Íslenskt kvikmyndahaust í Danmörku Kvikmyndin Börn hefur verið valin til að keppa um Gullna svaninn á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Kaupmannahöfn sem stendur yfir dagana 20-30 september. Hátíðin stendur einnig fyrir sérstöku Íslandskvöldi miðvikudaginn 26. september þar sem myndirnar Foreldrar eftir Ragnar Bragason og Vesturport og Mýrin eftir Baltasar Kormák verða sýndar. Bíó og sjónvarp 10. september 2007 11:50
Veðramót - Fjórar stjörnur Kvikmyndin Veðramót er hugrökk ádeila sögð með hlýju og húmor sem hreyfir við áhorfendum frá fyrstu stundu. Bíó og sjónvarp 9. september 2007 00:01
Tarantino brjálaður út í Bond Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino er brjálaður út í framleiðendur Bond-myndarinnar Casino Royale og segir þá hafa stolið hugmyndinni sinni. Bíó og sjónvarp 3. september 2007 09:45
Stuttmyndir á 48 tímum Allir þeir sem hafa dreymt um að gera stuttmynd en aldrei látið drauminn rætast geta tekið þátt í kabarettnum Gretti á kvikmyndahátíð. Grettir snýst um að hver sem er getur komið og tekið þátt í kabarettnum og gert stuttmynd á 48 tímum og fengið hana svo sýnda daginn eftir. Bíó og sjónvarp 3. september 2007 09:30
Breytir Amman í Bagdad „Ég er nú bara uppá hótelherbergi hérna í Petra, sem er svona eiginlega Kópavogur Amman, rétt fyrir utan," segir Karl Júlíusson sem hefur nú í fimm mánuði unnið að gerð leikmyndar fyrir kvikmyndina The Hurt Locker í Jórdaníu. Bíó og sjónvarp 2. september 2007 12:00
Opið hús í Borgarleikhúsinu Leikfélag Reykjavíkur er nú að hefja sitt 111. leikár. Af því tilefni verður opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun milli 15 og 17. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Bíó og sjónvarp 1. september 2007 12:00
Away From Her - Fjórar stjörnur Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. Bíó og sjónvarp 31. ágúst 2007 00:01
Lokadagur Bíódaga Lokadagur Bíódaga Græna ljóssins í Regnboganum er í dag. Margar góðar myndir hafa verið sýndar á hátíðinni og í dag er síðasta tækifærið að sjá þær. Bíó og sjónvarp 29. ágúst 2007 08:30
Vesturport stærst Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Bíó og sjónvarp 29. ágúst 2007 08:15
Halló Hafnarfjörður Hafnarfjarðarleikhúsið er stórt í umsvifum á komandi vetri: sjö sýningar verða á fjölunum í áhaldahúsinu sem Hafnarfjarðarbær breytti í leikhús fyrir fáum árum. Þar hefur aðsetur leikflokkur Hilmars Jónssonar og Erlings Jóhannessonar og er með samning við bæinn og Leiklistaráð. Bíó og sjónvarp 29. ágúst 2007 06:30
DVD diskurinn kemur í ælupoka Er nýjasta mynd Dirty Sanchez hópsins svo ógeðfeld að nauðsynlegt er að hafa ælupoka sér við hlið þegar horft er á hana? Það finnst framleiðendunum því næsta DVD útgáfa verður í ælupoka í hillum verslana. Bíó og sjónvarp 28. ágúst 2007 16:01
Lokasýning Dýranna í Hálsaskógi Leikhópurinn Lotta hefur í sumar sýnt barnaleikritið sívinsæla, Dýrin í Hálsaskógi eftir Torbjörn Egner, undir berum himni víða um land. Nú er aðeins ein sýning eftir, í Elliðaárdalnum þann 29. ágúst klukkan 18. Bíó og sjónvarp 28. ágúst 2007 14:28
Metgróði vestanhafs Tekjur af miðasölu í kvikmyndahúsum vestanhafs hafa í fyrsta sinn rofið fjögurra milljarða dollara markið yfir sumartímann sem samsvarar rúmlega 250 milljörðum króna. Bíó og sjónvarp 28. ágúst 2007 08:00
Justin í nýrri mynd Myers Popparinn Justin Timberlake hefur bæst í leikarahóp nýjustu myndar Mike Myers, The Love Guru. Timberlake og Myers hafa áður unnið saman við talsetningu þriðju myndarinnar um tröllið Shrek. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2007 09:30
Vinsældastykki og drama hjá Leikfélagi Akureyrar Leikfélag Akureyrar hefur gengið vel undanfarin ár undir stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Verkefnaskrá vetrarins var kynnt á miðvikudag og er glæsileg blanda nýrra verka og eldri: nóg verður í boði, bæði í Samkomuhúsinu og í Rýminu, tilraunasviði LA. Bíða menn nú spenntir að sjá hvort árleg aðsóknarmet þar nyrðra eru orðin regla og bendir margoft til að efni sé í enn einn metvetur LA. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2007 08:15
Mæju Spæju vefur vígður Þau eru nokkuð ánægð með sig hjá Útvarpsleikhúsinu þessa dagana. Síðla júlí gerði Útvarpsleikhúsið tilraun. Haldin var svokölluð forhlustun á fyrstu tveimur þáttum útvarpsverksins Mæju Spæju eftir Herdísi Egilsdóttur. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2007 08:00
