Fótbolti

Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Benóný Breki fagnar marki.
Benóný Breki fagnar marki. Vísir/Anton Brink

Íslenska U21-árs lið karla í knattspyrnu vann góðan sigur á Póllandi þegar liðin mættust í dag í æfingaleik í Pinatar á Spáni.

Undankeppni U21-árs liðsins í Evrópumótinu lauk í október og liðið sem valið var fyrir æfingaleikinn gegn Pólverjum var skipað þeim leikmönnum sem bera munu uppi liðið í næstu undankeppni. Alls voru fimm leikmenn í byrjunarliðinu að spila sinn fyrsta U21-árs landsleik en leikmenn fæddir 2004 og 2005 skipa liðið.

Það var KR-lykt af fyrsta marki Íslands í leiknum. Jóhannes Kristinn Bjarnason átti þá góða fyrirgjöf á kollinn á Benóný Breka Andréssyni sem skoraði í annarri tilraun Benóný Breki sló markametið í efstu deild á dögunum og var sjóðandi heitur með KR á lokakafla Bestu-deildarinnar.

Pólverjar skiptu svo gott sem um lið í hálfleik og íslensku þjálfararnir gerðu margar breytingar í síðari hálfleiknum. Á 71. mínútu skoraði Hilmir Rafn Mikaelsson annað mark Íslands en hann skoraði þá með skalla eftir góða fyrirgjöf varamannsins Róberts Frosta Þorkelssonar.

Pólverjar minnkuðu muninn úr vítaspyrnu þremur mínútum síðar en íslenska liðið náði að halda út og unnu að lokum 2-1 sigur.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en leikurinn var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×