Uppgjör og viðtöl: KA - Vestri 0-1 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Vestri er komið á blað í efstu deild eftir 1-0 sigur á KA á Akureyri í dag en Jeppe Gertsen skoraði eina mark leiksins á þriðju mínútu uppbótartíma. Íslenski boltinn 21. apríl 2024 15:55
Engin rúta í Víkina í kvöld: „Held að það hafi bara verið þetta eina skipti“ Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Víkingur og Breiðablik, eigast við í stórleik dagsins í Bestu deild karla klukkan 19:15. Heilmargt hefur gengið á í viðureignum liðanna síðustu ár og má búast við mikilli skemmtun. Íslenski boltinn 21. apríl 2024 11:45
Sjáðu Bergkamp-móttöku Björns Daníels og Hornfirðinginn unga klára KR FH og Fram unnu sína leiki í Bestu deild karla í fótbolta í gær og Framarar, undir stjórn Rúnars Kristinssonar, urðu þar með fyrstir til að vinna KR-liðið í sumar. Nú má sjá mörkin úr leikjunum inn á Vísi. Íslenski boltinn 21. apríl 2024 09:41
„Björninn er ekki unninn þó við séum komnir með sex stig“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, sigraði sína gömlu lærisveina í KR á AVIS-vellinum í dag. Leikurinn var hluti af þriðju umferð Bestu deildar karla og þrátt fyrir afar haustlegar aðstæður í Laugardal þá var létt yfir Rúnari eftir leik. Íslenski boltinn 20. apríl 2024 19:19
Uppgjör, viðtöl og myndir: KR - Fram 0-1 | Lærisveinar Rúnars lögðu KR Fram vann frækinn sigur á KR á Avis-vellinum í Laugardal í Bestu deild karla í dag. Leikurinn endaði 1-0 fyrir Fram og með sigrinum jafnar liðið stigafjölda KR í deildinni en bæði lið eru með sex stig eftir þrjár umferðir í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 20. apríl 2024 18:00
„Ég held við þurfum á því að halda að menn fari aðeins upp á tærnar“ HK tapaði öðrum heimaleik sínum í röð í dag þegar liðið tók á móti FH í 3. umferð Bestu deildar karla. Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum ósáttur með frammistöðu liðsins. Sport 20. apríl 2024 17:14
„Heimir er á bakinu á mér með það“ FH vann góðan 0-2 útisigur á HK í Kórnum í Bestu deild karla í dag. Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, skoraði síðara mark FH og átti góðan leik þar sem FH stýrði gangi mála. Íslenski boltinn 20. apríl 2024 16:54
Uppgjörið: HK - FH 0-2 | Tveir sigrar í röð hjá FH-ingum FH-ingar unnu sinn annan sigur í röð í Bestu deild karla í fótbolta í dag þegar Hafnfirðingar sóttu þrjú stig í Kórinn. FH vann 2-0 sanngjarnan sigur á HK þar sem bæði mörkin komu í seinni hálfleik. Íslenski boltinn 20. apríl 2024 15:55
„Þá prófaði ég það í fyrsta skipti“ Rúnar Kristinsson segir sérstakt að mæta uppeldisfélagi sínu KR í dag en hans menn í Fram eiga leik við KR-ingana síðdegis í Bestu deild karla. Rúnar segir synd að leikurinn geti ekki farið fram í Vesturbænum en stefnir á sigur gegn sínum gömlu félögum. Íslenski boltinn 20. apríl 2024 12:21
Eftir 376 leiki með KR mætir Rúnar KR í fyrsta sinn á Íslandsmóti Þetta er sérstakur dagur fyrir einn ástsælasta lifandi KR-inginn. Við erum auðvitað að tala um sjálfan Rúnar Kristinsson. Í dag mætir hann KR í fyrsta sinn í leik á Íslandsmóti. Íslenski boltinn 20. apríl 2024 11:30
Sjáðu snilldarsnúning Hilmars Árna sem ruglaði Valsmenn í ríminu Stjörnumenn fögnuðu fyrsta sigri sínum í Bestu deildinni í gærkvöldi þegar þeir unnu meistaraefnin frá Hlíðarenda. Íslenski boltinn 20. apríl 2024 10:50
„Ef þetta er rautt, af hverju komast aðrir upp með að brjóta miklu oftar?“ Arnar Grétarsson hreifst að mörgu leyti af frammistöðu Vals, þrátt fyrir 1-0 tap gegn Stjörnunni. Hann var hins vegar alls ekki ánægður með dómarateymi leiksins. Íslenski boltinn 19. apríl 2024 22:59
„Allt í lagi fram að rauða spjaldinu en breyttist mikið þá“ Gylfi Þór Sigurðsson var ósáttur með niðurstöðu leiks eftir 1-0 tap gegn Stjörnunni í 3. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 19. apríl 2024 22:27
ÍA kynnir Rúnar Má til leiks Rúnar Már Sigurjónsson er genginn til liðs við ÍA í Bestu deild karla. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum í kvöld. Íslenski boltinn 19. apríl 2024 21:41
Uppgjör, viðtöl og myndir: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjörnumenn komnir á blað Stjarnan er komin á blað í Bestu deild karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Val. Gestirnir voru manni færri frá því í fyrri hálfleik og hafa nú spilað tvo leiki í röð án marks. Íslenski boltinn 19. apríl 2024 21:15
