ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 08:37 Jónas Fr. Jónsson hæstaréttarlögmaður fór með málið fyrir dóm fyrir hönd Dista. Lögmaður innflutningsfyrirtækisins Dista, sem lagði Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Hæstarétti á dögunum, segir ÁTVR hafa haldið dýrari og mögulega sterkari vörum að neytendum með ólögmætum viðmiðum um hvað rataði í hillur verslunarinnar og hvað ekki. Hann gerir ráð fyrir að Ríkið sé bótaskylt gagnvart umbjóðanda sínum. Greint var frá því í fyrradag að Hæstiréttur hefði fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dista vann málið í héraði, tapaði í Landsrétti en hefur nú unnið endanlegan sigur. „Þetta snerist í stuttu máli um það að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ákvað að velja inn bjórvörur í verslunina á grundvelli svokallaðs viðsmiðs um framlegð, sem er í raun og veru vörusöluhagnaður ÁTVR af hverri seldri einingu. Það vildi bara svo illa til að þetta var eingöngu eitthvað sem var búið til í reglugerð í fjármálaráðuneytinu, en stóð ekki í lögum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður Dista. Rætt var við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framlegðarviðmiðið sem var að finna í reglugerðinni átti því ekki fullnægjandi lagastoð, en ÁTVR hafði fjarlægt bjóra sem Dista flutti inn úr hillum sínum á grundvelli þessa sama viðmiðs. „Í lögum kom fram að það ætti að velja inn samkvæmt eftirspurn. Þetta eru mismunandi hugtök, því eftirspurn mæli hvað neytendurnir vilja,“ segir Jónas. Því hafi vilji neytenda átt að stýra för, ekki mögulegur hámarkshagnaður ÁTVR. Með þessu hafi embættismenn í fjármálaráðuneytinu og ÁTVR því verið að taka sér vald Alþingis, með því að ákveða hvernig ætti að velja inn vörur, á skjön við lagabókstafinn. Tvöfalt söluhærri vara tekin úr hillunum Jónas segir umbjóðanda sinn hafa fengið afhentar tölur um eftirspurn og framlegð af einstökum vörum hjá ÁTVR. „Hann tekur eftir því að vörur frá honum eru með meiri eftirspurn, og eru hærri í því skori og vinsælli hjá neytendum heldur en dýrari vörurnar. Svo kemur að því að vörur frá honum detta út, hann mótmælir því og það er ekkert hlustað á það. Þá förum við í þetta mál, byrjum þessa vegferð,“ segir Jónas. Hér að neðan má lesa um dóm Hæstaréttar, sem sneri dómi Landsréttar í málinu. Landsréttur hafði áður snúið dómi héraðsdóms í málinu: Í öðru tilvikinu hafi verið um það að ræða að vara frá Dista hafi verið 56 prósent söluhærri en vara sem fékk að vera í hillum ÁTVR, en sú síðarnefnda hefði verið með meiri framlegð. „Í hinu var það næstum því 99 prósent, tvöfalt meiri sala en varan sem komst inn.“ Dýrari og sterkari vörum í hillunum Jónas bendir á að verð á áfengi stýrist að miklu leyti af áfengisskatti, sem lagður sé á áfengisprósentu. Þannig hafi ÁTVR, með því fyrirkomulagi sem nú hefur verið hnekkt með dómi Hæstaréttar, að velja vörur eftir gróðavon en ekki eftirspurn, haldið dýrari og jafnvel sterkari vörum að neytendum. „Þannig að smám saman eru alltaf dýrari vörur í versluninni. Þetta er sennilega sérstaklega slæmt úti á landi, í minni verslunum þar sem er verið að selja minna magn.“ Jónas segir ÁTVR hafa beitt framlegðarviðmiðinu „töluvert lengi“ og því megi leiða að því líkur að því að fleiri áfengisinnflytjendur hafi orðið fyrir tjóni vegna þess. Bjórkælir ÁTVR á Dalvegi. Í hillur hans hafa ratað bjórar á grundvelli þess hversu miklum hagnaði þeir skila ÁTVR, en ekki hversu mikið af þeim neytendur vilja kaupa.Vísir/Vilhelm „Það má velta fyrir sér, vegna þess að áfengi og tóbak eru tvö, tvö og hálft prósent í neyslugrunni neysluverðsvísitölunnar, hefur þetta haft áhrif á vísitöluna?“ Þar að auki segir Jónas að undir hafi verið atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, sem tryggi mönnum rétt til að stunda þá atvinnu sem þeir vilja. „En líka, ef það á að setja einhver takmörk, þá séu það kjörnir fulltrúar á Alþingi sem geri það. Ekki einhverjir embættismenn.