Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Segir leitt að missa 4×4 og hafnar á­sökunum um harð­línu­stefnu

„Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu.

Innlent
Fréttamynd

2021 og hraðari orkuskipti

Á nýju ári er alltaf gott að líta fram á veginn og skoða hvað megi leggja auknar áherslur á. Ofarlega á mínum lista eru þriðju orkuskiptin. Knýja þarf fram orkuskipti í samgöngum, til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn og ný og efld markmið Íslands um minni losun og aukna kolefnisbindingu.

Skoðun
Fréttamynd

Markaðshlutdeild Mercedes-Benz tvöfaldaðist á Íslandi

Mercedes-Benz er söluhæsta lúxusbílamerkið á Íslandi enn eitt árið og jók söluna verulega á síðasta ári miðað við árið á undan. Alls voru nýskráðir 324 Mercedes-Benz bílar á árinu 2020. Markaðshlutdeild Mercedes-Benz hér á landi tvöfaldaðist á milli ára, fór úr 1,7% árið 2019 í 3,5% árið 2020 á sama tíma og sala nýrra fólksbíla dróst saman um 20,1% á síðasta ári.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model 3 mest seldi bílinn á Íslandi

Tesla Model 3 var mest seldi bíllinn á Íslandi á síðasta ári en 858 slíkir rafbílar voru nýskráðir árið 2020. Næst á eftir kom tengiltvinnbíllinn Mitsubishi Outlander en 773 slík eintök voru nýskráð hér á landi, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kia kynnir nýtt merki

Kia kynnti í dag nýtt vörumerki bílaframleiðandans. Nýja merkið er tákn framsýnar og á að vera hvetjandi fyrir vörur og þjónustu fyrirtækisins í huga viðskiptavina þess. Með kynningu á nýja merkinu á sér um leið stað ákveðin umbreyting hjá Kia á vörumerkinu og skipulagningu innan fyrirtækisins.

Bílar
Fréttamynd

Kona innkölluð vegna villu

BL Hyundai, sem starfrækir verslun í Kauptúni í Garðabæ, mun þurfa að innkalla 49 bifreiðar af tegundinni Hyundai KONA EV. Um er að ræða bifreiðar af árgerð 2018-2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Neytendastofu.

Neytendur
Fréttamynd

Rafmagn í fyrsta skipti vinsælasti orkugjafinn

Samtals voru nýskráðir 2356 rafbílar á síðasta ári. Bensín bílar voru 2139 og 1805 dísil bílar. Til samanburðar voru nýskráðir 917 nýir rafbílar árið 2019. það er því aukning um 157% á milli ára. Tesla Model 3 er lang mest selda undirtegund rafbíla með 856 bíla nýskráða.

Bílar
Fréttamynd

Dreymir um öflugt hermikappaksturs samfélag

Vöxtur raf-íþrótta hefur verið sérstaklega mikill í kórónaveirufaladrinum. Hermikappakstur er þar engin undantekning. Hinrik Hoe Haraldsson, eigandi og framkvæmdastjóri GT Akademíunnar hefur gríðarlegan metnað fyrir því að byggja upp hermikappaksturs samfélagi.

Bílar
Fréttamynd

Mitsubishi mest nýskráða tegundin í desember

Flestar nýskráningar í desember voru Mitsubishi bifreiðar, 96 samtals. Næst flestar voru bifreiðar af gerð Toyota, 82 talsins og Kia var í þriðja sæti með 80 nýskráningar. Þessar tölur miða við tölfræði af vef samgögnustofu fyrir nýskráningar nýrra og notaðra ökutækja.

Bílar
Fréttamynd

Úrval rafbíla frá Mercedes-Benz eykst

Mercedes-Benz ætlar sér að vera leiðandi í þróun rafbíla á heimsvísu og áætlar þýski lúxusbílaframleiðandinn að kynna átta nýja rafbíla fyrir árslok 2022. Þessi hröðun á rafbílaþróun hjá Mercedes-Benz er hluti af Ambition 2039 áætlun bílaframleiðandans sem miðar að því að rafbílar verði 50% af seldum bílum árið 2030 og árið 2039 verða allir bílar kolefnislausir.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Citroën ë-C4 100% rafbíll með 7 ára ábyrgð

Franski bílaframleiðandinn Citroën keyrir nú á fullu á rafmagnið og stefnir að því að allir bílar Citroën verði rafmagnaðir fyrir árið 2025. Citroën hefur verið í fararbroddi tækninýjunga í bílgreininni alla tíð í 100 ára sögu sinni og stígur enn eitt mikilvægt umhverfisskref til rafvæðingar með 100% hreina rafbílnum Citroën ë-C4.

Bílar
Fréttamynd

Nýr Mercedes-Benz Maybach S-Class frumsýndur

Nýr Mercedes-Benz Maybach S-Class var frumsýndur á dögunum og er þetta líklega mesta lúxuskerra sem fyrirfinnst í heiminum í dag. Bíllinn er gríðarlega vel búinn þægindum og tækninýjungum og má segja að lúxus í bifreið sé skilgreindur upp á nýtt með þessum nýja bíl, segir í fréttatilkynningu frá Öskju.

Bílar
Fréttamynd

Ný kynslóð Isuzu D-MAX komin til landsins

BL hefur fengið fyrstu sendingu nýrrar og glæsilegrar kynslóðar pallbílsins Isuzu D-MAX sem vinsæll hefur verið hér á landi, en ekki síst meðal atvinnurekenda, verktaka og opinberra aðila á borð við sveitarfélög, segir í fréttatilkynningu frá BL.

Bílar
Fréttamynd

Kia Sorento fær 5 stjörnur hjá NCAP

Nýr Kia Sorneto hlaut á dögunum hæstu einkunn hjá Euro NCAP fyrir framúrskarandi öryggi. Allar gerðir Sorento, Hybrid, Plug-in Hybrid og dísilútfærsla, hlutu toppeinkunn hjá evrópsku öryggisstofnuninni.

Bílar
Fréttamynd

McLaren selur 15% hlut í Formúlu 1 liðinu

McLaren Group hefur selt hluta af Formúlu 1 liði sínu. Kaupandinn er bandarískt íþróttafjárfestingafélag. Kaupin tryggja enn frekar framtíð McLaren liðsins og hjálpa liðinu að komast í fremstu röð.

Bílar
Fréttamynd

Forsala hafin á MG EHS Plug-in Hybrid jeppling

MG frumsýndi fyrr í vikunni nýjan framhjóladrifinn jeppling með tengiltvinntækni sem ber heitið EHS. Þessi rúmgóði bíll sem er í svokölluðum SUV-C-flokki kemur á markaði Evrópu í byrjun janúar og er forsala þegar hafin hjá BL við Sævarhöfða.

Bílar