Erlent

Nokkrir látnir í al­var­legu rútu­slysi í Noregi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Öll tiltæk neyðarþjónusta hefur verið kölluð út í Noregi. Myndin er úr safni af þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Öll tiltæk neyðarþjónusta hefur verið kölluð út í Noregi. Myndin er úr safni af þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt rútuslys varð í Hadsel í  norðurhluta Noregs í dag. Talið er að um 60-70 manns hafi verið um borð, en vitað er um nokkur dauðsföll. Rútan rann af veginum og liggur að hluta til ofan í vatni.

Norska lögreglan sagði á blaðamannafundi klukkan 15 að staðartíma að fjöldi slasaðra væri óljós enn sem komið er, en að einhverjir væru þegar látnir. Sjá frétt VG.

Fjölmennt björgunarlið er á vettvangi og svæðið hefur verið girt af. Veðurskilyrði eru slæm.

Hluti farþeganna hefur verið fluttur í skóla á svæðinu þar sem fjöldahjálparstöð hefur verið sett upp.

Öll tiltæk neyðarþjónusta hefur verið send á svæðið sem og fulltrúar frá Rauða krossinum. Spítalinn á svæðinu hefur kallað til aukamannskap til að sinna þeim slösuðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×