur 87 - 104 | Frábær sigur gestanna Höttur gerði sér lítið fyrir og lagði mikið breytt lið Grindavíkur í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Gestirnir voru einfaldlega miklu betri en heimamenn og virtust hafa leikinn í hendi sér svo til allan tímann. Körfubolti 5. október 2023 22:48
„Við bara vorum sjálfum okkur verstir“ Grindvíkingar fóru flatt í fyrsta leik haustsins í Subway-deild karla í kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli gegn Hetti 87-104. Heimamenn mættu fáliðaðir til leiks en Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari liðsins, sagði að hans menn hefðu í raun grafið sína eigin gröf að þessu sinni. Körfubolti 5. október 2023 21:59
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 91-88 | Njarðvík hafði betur í hörkuleik Njarðvík hafði betur gegn Stjörnunni í 1. umferð Subway-deildar karla. Leikurinn var í járnum og þrátt fyrir að Njarðvík hafi verið töluvert betri í fjórða leikhluta fékk Arnþór Freyr Guðmundsson tækifæri til að jafna en klikkaði. Leikurinn endaði með sigri Njarðvíkur 91-88. Körfubolti 5. október 2023 21:42
Keflavík lenti í vandræðum í Hveragerði Nýliðar Hamars tóku á móti Keflavík í 1. umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Eftir jafnan leik framan af þá höfðu gestirnir betur, lokatölur í Hverageri 103-111. Körfubolti 5. október 2023 21:10
Leik lokið: Breiðablik - Haukar 83-127 | Hafnfirðingar byrja tímabilið með látum Eftir gott tímabil á síðustu leiktíð þá má segja að Haukar hafi byrjað tímabilið 2023-2024 í Subway-deild karla í fimmta gír. Liðið mætti í Smárann og kjöldró lánlausa Blika í 1. umferð deildarinnar. Körfubolti 5. október 2023 20:50
Spá Vísis fyrir Subway (1.-3.): Liðin sem berjast um deildarmeistaratitilinn Subway deild karla í körfubolta hefst í kvöld og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að lokakaflanum og þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um deildarmeistaratitilinn í vetur. Körfubolti 5. október 2023 12:01
Spá Vísis fyrir Subway (4.-6.): Liðin sem berjast um heimavallarréttinn Subway deild karla í körfubolta hefst annað kvöld og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um fjórða sætið og fá þar með heimavallarrétt í úrslitakeppninni næsta vor. Körfubolti 4. október 2023 12:01
Kone kjálkabrotinn og lengi frá eftir högg frá Drungilas: „Fullmikið af því góða“ Kevin Kone, nýr erlendur leikmaður karlaliðs Stjörnunnar í körfubolta, missir af upphafi tímabils í Subway deild karla eftir að hafa kjálkabrotnað þegar Adomas Drungilas, leikmaður Tindastóls, gaf honum olnbogaskot í æfingaleik liðanna á dögunum. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir meiðsli Kone bæta gráu ofan á svart fyrir liðið sem er ansi þunnskipað þessa stundina. Körfubolti 3. október 2023 13:27
Spá Vísis fyrir Subway (7.-9.): Baráttan um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina Subway deild karla í körfubolta hefst á fimmtudaginn kemur og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um síðustu tvö sætin inn í úrslitakeppnina. Körfubolti 3. október 2023 12:01
Spá Vísis fyrir Subway (10.-12.): Liðin sem berjast fyrir lífi sínu í deildinni Subway deild karla í körfubolta hefst á fimmtudaginn kemur og Vísir telur niður í mótið með því að spá fyrir um lokaröð liða deildarinnar næstu daga. Í dag er komið að þeim þremur liðum sem við teljum að muni berjast um áframhaldandi sæti í deildinni. Körfubolti 2. október 2023 12:00
Draumalið Subway deildarinnar Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds völdu sitt draumalið í upphitunarþætti fyrir deildina sem hefst þann 5. október. Körfubolti 1. október 2023 12:00
Tómas Valur er næsta stjarna Subway deildarinnar Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway deild karla, er næsta stórstjarna deildarinnar samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvöldsins. Körfubolti 30. september 2023 23:31
Verður Kjartan Atli fyrsti þjálfarinn sem fær að fjúka? Nýliðum Álftaness er spáð góðu gengi í Subway-deild karla í vetur en liðið hefur styrkt sig mikið í sumar. Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru yfir stöðuna á Álftanesi og Teitur velti því upp hvort Kjartan Atli yrði mögulega fyrsti þjálfarinn til að fá reisupassann í vetur. Körfubolti 30. september 2023 11:33