Niðurstöðu að vænta í máli Arnars og KA eftir mánuð Aðalmeðferð í máli Arnars Grétarssonar gegn Knattspyrnufélagi Akureyrar fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Dóms í málinu má vænta eftir mánuð hið síðasta en Arnar krefst milljóna frá félaginu. Íslenski boltinn 17. apríl 2024 10:45
Heimir Guðjóns og Óskar Hrafn hafa báðir látið Hallgrím heyra það Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, getur greinilega farið í taugarnar á kollegum sínum í þjálfarastéttinni. Hallgrímur hefur fengið reiðilestur frá tveimur þjálfurum í miðjum leik í Bestu deildinni. Íslenski boltinn 17. apríl 2024 09:00
Vann sig upp úr þunglyndi með sænskum hugarþjálfara: „Ég varð bara önnur manneskja“ Færeyski landsliðsmaðurinn Patrik Johannesen gekk í gegnum erfiða tíma eftir að hafa slitið krossband í hné fyrir ári síðan. Hann er nú byrjaður að spila að nýju fyrir Breiðablik, í Bestu deildinni í fótbolta. Fótbolti 17. apríl 2024 08:02
Besta byrjun Íslandsmeistara í átta ár Íslandsmeistarar Víkinga eru með fullt hús og hafa ekki fengið mark á sig eftir fyrstu tvær umferðir Bestu deildar karla í fótbolta. Íslenski boltinn 16. apríl 2024 14:01
Biðin eftir fyrsta leiknum á grasi lengist Nú hafa allir þrír leikirnir sem til stóð að yrðu spilaðir á grasi, í 3. umferð Bestu deildar karla í fótbolta, verið færðir á gervigrasvelli. Íslenski boltinn 16. apríl 2024 14:01
Óskar Örn jafnaði met Gunnleifs Óskar Örn Hauksson spilaði með Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi en þetta var fyrsti deildarleikur hans fyrir Fossvogsliðið. Íslenski boltinn 16. apríl 2024 13:32
Pressa á Hallgrími: „Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn?“ Sérfræðingarnir í Stúkunni telja Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, strax lentan undir pressu takist liðinu ekki að vinna Vestra í næsta leik í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 16. apríl 2024 11:31
Gummi Ben: Hann fær boltann í lærið Jóhann Ingi Framarar héldu að þeir hefðu komist í 1-0 á móti Íslandsmeisturum Víkings í Bestu deildinni í gær en markið var dæmt af. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans fóru yfir þennan umdeilda dóm í Stúkunni í gærkvöldi. Íslenski boltinn 16. apríl 2024 09:02
Vill vera jafn iðinn við kolann og Olga Færseth Eyþór Aron Wöhler skrifaði á dögunum undir þriggja ára samning við Bestu deildar lið KR. Hann er stoltur yfir því að fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta sögufræga félag og vill leggja lóð sitt á vogaskálarnir til að rita nýjan og glæstan kafla í Vesturbænum. Íslenski boltinn 16. apríl 2024 08:01
Sjáðu sigurmark Víkinga og mark Framara sem var dæmt af Íslandsmeistarar Víkinga eru við lið Breiðabliks og KR á toppi Bestu deildar karla í fótbolta eftir 1-0 sigur á Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í gærkvöldi. Íslenski boltinn 16. apríl 2024 07:45
„Djöfull hlýtur að vera óþolandi að spila á móti þessum gaur“ Víkingar unnu torsóttan útisigur á Fram í Bestu deild karla 0-1 í kvöld. Arnar Gunnlaugsson var fyrst og fremst ánægður með stigin þrjú. Íslenski boltinn 15. apríl 2024 22:25
„Allir sem eru búnir að sjá þetta aftur segja mér hvernig þetta hefði átt að vera“ Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var að vonum svekktur með 0-1 tap síns liðs gegn Víkingi í kvöld. Þjálfaranum, ásamt mörgum öðrum, fannst Fram eiga meira skilið úr leiknum. Íslenski boltinn 15. apríl 2024 22:10
Uppgjörið og viðtal: Fram - Víkingur 0-1 | Íslandsmeistararnir áfram með fullt hús Arnar Gunnlaugsson hefur nú stýrt Víkingsliðinu í tólf leikjum í röð í deild eða bikar án þess að tapa á móti Rúnari Kristinssyni. Nú unnu Víkingarnir hans Arnars 1-0 útisigur á Fram-liðinu hans Rúnars í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 15. apríl 2024 21:45
Hefur varið helming vítanna sem hann hefur reynt við í Bestu Frederik Schram tryggði Valsmönnum stig í Bestu deildinni í gær þegar hann varði vítaspyrnu Fylkismanna í markalausu jafntefli í gærkvöld. Þetta langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Frederik hefur haft betur í glímu sinni víð vítaskyttu mótherjanna. Íslenski boltinn 15. apríl 2024 14:01
Arnar hefur ekki tapað fyrir Rúnari í meira en þrjú ár Rúnar Kristinsson hafði gott tak á Arnari Gunnlaugssyni þegar Arnar var að byrja sem þjálfari en það hefur heldur betur snúist við undanfarin ár. Íslenski boltinn 15. apríl 2024 13:00
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti