Innlent

Þing­maður Pírata vill í kæru­nefnd útlendingamála

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók sæti á Alþingi fyrir Pírata árið 2021 og hefur ákveðið að láta gott heita. Hún er greinilega farin að huga að næstu skrefum eftir þingferilinn.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók sæti á Alþingi fyrir Pírata árið 2021 og hefur ákveðið að láta gott heita. Hún er greinilega farin að huga að næstu skrefum eftir þingferilinn. Vísir/Vilhelm

Sjö umsóknir bárust um embætti nefndarmanns í kærunefnd útlendingamála. Meðal umsækjenda er sitjandi þingmaður, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun og nokkrir lögfræðingar hjá kærunefnd útlendingamála.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að dómsmálaráðuneytið hafi nýverið auglýst embættið laust til umsóknar. Sjö umsóknir bárust og eru umsækjendur eftirtaldir:

  • Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir – Lögfræðingur og þingmaður Pírata
  • Eduardo Canozo Fontt – Ráðgjafi í innflytjendamálum hjá Vinnumálastofnun
  • Garðar Biering – Lögfræðingur hjá kærunefnd útlendingamála
  • Gunnar Páll Baldvinsson - doktorsnemi
  • Hulda Magnúsdóttir – Lögfræðingur hjá kærunefnd útlendingamála
  • Rannveig Stefánsdóttir – Lögfræðingur hjá kærunefnd útlendingamála
  • Vera Dögg Guðmundsdóttir – Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun

Sérstök hæfnisnefnd mun fara yfir umsóknirnar og meta hæfni umsækjenda.

Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli útlendingalaga. Eftir lagabreytingar sem gerðar voru fyrr á þessu ári verður nefndin framvegis skipuð þremur nefndarmönnum í fullu starfi, formanni, varaformanni og nefndarmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×