Stólunum spáð titlinum og mjög mikil trú á nýliðunum af Álftanesinu Íslandsmeistarar Tindastóls verja Íslandsmeistaratitil sinn ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var opinberuð á kynningarfundi Subway deildar karla í körfubolta í dag. Körfubolti 28. september 2023 12:35
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 72-80 | Valsmenn meistarar meistaranna eftir sigur á Króknum Valsmenn eru meistarar meistaranna eftir átta stiga sigur gegn Tindastóli á Sauðárkróki í kvöld. Kristófer Acox og Kristinn Pálsson áttu báðir frábæran leik fyrir Valsmenn. Körfubolti 24. september 2023 20:58
Dómarar búnir að semja en eiga eftir að kjósa Allt útlit er fyrir að keppni í Subway-deildum karla og kvenna hefjist á réttum tíma eftir að samningar náðust á milli dómara og KKÍ í vikunni. Dómarar eiga þó eftir að greiða atkvæði um samninginn og samþykkja hann formlega. Körfubolti 24. september 2023 11:01
Stefán Árni tekur við Subway Körfuboltakvöldi og fjórir nýir sérfræðingar Stefán Árni Pálsson stýrir Subway Körfuboltakvöldi á næsta tímabili. Fjórir nýliðar eru í sérfræðingateymi þáttarins. Körfubolti 20. september 2023 12:00
Íslandsmeistararnir fá fyrrverandi fyrirliða nígeríska landsliðsins Íslandsmeistarar Tindastóls hafa samið við Stephen Domingo um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway-deild karla í körfubolta. Körfubolti 19. september 2023 23:00
Breiðablik fær besta erlenda leikmanninn úr næstefstu deild Breiðablik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í Subway-deild karla í körfubolta. Í dag var staðfest að Keith Jordan Jr. sé á leiðinni í Kópavog eftir frábært tímabil í Borgarnesi á síðustu leiktíð. Körfubolti 7. september 2023 22:30
Körfuboltadómarar hafna einhliða gjaldskrá KKÍ og ætla ekki að dæma Körfuboltadómarar á Íslandi munu ekki dæma í fullorðinsbolta hér á landi fyrr en Körfuknattleiksdómarafélags Íslands, KKDÍ, verður viðurkenndur mótsemjandi af Körfuknattleikssambandi Íslands, KKÍ. Körfubolti 1. september 2023 21:56
Álftnesingar sækja fyrrverandi landsliðsmann í þjálfarateymið Álftanes hefur samið við fyrrverandi leikmann Grindavíkur og íslenska landsliðsins, Helga Jónas Guðfinsson, um að vera hluti af þjálfarateymi liðsins á komandi tímabili í Subway deild karla í körfubolta. Körfubolti 29. ágúst 2023 23:00
Dreymir um titla hjá nýju félagi Kristinn Pálsson sem samdi við Val í gær segist vera spenntur fyrir komandi tímabili. Hann dreymir um að vinna loksins titil hér á landi. Körfubolti 26. ágúst 2023 09:30
Kristinn Pálsson semur við Val Íslenski landsliðsmaðurinn Kristinn Pálsson hefur gengið til liðs við Subway deildar lið Vals í körfubolta og mun spila með liðinu næstu tvö tímabil. Körfubolti 24. ágúst 2023 11:49
Maciej Baginski verður áfram með Njarðvíkingum Njarðvíkingar fengu góðar fréttir í dag þegar Körfuknattleiksdeild félagsins tilkynnti að Maciej Stanislaw Baginski hafi gert nýjan tveggja ára samning við félagið. Körfubolti 23. ágúst 2023 16:02
Sigurður Gunnar snýr heim á Ísafjörð Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við Sigurð Gunnar Þorstainsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í 2. deild karla í körbolta. Körfubolti 20. ágúst 2023 15:30
Callum Lawson genginn í raðir Tindastóls Enski körfuboltamaðurinn Callum Lawson er genginn í raðir Íslandsmeistara Tindastóls frá Valsmönnum. Körfubolti 15. ágúst 2023 11:15
Badmus yfirgefur Stólana með stolna skrautfjöður í hatti sínum Írski körfuboltamaðurinn Taiwo Badmus verður ekki áfram með Íslandsmeisturum Tindastóls í Subway deild karla í körfubolta. Hann hefur samið við ítalska félagið Luiss Toma Basketball. Körfubolti 10. ágúst 2023 11:31
Stólarnir fara til Eistlands Íslandsmeistarar Tindastóls í körfubolta karla fara til Eistlands í haust og spila þar í undankeppni FIBA Europe Cup, en dregið var í riðla í dag. Körfubolti 8. ágúst 2023 13:26
Haukar fá Finna til að fylla skarð Hilmars Haukar hafa fengið finnskan bakvörð til að fylla skarð Hilmars Smára Henningssonar sem er farinn til Þýskalands. Körfubolti 4. ágúst 2023 12:31
Lárus fékk manninn sem var efstur á óskalista hans Leikstjórnandinn Darwin Davis er genginn í raðir Þórs Þ. frá Haukum. Körfubolti 2. ágúst 2023 16:01