„Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Lovísa Arnardóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. nóvember 2024 20:30 Donald Trump verður 47. forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir sigur Trump í forsetakosningunum ekki koma á óvart en það komi á óvart hversu afgerandi hann er. Hann segir hann koma reyndari til baka í forsetaembættið. Það eigi eftir að koma í ljós hver áhrifin á umheiminn eigi eftir að verða. „Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
„Auðvitað lá þetta einhvern veginn í loftinu,“ segir Eiríkur Bergmann um niðurstöðu forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nótt. Niðurstaðan bendi þó til þess að, enn og aftur, hafi skoðanakannafyrirtæki mælt lægra fylgi hjá Trump en hann var raunverulega með. „Kerfisbundið í öllum þessum þremur kosningum.“ Hann segir að kosningarnar hafi að miklu leyti snúist um niðurstöðuna í Pennsylvaníu og það sem er kallað Bláa beltið, það er Michigan og Wisconsin. Þegar ljóst hafi verið að Trump hafi tekið Pennsylvaníu hafi verið ljóst að Kamala Harris væri ekki að fara að vinna. „Þarna tapar hún þessu og á aldrei möguleika eftir þetta. Þegar Pennsylvanía var farin var þetta búið.“ Eiríkur segir það ekki hafa komið sér á óvart að Trump skyldi sigra en það komi á óvart hversu afgerandi sigurinn var. Auk þess að tryggja sér forsetaembættið er líklegt að Repúblikanar tryggi sér einnig meirihluta í öldunga- og fulltrúadeild bandaríska þingsins. Eiríkur segir að með því að hafa þingið líka opnist bein braut fyrir Trump og það sé munurinn á því hvernig það var þegar hann var síðasta forseti, frá 2016 til 2020. Þá sé Trump einnig búinn að raða í Hæstarétt Bandaríkjanna sínu fólki. Því sé lítil andstaða. „Hann er líka núna miklu reyndari núna að takast á við stjórnkerfið þannig hann kemur margfalt sterkari til leiks núna en hann gerði 2016. Fyrir umheiminn mun þetta skipta miklu máli.“ Eiríkur segir Trump einangrunarsinnaðan forseta, hann eigi erfitt að takast á við heimsleiðtoga en geri það eflaust betur núna. Hann hafi hótað að draga Bandaríkin út úr Nató sem færi varnarsamstarfið til Evrópu og svo auk þess geti skollið á viðskiptastríð því Trump sé hlynntur tollum í viðskiptum. Það geti haft áhrif hér. Hlakkar til samstarfsins Þetta talaði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir einnig um í viðtali í dag. Hún sagðist hlakka til samstarfsins með nýjum forseta Bandaríkjanna. Hún segir að talsverð óvissa ríki í kringum yfirlýsingar hans um verulegar tollahækkanir á innfluttar vörur. Þá telur hún að Evrópuþjóðir hafi þegar svarað ákalli Trumps um að hækka framlög sín til Nató. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður okkar er enn í Bandaríkjunum, hefur verið þar í aðdraganda kosninga og svo nú eftir úrslitin.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11 Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Kamala Harris forsetaframbjóðandi demókrata, sem laut í lægra haldi gegn Donald Trump frambjóðanda repúblikana, er búin að ræða við þann síðarnefnda og játa ósigur. Hún sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt en hyggst gera það síðar í kvöld. 6. nóvember 2024 19:11
Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn gengu að kjörborðinu á þriðjudag til að velja sér nýjan forseta til næstu fjögurra ára. Kannanir bentu til þess að að mjög lítill munur yrði á fylgi frambjóðenda en þegar leið á nóttina er ljóst að Donald Trump er líklegur til að sigra Kamölu Harris. 5. nóvember 2024 09:52