Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Þurfum bara að dekka í svona leik­at­riðum“

    „Það er ekki hægt að setja tölur á tilfinningar og það er bara svekkjandi að tapa. Þetta var 0-0 leikur og við bara klikkum á dekkningu undir lokin og Valur refsar,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Valskonum á Hlíðarenda í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Bæði lið gátu klár­lega stolið þessu í dag“

    Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    „Við Olla erum enn vin­konur, er það ekki?“

    „Ég er bara alltaf kölluð Olla, af öllum einhvern veginn,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Breiðabliks og Harvard-háskólans í Bandaríkjunum, en hún sleit nýverið krossband í hné og verður frá það sem eftir lifir leiktíðar í Bestu deild kvenna í fótbolta.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Telma ekki efst þrátt fyrir að fá varla á sig mark

    Breiðablik hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í fyrstu 10 umferðum Bestu deildar kvenna. Þrátt fyrir það er aðalmarkvörður liðsins, Telma Ívarsdóttir, ekki í efst meðal jafningja þegar skoðað er hvaða markverðir hafa komið í veg fyrir flest mörk. 

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kæra fólsku­legt brot í Kaplakrika: „Ein­beittur brota­vilji“

    Fólsku­legt brot sem átti sér stað í leik FH og Tinda­stóls, en fór fram hjá dómara­t­eyminu, í Bestu deild kvenna í fót­bolta í gær­kvöldi hefur verið kært til Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands. Þetta stað­festir Adam Smári Her­manns­son, for­maður knatt­spyrnu­deildar Tinda­stóls í sam­tali við Vísi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kristján stígur til hliðar hjá Stjörnunni

    Kristján Guðmundsson hefur óskað eftir því að stíga til hliðar sem þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta og tekur Jóhannes Karl Sigursteinsson við sem þjálfari liðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjörnunni.

    Íslenski boltinn