Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Ragna Lóa tekur við kvennaliði Fylkis

    Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokks kvenna. Aðstoðarmaður hennar verður Kjartan Stefánsson sem stýrði liðinu í síðustu sex leikjum liðsins á síðustu leiktíð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Írland 2-0

    Ísland vann virkilega mikilvægan sigur, 2-0, á Norður-Írum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna sem fram fer árið 2013 í Svíþjóð. Íslenska liðið er því í efsta sæti riðilsins fyrir lokaleikinn gegn Norðmönnum sem fram fer á miðvikudaginn og dugar liðinu eitt stig í þeim leik til að tryggja sig á mótið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Grimsley valin best í Pepsi-deild kvenna

    Kayle Grimsley í Íslandsmeistaraliði Þórs/KA var í dag valin besti leikmaður umferða 10 til 18 í Pepsi-deild kvenna. Þjálfari Þórs/KA, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var þess utan valinn besti þjálfarinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn

    Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar

    Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Harpa: Spilaðist eins og við vildum

    "Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Valskonur búnar að vinna fjórtán bikarleiki í röð

    Valskonur geta unnið bikarinn fjórða árið í röð í dag þegar þær mæta Stjörnunni í úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Valsliðið er búið að vinna 14 síðustu bikarleiki sína eða alla bikarleiki síðan liðið steinlá 0-4 á móti KR í bikarúrslitaleiknum 2008.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Nýtt nafn ritað á bikarinn í dag?

    Valur og Stjarnan eigast við í úrslitaleik Borgunarbikarkeppni kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Valur hefur langoftast unnið bikarinn, alls þrettán sinnum, en Stjörnukonur eiga í dag möguleika á að vinna þessa keppni í fyrsta sinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Gunnar Jarl dæmir úrslitaleikinn

    Það kemur í hlut Gunnars Jarls Jónssonar að dæma úrslitaleik Borgunarbikars kvenna á Laugardalsvelli á morgun. Honum til halds og trausts verða Halldór Breiðfjörð Jóhannsson og Jóhann Óskar Þórólfsson.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Þór/KA færist nær titlinum

    Þór/KA steig enn eitt skrefið í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 1-0 sigri á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þór/KA er þar með komið með 38 stig verður með minnst sex stiga forystu á toppnum þegar þrjár umferðir eru eftir.

    Fótbolti