Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Eva með enn eitt stóra verkefnið

Eva María Daníels kvikmyndaframleiðandi er nú með á prjónunum sitt stærsta verkefni en það er myndin Hold the Dark sem mun skarta meðal annars Alexander Skarsgård, James Badge Dale og Jeffrey Wright og um leikstjórn sér Jeremy Saulnier.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tilboðin flæða inn hjá Hildi Guðnadóttur

Hildur Guðnadóttir fékk á dögunum það hlutverk að sjá um tónlistina í framhaldi Sicario sem ber titilinn Soldado. Hún segir að tilboðin hafi streymt inn síðan hún landaði starfinu og því er nóg að gera hjá henni bæði í kvikmyndunum og sem sólótónlistarkonu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ein stærsta uppsetning í Eldborg frá upphafi

Í ágúst verður sett upp sérstök sýning á fyrstu mynd þríleiksins Hringadróttinssögu en stærðarinnar sinfóníuhljómsveit auk kóra mun flytja Óskarsverðlaunatónlist myndarinnar meðan á sýningu stendur en hún var samin af tónskáldinu Howard Shore.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hildur sér um tónlistina í Sicario 2

Hildur Guðnadóttir tónskáld mun sjá um tónlistina í Hollywood-myndinni Soldado, framhaldi kvikmyndarinnar Sicario sem kom út árið 2015, en um tónlistina í þeirri mynd sá Jóhann Jóhannsson. Hildur kom reyndar töluvert við sögu í þeirri hljóðrás því að hún spilaði þar á selló en hún og Jóhann hafa unnið saman um árabil.

Bíó og sjónvarp