Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2024 12:03 Kristján Markús Sívarsson neitaði sök og kannaðist ekkert við árásina. Vísir Kristján Markús Sívarsson hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og vörslu og vopna og fíkniefna. Konunni sem varð fyrir árásinni voru dæmdar 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila. Það var að kvöldi 22. janúar 2022 sem lögregla var kölluð út að heimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún hitti fyrir kærustupar. Konan sagði Kristján Markús hafa kastað kertastjaka í höfuð hennar með þeim afleiðingum að hún fékk gat á höfuðið. Þau hefðu verið í íbúð Kristjáns í Reykjavík. Síðar um nóttina hafði starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi samband við lögreglu og tilkynntu að konan væri þangað komin með opið höfuðkúpubrot. Fóru þá tveir lögreglumenn að heimili Kristjáns og handtóku. Í íbúðinni var auk Kristjáns kona í mjög annarlegu ástandi. Konan staðfesti að kærustuparið hefði komið í heimsókn til þeirra fyrr um kvöldið og þau fjögur farið saman í göngutúr. Lagt var hald á fíkniefni og tvær axir í íbúðinni en enginn kertastjaki fannst. Konan sem var í íbúðinni með Kristjáni Markúsi neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi vegna tengsla þeirra. Kannaðist ekki við neina árás Kristján sagðist fyrir dómi ekkert geta sagt til um umrædda líkamsárás og ekkert vita hvað hefði komið fyrir konuna. Hún hefði komið heim til hans með einhverja hluti sem hún hefði fengið lánaða en konurnar tvær hefðu þekkst. Hann sagðist ekki muna eftir neinum göngutúr. Hann hefði vaknað við að lögregla reyndi að brjóta upp hurðina á heimili hans um nóttina. Hann myndi ekki hvort þeir hefðu tjáð honum hvert tilefnið væri. Hann hefði talið að um eitthvert lyfjamisferli væri að ræða. Hann kannaðist við fíkniefnin sem fundust en sagðist ekki hafa vitað að axirnar sem voru haldlagðar væru ólöglegar. Geðshræring eða annarlegt ástand? Sérfræðingur á bráðamóttöku stðafesti að áverkarnir á konunni samrýmdust frásögn hennar. Um hefði verið að ræða hættulegt höfuðkúpubrot og mar á heila sem ekki hefði verið hægt að útiloka að yrði alvarlegra. Þá hefði lækninum reynst auðvelt að tala við konuna sem hefði ekkert minnst á gerandann. Hann taldi ekkert benda til annarlegs ástands hjá konunni. Varðandi lýsingar lörgeglumanna klukkustund áður um slíkt ástand sagði læknirinn að hugsanlega hefði verið um að ræða geðshræringu eða hræðslu. Erfitt væri að segja hvers konar hlut hefði verið kastað í konuna en áverkinn hefði litið út fyrir að vera af kertastjaka. Hefði konan lent á gólfinu hefði útlitið verið annað og raunar sjaldgæft að höfuðkúpa brotni við slíkt fall. Þá sæi hann ekki fyrir sér að hún hefði getað lent á borðsbrún eða borðshorni þá það væri mögulegt. Sakaði konuna um þjófnað Konan sagðist hafa farið til Kristjáns ásamt kærasta sínum. hún hefði verið illa klædd, skroppið heim og fengið lánaða úlpu og skó. Þegar hún hefði komið aftur hefði Kristján verið mjög æstur og sakað hana um þjófnað. Hann hefði orðið reiðari og reiðari, hún svo fengið eitthvað í höfuðið og byrjað að svima. Hún hefði ekki séð hverju hefði verið kastað í hana en útilokað væri að það hefði verið hin konan sem sat í sófanum. Kristján hefði svo ákveðið að þau héldu heim til hennar. Á leiðinni hefði hún kastað upp, grátið og hana svimað. Kristján hefði ásakað hana um að vera að vekja á sér athygli og sparkað í fót hennar. Raunar var upphaflega ákært fyrir þetta brot en saksóknari féll frá þeim ákærulið fyrir dómi. Hann hefði komið inn, fengið sér jónu og farið að gramsa í skúffum. Hún hefði beðið eftir að hann færi og þá hringt á sjúkrabíl. Hún hefði sjálf verið undir áhrifum en muna vel hvað hefði gerst. Atburðurinn hefði valdið henni kvíða og áfallastreitu. Kærasti konunnar sagðist ekki hafa séð þegar hlutnum var kastað því hann hefði verið að horfa í aðra átt. Allt í einu hefði kærasta hans verið stórslösuð og Kristján fjúkandi reiður. Á leiðinni yfir í íbúð konunnar hefði Kristján virkað æstur og hann gert sitt besta til að halda friðinn. Löng brotasaga Kristján neitaði sök og sagðist ekkert vita hvað hefði komið