“ Ráðuneytið leitaði svara hjá ÁTVR Jónas segir umbjóðanda sinn hafa varað fjármálaráðuneytið við því að reglugerðin sem kvað á um framlegðarviðmiðið stæðist ekki lög. Ráðuneytið, sem eigi að hafa stjórnunar- og eftirlitsskyldu með ÁTVR, hafi einfaldlega spurt ÁTVR hverju ætti að svara því erindi. „ÁTVR sagði fjármálaráðuneytinu hverju það ætti að svara. Að þetta væri bara allt í góðu lagi.“ Ráðuneytið hafi því í raun haft tíma til að endurskoða reglugerðarákvæðið áður en lagt var upp í dómsmál, sem líkt og áður sagði lauk með sigri Dista í Hæstarétti. Málinu ekki lokuð og bætur næstar á dagskrá Jónas segir áhugavert að sjá hvernig ÁTVR muni bregðast við dómi Hæstaréttar. „Hvernig ætla þeir að rétta hlut umbjóðanda míns, sérstaklega? Það er alveg ljóst að þessar tvær vörur, þeim var hent út að ósekju. Þetta eru ekki einu vörurnar, það voru fleiri vörur sem var hent út á grundvelli þessa ólögmæta viðmiðs,“ segir Jónas, sem telur að bótaskylda hafi skapast í málinu. Hann líti svo á að stjórnvöld hafi ákveðna frumkvæðisskyldu þegar þau brjóti gegn lögum og rétti. „Maður væntir þess að menn hafi kannski áhuga á því að komast að einhverri niðurstöðu. Ef ekki þá eru bara leiðir til þess,“ segir Jónas. Dómurinn hafi margþætt fordæmisgildi og muni að öllum líkindum draga dilk á eftir sér. „Ég held að við séum ekki alveg búin með þetta.“ Viðtalið við Jónas í Bítinu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Dómsmál Verslun Tengdar fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Hæstiréttur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. 4. desember 2024 14:32 Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. 24. apríl 2024 16:50 Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Greint var frá því í fyrradag að Hæstiréttur hefði fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dista vann málið í héraði, tapaði í Landsrétti en hefur nú unnið endanlegan sigur. „Þetta snerist í stuttu máli um það að Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins ákvað að velja inn bjórvörur í verslunina á grundvelli svokallaðs viðsmiðs um framlegð, sem er í raun og veru vörusöluhagnaður ÁTVR af hverri seldri einingu. Það vildi bara svo illa til að þetta var eingöngu eitthvað sem var búið til í reglugerð í fjármálaráðuneytinu, en stóð ekki í lögum,“ segir Jónas Fr. Jónsson, lögmaður Dista. Rætt var við hann í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Framlegðarviðmiðið sem var að finna í reglugerðinni átti því ekki fullnægjandi lagastoð, en ÁTVR hafði fjarlægt bjóra sem Dista flutti inn úr hillum sínum á grundvelli þessa sama viðmiðs. „Í lögum kom fram að það ætti að velja inn samkvæmt eftirspurn. Þetta eru mismunandi hugtök, því eftirspurn mæli hvað neytendurnir vilja,“ segir Jónas. Því hafi vilji neytenda átt að stýra för, ekki mögulegur hámarkshagnaður ÁTVR. Með þessu hafi embættismenn í fjármálaráðuneytinu og ÁTVR því verið að taka sér vald Alþingis, með því að ákveða hvernig ætti að velja inn vörur, á skjön við lagabókstafinn. Tvöfalt söluhærri vara tekin úr hillunum Jónas segir umbjóðanda sinn hafa fengið afhentar tölur um eftirspurn og framlegð af einstökum vörum hjá ÁTVR. „Hann tekur eftir því að vörur frá honum eru með meiri eftirspurn, og eru hærri í því skori og vinsælli hjá neytendum heldur en dýrari vörurnar. Svo kemur að því að vörur frá honum detta út, hann mótmælir því og það er ekkert hlustað á það. Þá förum við í þetta mál, byrjum þessa vegferð,“ segir Jónas. Hér að neðan má lesa um dóm Hæstaréttar, sem sneri dómi Landsréttar í málinu. Landsréttur hafði áður snúið dómi héraðsdóms í málinu: Í öðru tilvikinu hafi verið um það að ræða að vara frá Dista hafi verið 56 prósent söluhærri en vara sem fékk að vera í hillum ÁTVR, en sú síðarnefnda hefði verið með meiri framlegð. „Í hinu var það næstum því 99 prósent, tvöfalt meiri sala en varan sem komst inn.