Astrópía - þrjár stjörnur Ævintýramyndir hafa ekki átt uppá pallborðið hjá íslenskum kvikmyndagerðarmönnum. Lengst af hafa þeir helgað sig hinum íslenska raunveruleika og ef til vill voru það víkingar Hrafns Gunnlaugssonar sem síðast felldu mann með sverði fyrir framan kvikmyndatökuvélina. Bíó og sjónvarp 24. ágúst 2007 00:01
Leikur í One Tree Hill Kevin Federline, sem er hvað frægastur fyrir hjónaband sitt og Britney Spears og yfirstandandi forræðisdeilu við hana, mun fara með gestahlutverk í unglingasápunni One Tree Hill, að því er People greinir frá. Hann mun leika Jason, hrokafullan og dularfullan forsprakka hljómsveitarinnar No Means Yes, sem nýtur vinsælda í þeim heimi. Bíó og sjónvarp 23. ágúst 2007 09:00
Margt í vændum í Borgarleikhúsinu Starfsemi Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsi er hafin og um aðra helgi verður hið árlega opna hús þar sem gestum hússins er boðið í heimsókn og leikárið kynnt. Bíó og sjónvarp 23. ágúst 2007 08:30
Bourne kemst nær Minnislausi njósnarinn Jason Bourne snýr aftur í þriðju myndinni en hún var frumsýnd í gær. Að þessu sinni virðist eitthvað vera farið að rofa til hjá honum því í síðustu tveimur myndum hefur Bourne fengið einhver svör um hvaðan hann er og hver hann var en þetta hefur ekki reynst honum fullnægjandi. Bíó og sjónvarp 23. ágúst 2007 08:00
Leyndarmálið afhjúpað Fyrirtækið Græna ljósið hefur tryggt sér útgáfuréttinn á kvikmyndinni The Secret með íslenskri talsetningu og texta. „Ég hef ekki séð aðra eins spennu og eftirspurn eftir nokkrum DVD-diski hér á landi,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Græna ljóssins ,um The Secret. Bíó og sjónvarp 23. ágúst 2007 05:00
Samið um kvikmyndarétt á Fólkinu í kjallaranum Kvikmyndaframleiðslufélagið Túndra undirritaði í gær samning við Auði Jónsdóttur og Eddu útgáfu um kaup á réttindum til að gera kvikmynd eftir bókinni Fólkið í kjallaranum eftir Auði. Bíó og sjónvarp 21. ágúst 2007 16:10
Leikgerðin að verða til Gísli Örn Garðarsson segir leikgerð sína eftir Tillsammans óðum vera að skýrast. Leikhópurinn og aðrir sem að uppsetningunni koma dvöldust úti á landi í síðustu viku, við æfingar og annað samspil. Gísli segir dvölina hafa borið mikinn árangur. Bíó og sjónvarp 20. ágúst 2007 07:30
Ágúst gerir draugamynd á Grettisgötu „Þetta er bara kvikmynd sem ég ætla að gera og kemst vonandi á koppinn snemma á næsta ári,“ segir Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjórinn góðkunni, en hann leggur nú lokahönd á handrit sem heitir Ófeigur gengur aftur. Bíó og sjónvarp 20. ágúst 2007 06:00
Kynlíf fyrir opnum tjöldum „Kynlíf hefur svo mikla möguleika sem tjáningarform sem hafa alls ekki verið nýttir að neinu viti í alvarlegum kvikmyndum,“ segir John Cameron Mitchell leikstjóri myndarinnar Shortbus sem er sýnd hér á Bíódögum Græna ljóssins. Bíó og sjónvarp 20. ágúst 2007 05:30
Íslendingar í Edinborg Gríðarlegur fjöldi fólks sækir Edinborgarhátíðina, sem nú stendur yfir, á ári hverju. Í ár eru Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í þeim hópi, auk þess sem leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir tekur þátt í tveimur sýningum á hátíðinni. Bíó og sjónvarp 20. ágúst 2007 04:00
Jamie Foxx í The Soloist Leikarinn Jamie Foxx hefur tekið að sér hlutverk í kvikmyndinni The Soloist. Fjallar hún um heimilislausa tónlistarmanninn og geðklofann Nathaniel Antony Ayers sem dreymir um að halda tónleika í Walt Disney-tónleikahöllinni. Bíó og sjónvarp 20. ágúst 2007 01:15
The Bridge - þrjár stjörnur Heimildarmyndin The Bridge fjallar um sjálfsvíg á Golden Gate-brúnni við San Fransisco. Brúin er sá staður í heiminum þar sem flestir binda enda á líf sitt. Á um það bil tveggja vikna fresti stekkur einhver fram af brúnni út í nær öruggan dauða. Bíó og sjónvarp 20. ágúst 2007 00:01
Verst leikna ástarsamband kvikmyndasögunnar Ástarsamband Padme Amidala og Anakin Skywalker í nýju Stjörnustríðsmyndunum var valið það minnst sannfærandi í kvikmyndasögunni. Bíó og sjónvarp 19. ágúst 2007 15:12
Killer Joe aftur á svið Sýningum á Killer Joe verður haldið áfram á Litla sviði Borgarleikhússins í byrjun september og er miðasala þegar hafin á vef leikhússins. Sýningin hlaut mikla athygli og lof bæði gagnrýnenda og áhorfenda í vor, og alls 8 tilnefningar til Grímunnar í júní síðastliðnum. Bíó og sjónvarp 19. ágúst 2007 07:45