fyrir. Héraðsdómur sagði framburð kærustuparsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafa verið stöðugan um það sem máli skipti. Kristján hefði upphaflega neitað að konan hefði komið á heimili hans umrætt kvöld en breytti þeim framburði fyrir dómi. Taldi héraðsdómur sannað að Kristján hefði gerst sekur um árásina auk vörslu efna og vopna. Um hefði verið að ræða sérstaklega hættulega líkamsárás. Væri hann því sakfelldur og refsing metin. Við það mat horfði dómurinn til langrar refsisögu Kristjáns sem hefur frá árinu 1998 ítrekað verið dæmdur til refsingar. Sex sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot auk ítrekaðra brota á fíkniefnalögum. Alvarleg og fólskuleg árás án tilefnis Árásin var framin áður en hann hlaut tveggja mánaða dóm fyrir fíkniefnalagabrot snemma árs 2022. Var þetta brot því hegningarauki. Þá hafði brotið ítrekunaráhrif vegna fjögurra ára og níu mánaða dóms sem Kristján hlaut árið 2015 fyrir ofbeldisbrot. Afplánun þess dóms lauk um fjórum árum eftir að dómur féll. Þá var horft til þess að um var að ræða alvarlega, fólskulega og hættulega líkamsárás án nokkurs tilefnis sem beindist að höfði konunnar. Einnig var litið til þess hve langan tíma málið hefði tekið í kerfinu. Skýrslutökum hefði verið lokið degi eftir árásina en ákæra ekki gefin út fyrr en rúmum tveimur árum síðar. Þessi dráttur á málinu kom til refsilækkunar. Var Kristján dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til að greiða konunni 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sagðist ekki brjóta á saklausu fólki Kristján Markús var í viðtali við Vísi í janúar 2021 en hann hafði þá hafið veðlánastarfsemi. Var hann spurður út í afbrotasögu sína í því samhengi. „Það er voðalega leiðinlegt ef fólk er hrætt við mig, titlar mig illmenni. Ég hef vissulega framið ljóta glæpi sem maður þyrfti að vera illmenni til að framkvæma. En ég hef verið í mikilli neyslu og rugli,“ segir Kristján. „Þetta hefur aldrei verið fólk sem hefur komið saklaust inn í líf mitt,“ segir Kristján. Barnaníðingur og maður sem braust inn til mömmu hans hafi fengið að kenna á því. „En ég hef ekki brotið á saklausu fólki. Ég hef aldrei lamið neinn fyrir peninga, eða hækkað skuld við neinn. Þeir sem þekkja mig vita það.“ Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Það var að kvöldi 22. janúar 2022 sem lögregla var kölluð út að heimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún hitti fyrir kærustupar. Konan sagði Kristján Markús hafa kastað kertastjaka í höfuð hennar með þeim afleiðingum að hún fékk gat á höfuðið. Þau hefðu verið í íbúð Kristjáns í Reykjavík. Síðar um nóttina hafði starfsfólk bráðamóttökunnar í Fossvogi samband við lögreglu og tilkynntu að konan væri þangað komin með opið höfuðkúpubrot. Fóru þá tveir lögreglumenn að heimili Kristjáns og handtóku. Í íbúðinni var auk Kristjáns kona í mjög annarlegu ástandi. Konan staðfesti að kærustuparið hefði komið í heimsókn til þeirra fyrr um kvöldið og þau fjögur farið saman í göngutúr. Lagt var hald á fíkniefni og tvær axir í íbúðinni en enginn kertastjaki fannst. Konan sem var í íbúðinni með Kristjáni Markúsi neitaði að gefa skýrslu fyrir dómi vegna tengsla þeirra. Kannaðist ekki við neina árás Kristján sagðist fyrir dómi ekkert geta sagt til um umrædda líkamsárás og ekkert vita hvað hefði komið fyrir konuna. Hún hefði komið heim til hans með einhverja hluti sem hún hefði fengið lánaða en konurnar tvær hefðu þekkst. Hann sagðist ekki muna eftir neinum göngutúr. Hann hefði vaknað við að lögregla reyndi að brjóta upp hurðina á heimili hans um nóttina. Hann myndi ekki hvort þeir hefðu tjáð honum hvert tilefnið væri. Hann hefði talið að um eitthvert lyfjamisferli væri að ræða. Hann kannaðist við fíkniefnin sem fundust en sagðist ekki hafa vitað að axirnar sem voru haldlagðar væru ólöglegar. Geðshræring eða annarlegt ástand? Sérfræðingur á bráðamóttöku stðafesti að áverkarnir á konunni samrýmdust frásögn hennar. Um hefði verið að ræða hættulegt höfuðkúpubrot og mar á heila sem ekki hefði verið hægt að útiloka að yrði alvarlegra. Þá hefði lækninum reynst auðvelt að tala við konuna sem hefði ekkert minnst á gerandann. Hann