“ Dýrari og sterkari vörum í hillunum Jónas bendir á að verð á áfengi stýrist að miklu leyti af áfengisskatti, sem lagður sé á áfengisprósentu. Þannig hafi ÁTVR, með því fyrirkomulagi sem nú hefur verið hnekkt með dómi Hæstaréttar, að velja vörur eftir gróðavon en ekki eftirspurn, haldið dýrari og jafnvel sterkari vörum að neytendum. „Þannig að smám saman eru alltaf dýrari vörur í versluninni. Þetta er sennilega sérstaklega slæmt úti á landi, í minni verslunum þar sem er verið að selja minna magn.“ Jónas segir ÁTVR hafa beitt framlegðarviðmiðinu „töluvert lengi“ og því megi leiða að því líkur að því að fleiri áfengisinnflytjendur hafi orðið fyrir tjóni vegna þess. Bjórkælir ÁTVR á Dalvegi. Í hillur hans hafa ratað bjórar á grundvelli þess hversu miklum hagnaði þeir skila ÁTVR, en ekki hversu mikið af þeim neytendur vilja kaupa.Vísir/Vilhelm „Það má velta fyrir sér, vegna þess að áfengi og tóbak eru tvö, tvö og hálft prósent í neyslugrunni neysluverðsvísitölunnar, hefur þetta haft áhrif á vísitöluna?“ Þar að auki segir Jónas að undir hafi verið atvinnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar, sem tryggi mönnum rétt til að stunda þá atvinnu sem þeir vilja. „En líka, ef það á að setja einhver takmörk, þá séu það kjörnir fulltrúar á Alþingi sem geri það. Ekki einhverjir embættismenn.“ Ráðuneytið leitaði svara hjá ÁTVR Jónas segir umbjóðanda sinn hafa varað fjármálaráðuneytið við því að reglugerðin sem kvað á um framlegðarviðmiðið stæðist ekki lög. Ráðuneytið, sem eigi að hafa stjórnunar- og eftirlitsskyldu með ÁTVR, hafi einfaldlega spurt ÁTVR hverju ætti að svara því erindi. „ÁTVR sagði fjármálaráðuneytinu hverju það ætti að svara. Að þetta væri bara allt í góðu lagi.“ Ráðuneytið hafi því í raun haft tíma til að endurskoða reglugerðarákvæðið áður en lagt var upp í dómsmál, sem líkt og áður sagði lauk með sigri Dista í Hæstarétti. Málinu ekki lokuð og bætur næstar á dagskrá Jónas segir áhugavert að sjá hvernig ÁTVR muni bregðast við dómi Hæstaréttar. „Hvernig ætla þeir að rétta hlut umbjóðanda míns, sérstaklega? Það er alveg ljóst að þessar tvær vörur, þeim var hent út að ósekju. Þetta eru ekki einu vörurnar, það voru fleiri vörur sem var hent út á grundvelli þessa ólögmæta viðmiðs,“ segir Jónas, sem telur að bótaskylda hafi skapast í málinu. Hann líti svo á að stjórnvöld hafi ákveðna frumkvæðisskyldu þegar þau brjóti gegn lögum og rétti. „Maður væntir þess að menn hafi kannski áhuga á því að komast að einhverri niðurstöðu. Ef ekki þá eru bara leiðir til þess,“ segir Jónas. Dómurinn hafi margþætt fordæmisgildi og muni að öllum líkindum draga dilk á eftir sér. „Ég held að við séum ekki alveg búin með þetta.“ Viðtalið við Jónas í Bítinu í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Dómsmál Verslun Tengdar fréttir Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Hæstiréttur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. 4. desember 2024 14:32 Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. 24. apríl 2024 16:50 Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41 Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Hæstiréttur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. 4. desember 2024 14:32
Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. 24. apríl 2024 16:50
Mátti taka bjór úr hillum eftir allt saman Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins mátti taka tvær tegundir af bjór úr sölu vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra eftir allt saman. 10. febrúar 2024 08:41
Mátti ekki taka bjór úr hillum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. 30. júní 2022 15:05