Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Katrín hetja KR - tryggði liðinu sæti í bikarúrslitaleiknum í blálokin

    Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR 2-1 sigur á Fylki og sæti í bikaúrslitaleiknum þegar hún skoraði sigurmark Vesturbæjarliðsins á 90. mínútu leiksins í undanúrslitaleik liðanna í Valitor bikar kvenna á Fylkisvellinum í kvöld. Þetta er í tíunda sinn sem KR-konur komast alla leið í bikarúrslitaleikinn en Fylkir átti möguleika á því að komast þangað í fyrsta sinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Valskonur í úrslit fjórða árið í röð

    Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði eina markið þegar Valskonur tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld í undanúrslitaleik þeirra í Valitorbikarnum en þetta er í fjórða árið í röð sem Valsliðið kemst alla leið í bikarúrslitin.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fyrirliðinn fór fyrir Stjörnuliðinu - myndir

    Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, skoraði þrennu fyrir Stjörnuna í 4-1 útisigri á Fylki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Stjarnan hélt því áfram sigurgöngu sinni og er áfram með tveggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar

    Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Harpa og Edda María komnar aftur heim

    Topplið Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna hefur fengið góðan liðstyrk fyrir seinni umferðina því liðið hefur endurheimt tvo fyrrum liðsmenn sína, Hörpu Þorsteinsdóttur frá Breiðabliki og Eddu Maríu Birgisdóttur frá ÍBV. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA lagði KR í Vesturbænum

    Þór/KA gerði góða ferð í Vesturbæ Reykjavíkur í dag og lagði KR með tveimur mörkum gegn einu. Slóveninn Mateja Zver var á skotskónum í dag en hún skoraði bæði mörk Akureyringa.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Anna Björg sá um ÍBV í 2-0 sigri Fylkis

    Heil umferð fór fram í Pepsideild kvenna í fótbolta í kvöld þar sem að 2-0 sigur Fylkis gegn ÍBV bar hæst gegn. Valur heldur áfram sigurgöngu sinni í deildinni með 3-1 sigri gegn KR. Á Akureyri voru skoruð sex mörk þar sem Þór/KA lagði Þrótt 4-2. Breiðablik vann sinn fyrsta leik undir stjórn Ólafs Brynjólfssonar sem tók við þjálfun liðsins nýverið en Blikar lögðu Aftureldingu á útivelli 3-0. Stjarnan sýndi styrk sinn með 3-1 sigri gegn botnliði Grindavíkur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Fylkir vann KR - ÍBV marði Grindavík

    Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Helst bar til tíðinda sigur Fylkis á KR í sex stiga leik í Vesturbænum. Þá lenti ÍBV í basli með Grindavík en hafði að lokum sigur.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Frábær sigur hjá Þór/KA gegn Breiðablik í markaleik

    Þór/KA gerði góða ferð í Kópavoginn í dag og náði í þrjú stig með 4-2 sigri á Blikum. Akureyringar voru marki undir þegar hálftími lifði leiks en gáfust ekki upp. Stelpurnar að norðan skoruðu þrjú mörk á tæpum fimmtán mínútum og tryggðu sér sigur í opnum og skemmtilegum leik.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jón Ólafur: Skelfileg varnarmistök

    Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV var að vonum vonsvikinn eftir tap stelpna sinna fyrir Stjörnunni í Garðabæ 2-1 í kvöld en liðið fékk á sig mark í fyrsta sinn í sumar í kvöld. „Það var vitað mál að það kæmi að því,“ sagði Jón Ólafur en hann var alls ekki sáttur við varnarleikinn í mörkunum sem Stjarnan skoraði.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kristín Ýr með þrennu fyrir Val sem komst upp að hlið ÍBV

    Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði þrennu fyrir Íslandsmeistara Vals sem unnu 4-1 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í 5. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan vann 2-1 sigur á Þór/KA fyrir norðan, Breiðablik vann sinn annan leik í röð og Þróttarakonur fögnuðu sínum fyrsta sigri í sumar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Birna Berg varði víti og ÍBV heldur enn hreinu

    Hin 17 ára gamli markvörður ÍBV, Birna Berg Haraldsdóttir, heldur enn marki sínu hreinu í Pepsi-deild kvenna en ÍBV tapaði engu að síðustu fyrstu stigum sínum í sumar þegar liðið gerði markalaust jafntefli við KR á KR-vellinum í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Hallbera og Dagný báðar með tvennu í 6-1 sigri Vals á Þór/KA

    Íslandsmeistarar Vals voru í miklum ham á móti Þór/KA í lokaleik 4. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þær unnu leikinn 6-1 og skoruðu tveimur fleiri mörk í kvöld en í fyrstu þremur umferðunum. Með sigrinum komust Valskonur upp fyrir Stjörnuna og í annað sæti deildarinnar en nýliðar ÍBV eru með tveggja stiga forskot á toppnum.

    Íslenski boltinn