Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 09:01 Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri barst út í sjó með flóðinu og komst lífs af. Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall. Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall.
Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira