Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. desember 2024 11:42 Petteri Orpo er forsætisráðherra Finnlands. AP/Geert Vanden Wijngaert Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. Lögreglu barst tilkynning um bilunina um eittleytið í gær að staðartíma frá finnska fyrirtækinu Finngrid sem sér um dreifikerfi rafmagns í Finnlandi. Fram kemur í tilkynningu frá finnska lögregluembættinu að rannsókn sé hafin í samvinnu við landhelgisgæsluna og að sérstaklega sé verið að kanna möguleg tengsl erlends flutningaskips við truflunina. Petteri Orpo forsætisráðherra sagði í færslu á samfélagsmiðlum að bilunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á rafmagnsforða Finna yfir hátíðarnar. Arto Pahkin, framkvæmdastjóri Finngrid, sagði í samtali við ríkisútvarp Finna að mögulega væri um skemmdarverk að ræða. Tvö skip voru í nágrenni sæstrengsins þegar truflun varð. Hann tjáði sig ekki um nöfn eða uppruna skipanna. Annað skipanna sigldi yfir sæstrenginn akkúrat þegar tengingin rofnaði. Fram kemur í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins að olíuflutningaskip að nafni Eagle S, sem siglir undir fána Cook-eyja, hafi verið í nágrenni strengsins og hafi greinilega hægt á ferð sinni um það leyti sem tekið var eftir trufluninni. Skip landhelgisgæslunnar fylgdi flutningaskipinu út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Samkvæmt MarineTraffic var skipið á leið frá Pétursborg til Egyptalands. Í nóvember rofnuðu tveir sæstrengir í Eystrasalti og talið var að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Annar lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart. Sæstrengir Finnland Rússland Eistland Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um bilunina um eittleytið í gær að staðartíma frá finnska fyrirtækinu Finngrid sem sér um dreifikerfi rafmagns í Finnlandi. Fram kemur í tilkynningu frá finnska lögregluembættinu að rannsókn sé hafin í samvinnu við landhelgisgæsluna og að sérstaklega sé verið að kanna möguleg tengsl erlends flutningaskips við truflunina. Petteri Orpo forsætisráðherra sagði í færslu á samfélagsmiðlum að bilunin kæmi ekki til með að hafa áhrif á rafmagnsforða Finna yfir hátíðarnar. Arto Pahkin, framkvæmdastjóri Finngrid, sagði í samtali við ríkisútvarp Finna að mögulega væri um skemmdarverk að ræða. Tvö skip voru í nágrenni sæstrengsins þegar truflun varð. Hann tjáði sig ekki um nöfn eða uppruna skipanna. Annað skipanna sigldi yfir sæstrenginn akkúrat þegar tengingin rofnaði. Fram kemur í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins að olíuflutningaskip að nafni Eagle S, sem siglir undir fána Cook-eyja, hafi verið í nágrenni strengsins og hafi greinilega hægt á ferð sinni um það leyti sem tekið var eftir trufluninni. Skip landhelgisgæslunnar fylgdi flutningaskipinu út fyrir Porkkalahöfða snemma í morgun. Samkvæmt MarineTraffic var skipið á leið frá Pétursborg til Egyptalands. Í nóvember rofnuðu tveir sæstrengir í Eystrasalti og talið var að skemmdarverk hefðu verið unnin á þeim. Annar lá á milli Svíþjóðar og Lithánes og hinn á milli Finnlands og Þýskalands. Fyrirtækin sem ráku strengina sögðu það nær ómögulegt að þeir hefðu farið í sundur án utanaðkomandi krafta og að ósennilegt væri að veiðarfæri eða akkeri hefðu skemmt strengina óvart.
Sæstrengir Finnland Rússland Eistland Tengdar fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58 NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Sæstrengur sem liggur á milli Eistlands og Finnlands er rofinn að sögn forsætisráðherra Finnlands, Petteri Orpo. 25. desember 2024 23:58
NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Finnski varnarmálaráðherrann vill að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið verði að grípa til aðgerða til að verja sæstrengi eftir skemmdir á tveimur slíkum í Eystrasalti í vikunni. Líklegt er talið að skemmdarverk hafi verið unnin á strengjunum. 20. nóvember 2024 15:38