Dómarar í karladeildinni með 150% hærri laun Dómarar í Pepsi-deild karla fá 39.450 krónur í laun fyrir að dæma leiki innanbæjar. Launin eru mun hærri en kollegar þeirra kvennamegin fá. Íslenski boltinn 5. maí 2013 14:49
Ætla að halda meistaratitlinum fyrir norðan Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni norðan heiða í gær og ætlar sér mikið í sumar. Íslenski boltinn 2. maí 2013 08:00
Sandra laus við hækjurnar Landsliðskonan Sandra María Jessen var ekki í leikmannahópi Þórs/KA gegn Stjörnunni í gær. Sandra meiddist á hné í upphafi apríl og hefur verið á hækjum síðan. Íslenski boltinn 2. maí 2013 07:00
Savage úr leik hjá Íslandsmeisturunum? Bandaríski markvörðurinn Kaitlyn Savage er ekki í leikmannahópi Þórs/KA sem mætir Stjörnunni í Meistarakeppni KSÍ klukkan 15. Íslenski boltinn 1. maí 2013 14:43
Umfjöllun og viðtöl: Helena hetja Þórs/KA eftir vító Þór/KA er meistari meistaranna eftir sigur á Stjörnunni að lokinni vítaspyrnukeppni. Stjörnustelpur klikkuðu á tveimur vítum en norðankonur skoruðu úr öllum spyrnum sínum. Íslenski boltinn 1. maí 2013 12:46
Í hóp með Ásthildi og Þóru Systurnar Hugrún Lilja og Sigrún Inga Ólafsdætur skoruðu fyrir KR í 5-1 sigrinum á HK/Víkingi í Lengjubikar kvenna í gær. Áratugur er síðan systur skoruðu fyrir meistaraflokk KR í sama leiknum. Íslenski boltinn 21. apríl 2013 13:30
Berglind Björg aftur í Breiðablik Berglind Björg Þorvaldsdóttir er búin að skipta aftur í Breiðablik eftir tveggja ára dvöl í Vestmannaeyjum en hún tilkynnti um félagsskiptin inn á twitter-síðu sinni í dag. Íslenski boltinn 17. apríl 2013 15:57
Eiga að vera í formi Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér níunda sætið í Algarve-bikarnum með sannfærandi 4-1 sigri á Ungverjalandi í lokaleik sínum í gær. Íslenski boltinn 14. mars 2013 07:30
Meistararnir styrkja sig verulega fyrir titilvörnina Kayla Grimsley, Tahnai Annis og Mateja Zver munu allar leika með Íslandsmeisturum Þór/KA í Pepsi-deild kvenna næsta sumar en þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir norðankonur. Íslenski boltinn 6. mars 2013 12:45
Algarve-hópurinn klár hjá Sigga Ragga Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem leikur á Algarvemótinu sem hefst miðvikudaginn 6. mars. Sigurður Ragnar velur 23 leikmenn til fararinnar og þar af er einn nýliði, Birna Kristjánsdóttir úr Breiðabliki. Íslenski boltinn 25. febrúar 2013 11:27
Málfríður Reykjavíkurmeistari í níunda sinn Valskonur tryggðu sér endanlega Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu með 4-0 sigri á Þrótti í gær. Valsliðið vann alla leiki sína og markatalan var 34-0. Íslenski boltinn 22. febrúar 2013 15:45
Borghildur fyrsta konan sem er formaður hjá Blikum Borghildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Fjárstoðar, var kosin nýr formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks á aðalfundi deildarinnar í gær en hún tekur við af Einari Kristjáni Jónssyni sem hefur verið formaður í sjö ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Blikum. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 13:30
Rakel vildi ekki fara frá Val Rakel Logadóttir verður með Val í Pepsi-deild kvenna í sumar eftir að hún hafnaði tilboði frá norska úrvalsdeildarliðinu Medkila en þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Íslenski boltinn 14. febrúar 2013 09:45
Margrét Lára í viðtali hjá FIFA Árangur íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur vakið athygli um allan heim. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir er í viðtali við heimasíðu alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, þar sem hún segir frá landsliðinu. Íslenski boltinn 8. febrúar 2013 15:15
Elín Metta með fernu að meðaltali í leik Valskonan Elín Metta Jensen skoraði fimm mörk í 10-0 sigri á KR í Reykjavíkurmóti kvenna í gær og hefur þar með skorað tólf mörk í þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu í ár. Elín Metta hefur skorað þrennu, fernu og fimmu í leikjunum þremur. Íslenski boltinn 1. febrúar 2013 17:45
Elín Metta með sjö mörk í fyrstu tveimur leikjunum Valskonan Elín Metta Jensen, sem fékk Gullskóinn í Pepsi-deild kvenna síðasta sumar, byrjar tímabilið vel því hún er búin að skora þrennur í tveimur fyrstu leikjum Valsliðsins á tímabilinu og alls sjö mörk í þessum tveimur leikjum. Íslenski boltinn 22. janúar 2013 16:00
Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins. Íslenski boltinn 6. janúar 2013 13:46
Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun? Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 5. janúar 2013 20:40
Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal? Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins. Íslenski boltinn 4. janúar 2013 12:00
Lilja Dögg hefur skrifað undir hjá Blikum Knattspyrnukonan Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrrum fyrirliði KR, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Íslenski boltinn 31. desember 2012 11:30
Aldís Kara til liðs við Breiðablik Knattspyrnukonan Aldís Kara Lúðvíksdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik. Aldís er uppalinn í FH og lék með liðinu í efstu deild síðastliðið sumar. Íslenski boltinn 12. desember 2012 08:30
Málfríður tekur fram skóna að nýju Miðvörðurinn Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við Val. Málfríður, sem er 28 ára, var í fæðingarorlofi á síðustu leiktíð. Íslenski boltinn 7. desember 2012 20:19
Fanndís búin að semja við Kolbotn Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur ákveðið að taka tilboði norska félagsins Kolbotn og spila með þeim næsta árið. Íslenski boltinn 6. desember 2012 18:17
Ísland eina Evrópuþjóðin sem sýnir kvennaleik í hverri umferð Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur sent sambandsaðilum sínum ítarlega tölfræðiskýrslu sem unnin var um kvennaknattspyrnu í Evrópu. Íslenski boltinn 4. desember 2012 18:15
Rósa og Telma í raðir Mosfellinga Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val. Íslenski boltinn 28. nóvember 2012 14:00
KR mætir Stjörnunni í fyrstu umferð Dregið var í töfluröð fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla. Íslandsmeistarar FH taka á móti Keflvíkingum í fyrstu umferð. Íslenski boltinn 10. nóvember 2012 15:27
Þessi fengu verðlaun í Hörpunni í kvöld - myndir Knattspyrnusamband Íslands afhenti í kvöld verðlaun fyrir keppnistímabilið 2012 en verðlaunahátíðin fór fram í Silfurbergi í Hörpu og var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1. október 2012 22:47
Jón Daði og Glódís Perla efnilegustu leikmenn Pepsi-deildanna í sumar Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson og Stjörnustelpan Glódís Perla Viggósdóttir voru valin efnilegustu leikmenn Pepsi-deildanna í sumar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1. október 2012 18:03
Chantel Jones valin best í Pepsi-deild kvenna Chantel Nicole Jones, markvörður Íslandsmeistara Þór/KA, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn 1. október 2012 17:57
Löng bið loksins á enda Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi. Íslenski boltinn 26. september 2012 07:00