taldi ekkert benda til annarlegs ástands hjá konunni. Varðandi lýsingar lörgeglumanna klukkustund áður um slíkt ástand sagði læknirinn að hugsanlega hefði verið um að ræða geðshræringu eða hræðslu. Erfitt væri að segja hvers konar hlut hefði verið kastað í konuna en áverkinn hefði litið út fyrir að vera af kertastjaka. Hefði konan lent á gólfinu hefði útlitið verið annað og raunar sjaldgæft að höfuðkúpa brotni við slíkt fall. Þá sæi hann ekki fyrir sér að hún hefði getað lent á borðsbrún eða borðshorni þá það væri mögulegt. Sakaði konuna um þjófnað Konan sagðist hafa farið til Kristjáns ásamt kærasta sínum. hún hefði verið illa klædd, skroppið heim og fengið lánaða úlpu og skó. Þegar hún hefði komið aftur hefði Kristján verið mjög æstur og sakað hana um þjófnað. Hann hefði orðið reiðari og reiðari, hún svo fengið eitthvað í höfuðið og byrjað að svima. Hún hefði ekki séð hverju hefði verið kastað í hana en útilokað væri að það hefði verið hin konan sem sat í sófanum. Kristján hefði svo ákveðið að þau héldu heim til hennar. Á leiðinni hefði hún kastað upp, grátið og hana svimað. Kristján hefði ásakað hana um að vera að vekja á sér athygli og sparkað í fót hennar. Raunar var upphaflega ákært fyrir þetta brot en saksóknari féll frá þeim ákærulið fyrir dómi. Hann hefði komið inn, fengið sér jónu og farið að gramsa í skúffum. Hún hefði beðið eftir að hann færi og þá hringt á sjúkrabíl. Hún hefði sjálf verið undir áhrifum en muna vel hvað hefði gerst. Atburðurinn hefði valdið henni kvíða og áfallastreitu. Kærasti konunnar sagðist ekki hafa séð þegar hlutnum var kastað því hann hefði verið að horfa í aðra átt. Allt í einu hefði kærasta hans verið stórslösuð og Kristján fjúkandi reiður. Á leiðinni yfir í íbúð konunnar hefði Kristján virkað æstur og hann gert sitt besta til að halda friðinn. Löng brotasaga Kristján neitaði sök og sagðist ekkert vita hvað hefði komið fyrir. Héraðsdómur sagði framburð kærustuparsins hjá lögreglu og fyrir dómi hafa verið stöðugan um það sem máli skipti. Kristján hefði upphaflega neitað að konan hefði komið á heimili hans umrætt kvöld en breytti þeim framburði fyrir dómi. Taldi héraðsdómur sannað að Kristján hefði gerst sekur um árásina auk vörslu efna og vopna. Um hefði verið að ræða sérstaklega hættulega líkamsárás. Væri hann því sakfelldur og refsing metin. Við það mat horfði dómurinn til langrar refsisögu Kristjáns sem hefur frá árinu 1998 ítrekað verið dæmdur til refsingar. Sex sinnum hefur hann hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot auk ítrekaðra brota á fíkniefnalögum. Alvarleg og fólskuleg árás án tilefnis Árásin var framin áður en hann hlaut tveggja mánaða dóm fyrir fíkniefnalagabrot snemma árs 2022. Var þetta brot því hegningarauki. Þá hafði brotið ítrekunaráhrif vegna fjögurra ára og níu mánaða dóms sem Kristján hlaut árið 2015 fyrir ofbeldisbrot. Afplánun þess dóms lauk um fjórum árum eftir að dómur féll. Þá var horft til þess að um var að ræða alvarlega, fólskulega og hættulega líkamsárás án nokkurs tilefnis sem beindist að höfði konunnar. Einnig var litið til þess hve langan tíma málið hefði tekið í kerfinu. Skýrslutökum hefði verið lokið degi eftir árásina en ákæra ekki gefin út fyrr en rúmum tveimur árum síðar. Þessi dráttur á málinu kom til refsilækkunar. Var Kristján dæmdur í sextán mánaða fangelsi og til að greiða konunni 800 þúsund krónur í skaðabætur. Sagðist ekki brjóta á saklausu fólki Kristján Markús var í viðtali við Vísi í janúar 2021 en hann hafði þá hafið veðlánastarfsemi. Var hann spurður út í afbrotasögu sína í því samhengi. „Það er voðalega leiðinlegt ef fólk er hrætt við mig, titlar mig illmenni. Ég hef vissulega framið ljóta glæpi sem maður þyrfti að vera illmenni til að framkvæma. En ég hef verið í mikilli neyslu og rugli,“ segir Kristján. „Þetta hefur aldrei verið fólk sem hefur komið saklaust inn í líf mitt,“ segir Kristján. Barnaníðingur og maður sem braust inn til mömmu hans hafi fengið að kenna á því. „En ég hef ekki brotið á saklausu fólki. Ég hef aldrei lamið neinn fyrir peninga, eða hækkað skuld við neinn. Þeir sem þekkja mig vita það.“
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira