Handbolti

Guð­jón Valur fram­lengir við Gummersbach

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson hefur stimplað sig rækilega inn í þjálfun eftir að glæstum leikmannaferli lauk.
Guðjón Valur Sigurðsson hefur stimplað sig rækilega inn í þjálfun eftir að glæstum leikmannaferli lauk. vísir/anton

Eftir að hafa náð frábærum árangri með Gummersbach síðan hann tók við liðinu 2020 hefur Guðjón Valur Sigurðsson framlengt samning sinn við það til 2027.

Guðjón Valur tók við Gummersbach eftir að hann lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum. 

Undir stjórn Guðjóns Vals vann Gummersbach sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni 2022. Liðið endaði í 10. sæti hennar tímabilið 2022-23 og í því sjötta á síðasta tímabili. Gummersbach tryggði sér þar með sæti í Evrópudeildinni.

Gummersbach er sem stendur í 5. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig eftir tíu leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Melsungen.

Tveir Íslendingar leika með Gummersbach: Elliði Snær Viðarsson og Teitur Örn Einarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×