Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Lovísa Arnardóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 4. desember 2024 17:00 Kristrún segir viðræður byrja vel. Markmið þeirra sé að viðræðurnar séu ekki langdregnar. Vísir/Vilhelm Formenn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins byrjuðu að funda klukkan 9.30 í morgun og funduðu til um 16 með fáum hléum. Kristrún segir markmið formannanna að ljúka viðræðum eins fljótt og þær geta. Þær hafi byrjað á því að ræða stóru málin og haldi áfram á morgun. „Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“ Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
„Það gekk mjög vel. Þetta var þéttur fundardagur,“ segir Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og að þær hafi ekki tekið margar pásur frá því í morgun og þar til seinni part í dag. Með á fundunum voru aðstoðarmenn formanna og varaformenn flokkanna. Kristrún segir skipta máli að það séu ekki of margir á fundunum. Þetta sé þéttur hópur sem vinni að stjórnarmyndun til að byrja með. Enginn ágreiningur í dag Hún segir þær hafa rætt stóru málin í dag og breiðu línurnar. „Við erum að nálgast þetta út frá þessum ramma sem við höfum rætt mikið um. Efnahagsmálin, þessum stöðugleika sem við þurfum að ná vegna verðbólgu og vaxtarstigsins. Það eru allir mjög meðvitaðir um stöðuna,“ segir Kristrún og því byrji þær á því að landa „stóru málunum“. „Við erum ekki að þeim stað akkúrat núna,“ segir hún um það hvort það hafi komið upp einhver ágreiningur. Þetta hafi verið góð samtöl. „Það gengur vel enn sem komið er. Við þurfum að byrja á sameinandi málum og höfum ekki enn lent í vandræðum. Þannig við erum mjög bjartsýnar á þessum tímapunkti.“ Hún segir ekki tímabært að ræða stjórnarsáttmála. Það skipti mestu að það sé traust á milli formanna. Það sem sé skrifað niður þurfi ekki að vera of ítarlegt því það geti ýmislegt gerst á kjörtímabilinu. „Það er fullt traust á milli formanna.“ Verði ekki langdregnar viðræður Hún segir erfitt að segja hversu langan tíma þetta muni taka. Þær séu meðvitaðar um að það þurfi festu í landsstjórn og vinni eftir því. „Við erum að vinna hratt og örugglega,“ segir Kristrún og það megi vona að það verði komin ný ríkisstjórn fyrir jól en með öllum mögulegum fyrirvörum. Hún segir að þær ætli að vera í styttri kantinum. Þær telji málefnalegan grundvöll fyrir það. Það þurfi að ganga frá praktískum atriðum en þær gangi út frá því að viðræðurnar verði ekki langdregnar. Á morgun munu þær hitta fulltrúa frá stjórnsýslu og fjármálaráðuneytinu í Alþingi. „Til að fá yfirsýn yfir stöðu ríkisfjármála og efnahagsmála. Það verður stór partur af deginum á morgun. Það hefur allt gengið vel hingað til og við erum bjartsýnar áfram.“
Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Viðreisn Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira