„Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2024 10:17 Fida Abu Libdeh framkvæmdastjóri Geosilica. Vísir/Vilhelm Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica sem fluttist á unglingsárum til Íslands frá Palestínu, segist vera dæmi um barn sem tók ekki í höndina á kvenkennara sínum. Sé rétt staðið að málum gæti barn sem ekki taki í höndina á kennara sínum einn daginn náð langt, jafnvel orðið formaður Sjálfstæðisflokksins. Fida skipar fjórða sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi. Hún stingur niður penna í tilefni ummæla Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í hlaðvarpinu Ein pæling. Þar sagði Bjarni meðal annars dapurt að horfa upp á börn frá öðrum menningarheimum sem neituðu að taka í höndina á kvenkyns kennurum. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði svo í nýlegri skoðunargrein á Vísi að velflestir Íslendingar hlytu að vera sammála því að mikilvægt væri að vera vakandi gagnvart dapurlegum dæmum um að börn hefðu neitað að taka í hönd á kvenkyns kennurum. Fida vekur athygli á því hve hættulegt geti verið að festa börn í stereótýpur og búa til sögur sem nýtist í pólitískum tilgangi. Hún rifjar upp aðdraganda komu sinnar til Íslands á sínum tíma. Barnshugur fullur af ótta „Þegar ég kom hingað til Íslands sem sextán ára gömul stúlka frá Palestínu, var ég síður en svo upplitsdjörf. Bakgrunnur minn var flókinn: Faðir minn var blaðamaður sem skrifaði gegn óréttlæti og var reglulega handtekinn, stundum haldið í allt að sex mánuði án dóms eða laga, aldrei lengur því aldrei var hann ákærður fyrir neitt. Barnshugur minn var fullur af ótta um að hann væri verið að pynta og ég óttaðist sífellt hvað myndi gerast næst. Að lokum gafst móðir mín upp á erfiðleikunum og flutti með okkur systkinin til Íslands í leit að öruggara lífi.“ Fida segist reyna að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og fyrirmynd sem kona af erlendum uppruna. Hún segir vel mega vera að hún hafi ekki komið fyrir sem fyrirmyndarbarn á þeim tíma. „Ég var táningsstúlka, jafn óörugg og þær eru margar á þessum aldri, en ég var líka í ókunnugu landi þar sem ég þekkti engan, kunni ekki tungumálið, skildi ekki menninguna, var óörugg með húðlitinn minn og klæddi mig öðruvísi en jafnaldrar mínir. Þó að mér hafi gengið vel í raungreinum eins og stærðfræði, gekk mér illa í dönsku og íslensku.“ Neyddist til að hætta í skóla við átján ára aldur Kennarar hafi gert ráð fyrir að erfiðleikarnir tengdust uppruna hennar. Löngu seinna hafi komið í ljós að hún var lesblind og örðugleikarnir því ekki átt neitt skylt við menningu eða uppruna. Til að forðast bókleg för á borð við dönsku fór Fida að læra bifvélavirkjun í Iðnskólanum. „En þegar ég varð 18 ára neyddi kerfið mig til að hætta í skóla og fara að vinna. Samkvæmt reglum þurfa innflytjendur að sanna framfærslugetu sína þegar þeir teljast fullorðnir, nema foreldrar þeirra hafi háar tekjur – sem er sjaldgæft hjá fólki sem er nýkomið til landsins. Þetta var erfitt, því ég vissi að menntun væri leið mín til betra lífs og þar sem ég gat ekki haldið áfram í skóla fékk ég mikið færri tækifæri til að eignast vini eða taka þátt í félagslífi en og jafnaldrar mínir af íslenskum uppruna. Þannig er staða ungmenna í hópi innflytjenda enn í dag.“ Þær systur hafi unnið hvar sem vinnu var að fá næstu árin svo sem í fiski og bakaríi. „Vinnuveitendur þurftu að sækja um dvalarleyfi fyrir okkur og það var erfitt að fá umsagnaraðila eða atvinnu. Við gáfumst samt ekki upp. Við unnum hörðum höndum og sóttum kvöldskóla í FB samhliða vinnu, þar sem við reyndum að komast áfram í náminu. Dagarnir voru langir – 10-12 tíma vinnudagar, og síðan kvöldskóli þar sem ég lærði íslensku á sama stigi og íslenskir nemendur. Ég var þreytt og óörugg og ég hef eflaust ekki horft djúpt í augun á kennurunum mínum eða tekið eftir útréttri hönd þeirra á þessum tíma – frekar en í grunnskóla.“ Slapp við dönskuna Árið 2007 hafi opnast nýjar dyr þegar hún hóf nám í Háskólabrú Keilis. Þar hafi hún fengið undanþágu frá dönskunni til að klára stúdentinn sem hafi markað tímamót í lífi hennar. Framan af var æska Fidu ósköp venjuleg í Jerúsalem þar sem lífið gekk út á að ganga í skóla og leika við vini. En allt breyttist þegar stríðið braust út. Fida segir fyrstu árin á Íslandi hafa verið ógeðslega erfið og þá ekki síst baráttan við að reyna að vera í skóla og mennta sig, sem oftar en ekki reyndist mjög erfitt fyrir nýbúa. Ekki síst vegna krafna um dönskukennslu, framfærsluskyldu og fleira sem kerfið vildi ekki hagga. Fida lauk meistaragráðu sinni frá HR árið 2015. „Ég lauk síðan námi í orku- og umhverfisverkfræði frá HÍ og MBA nám við HR, þar sem ég ásamt samnemanda mínum stofnaði GeoSilica. Það sem hófst sem rannsóknarverkefni í háskólanum þróaðist í alvöru fyrirtæki. Nýsköpun kallar á mikla þrautseigju og það er ekkert áhlaupaverkefni fyrir þá sem gefast auðveldlega upp. Orkugeirinn er mjög karllægur og aðeins 2% af nýsköpunarfjármagni rennur til fyrirtækja sem stjórnað er af konum. Þrátt fyrir þetta hefur GeoSilica náð árangri. Í dag er áhersla okkar á Evrópumarkað, þar sem 70% af tekjum okkar koma frá. Það krafðist mikillar vinnu en það hefur borgað sig. Framtíðarmarkmið mitt er að vinna að frekari vexti GeoSilica, en ég legg líka mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og íslensku samfélagi. Ég vil vera fyrirmynd og vekja athygli á mikilvægi þess að hlusta á og virða sjónarmið innflytjenda. Ég verð ævinlega þakklát íslenskum konum sem hafa stutt mig á þessari leið, almenningi sem lét sér ekki standa á sama um mig.“ Henni þyki vænt um að geta fært verðmæti til íslensks samfélags. Vandamálið gæti verið alls óskylt menningu „Mér þykir vænt um að geta verið fyrirmynd í augum innflytjendabarna. Mér þykir vænt um að hafa ekki bugast undan kerfi sem gerði mér ekki kleift að vera í námi og eignast vini eins og innfæddir Íslendingar fengu. Ég segi þessa sögu samt ekki til að hreykja mér af verkum mínum, heldur til að minna á að barnið sem ekki vildi taka í hönd kvenkennarans gæti verið að glíma við eitthvað sem er alls óskylt menningu – kannski er eitthvað allt annað sem hvílir á því. Í ár hafa 20 drengir á grunnskólaaldri fengið alþjóðlega vernd hér á landi, utan Úkraínu. Þarf það að vera svo flókið að nálgast barnið sem neitaði að taka í höndina á kennaranum og kanna hvort eitthvað ami að, frekar en að gera þessa hegðun að pólitískri áróðurssögu?“ Meðstofnandi Fidu í GeoSilica er Burkni Pálsson en upphaflega varð hugmyndin til þegar þau voru saman í háskólanámi. Fida og Burkni fengu styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís árið 2014 og nokkrum árum síðar fjármagn frá fjárfestum til að hefja sókn á erlendum mörkuðum. Fida á þrjár dætur með eiginmanni sínum Jóni Kristni Ingvasyni og segist ævinlega þakklát stuðningi hans og íslenskra kvenna á Íslandi. Betra sé að spyrja börnin hvort eitthvað ami að og leita leiða til að þau nái að þroska áhugamál sín og styrkleika í þágu samfélagsins. „Hver veit nema að barnið sem ekki vildi taka í höndina á kennara sínum muni stofna verðmætt fyrirtæki síðar eða verði jafnvel næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Barn sem vex upp, fær tækifæri til að blómstra, ann samfélaginu sínu og leggur því eitthvað nýtt til.“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Fida skipar fjórða sæti hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi. Hún stingur niður penna í tilefni ummæla Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra í hlaðvarpinu Ein pæling. Þar sagði Bjarni meðal annars dapurt að horfa upp á börn frá öðrum menningarheimum sem neituðu að taka í höndina á kvenkyns kennurum. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði svo í nýlegri skoðunargrein á Vísi að velflestir Íslendingar hlytu að vera sammála því að mikilvægt væri að vera vakandi gagnvart dapurlegum dæmum um að börn hefðu neitað að taka í hönd á kvenkyns kennurum. Fida vekur athygli á því hve hættulegt geti verið að festa börn í stereótýpur og búa til sögur sem nýtist í pólitískum tilgangi. Hún rifjar upp aðdraganda komu sinnar til Íslands á sínum tíma. Barnshugur fullur af ótta „Þegar ég kom hingað til Íslands sem sextán ára gömul stúlka frá Palestínu, var ég síður en svo upplitsdjörf. Bakgrunnur minn var flókinn: Faðir minn var blaðamaður sem skrifaði gegn óréttlæti og var reglulega handtekinn, stundum haldið í allt að sex mánuði án dóms eða laga, aldrei lengur því aldrei var hann ákærður fyrir neitt. Barnshugur minn var fullur af ótta um að hann væri verið að pynta og ég óttaðist sífellt hvað myndi gerast næst. Að lokum gafst móðir mín upp á erfiðleikunum og flutti með okkur systkinin til Íslands í leit að öruggara lífi.“ Fida segist reyna að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og fyrirmynd sem kona af erlendum uppruna. Hún segir vel mega vera að hún hafi ekki komið fyrir sem fyrirmyndarbarn á þeim tíma. „Ég var táningsstúlka, jafn óörugg og þær eru margar á þessum aldri, en ég var líka í ókunnugu landi þar sem ég þekkti engan, kunni ekki tungumálið, skildi ekki menninguna, var óörugg með húðlitinn minn og klæddi mig öðruvísi en jafnaldrar mínir. Þó að mér hafi gengið vel í raungreinum eins og stærðfræði, gekk mér illa í dönsku og íslensku.“ Neyddist til að hætta í skóla við átján ára aldur Kennarar hafi gert ráð fyrir að erfiðleikarnir tengdust uppruna hennar. Löngu seinna hafi komið í ljós að hún var lesblind og örðugleikarnir því ekki átt neitt skylt við menningu eða uppruna. Til að forðast bókleg för á borð við dönsku fór Fida að læra bifvélavirkjun í Iðnskólanum. „En þegar ég varð 18 ára neyddi kerfið mig til að hætta í skóla og fara að vinna. Samkvæmt reglum þurfa innflytjendur að sanna framfærslugetu sína þegar þeir teljast fullorðnir, nema foreldrar þeirra hafi háar tekjur – sem er sjaldgæft hjá fólki sem er nýkomið til landsins. Þetta var erfitt, því ég vissi að menntun væri leið mín til betra lífs og þar sem ég gat ekki haldið áfram í skóla fékk ég mikið færri tækifæri til að eignast vini eða taka þátt í félagslífi en og jafnaldrar mínir af íslenskum uppruna. Þannig er staða ungmenna í hópi innflytjenda enn í dag.“ Þær systur hafi unnið hvar sem vinnu var að fá næstu árin svo sem í fiski og bakaríi. „Vinnuveitendur þurftu að sækja um dvalarleyfi fyrir okkur og það var erfitt að fá umsagnaraðila eða atvinnu. Við gáfumst samt ekki upp. Við unnum hörðum höndum og sóttum kvöldskóla í FB samhliða vinnu, þar sem við reyndum að komast áfram í náminu. Dagarnir voru langir – 10-12 tíma vinnudagar, og síðan kvöldskóli þar sem ég lærði íslensku á sama stigi og íslenskir nemendur. Ég var þreytt og óörugg og ég hef eflaust ekki horft djúpt í augun á kennurunum mínum eða tekið eftir útréttri hönd þeirra á þessum tíma – frekar en í grunnskóla.“ Slapp við dönskuna Árið 2007 hafi opnast nýjar dyr þegar hún hóf nám í Háskólabrú Keilis. Þar hafi hún fengið undanþágu frá dönskunni til að klára stúdentinn sem hafi markað tímamót í lífi hennar. Framan af var æska Fidu ósköp venjuleg í Jerúsalem þar sem lífið gekk út á að ganga í skóla og leika við vini. En allt breyttist þegar stríðið braust út. Fida segir fyrstu árin á Íslandi hafa verið ógeðslega erfið og þá ekki síst baráttan við að reyna að vera í skóla og mennta sig, sem oftar en ekki reyndist mjög erfitt fyrir nýbúa. Ekki síst vegna krafna um dönskukennslu, framfærsluskyldu og fleira sem kerfið vildi ekki hagga. Fida lauk meistaragráðu sinni frá HR árið 2015. „Ég lauk síðan námi í orku- og umhverfisverkfræði frá HÍ og MBA nám við HR, þar sem ég ásamt samnemanda mínum stofnaði GeoSilica. Það sem hófst sem rannsóknarverkefni í háskólanum þróaðist í alvöru fyrirtæki. Nýsköpun kallar á mikla þrautseigju og það er ekkert áhlaupaverkefni fyrir þá sem gefast auðveldlega upp. Orkugeirinn er mjög karllægur og aðeins 2% af nýsköpunarfjármagni rennur til fyrirtækja sem stjórnað er af konum. Þrátt fyrir þetta hefur GeoSilica náð árangri. Í dag er áhersla okkar á Evrópumarkað, þar sem 70% af tekjum okkar koma frá. Það krafðist mikillar vinnu en það hefur borgað sig. Framtíðarmarkmið mitt er að vinna að frekari vexti GeoSilica, en ég legg líka mikla áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélagi fólks af erlendum uppruna og íslensku samfélagi. Ég vil vera fyrirmynd og vekja athygli á mikilvægi þess að hlusta á og virða sjónarmið innflytjenda. Ég verð ævinlega þakklát íslenskum konum sem hafa stutt mig á þessari leið, almenningi sem lét sér ekki standa á sama um mig.“ Henni þyki vænt um að geta fært verðmæti til íslensks samfélags. Vandamálið gæti verið alls óskylt menningu „Mér þykir vænt um að geta verið fyrirmynd í augum innflytjendabarna. Mér þykir vænt um að hafa ekki bugast undan kerfi sem gerði mér ekki kleift að vera í námi og eignast vini eins og innfæddir Íslendingar fengu. Ég segi þessa sögu samt ekki til að hreykja mér af verkum mínum, heldur til að minna á að barnið sem ekki vildi taka í hönd kvenkennarans gæti verið að glíma við eitthvað sem er alls óskylt menningu – kannski er eitthvað allt annað sem hvílir á því. Í ár hafa 20 drengir á grunnskólaaldri fengið alþjóðlega vernd hér á landi, utan Úkraínu. Þarf það að vera svo flókið að nálgast barnið sem neitaði að taka í höndina á kennaranum og kanna hvort eitthvað ami að, frekar en að gera þessa hegðun að pólitískri áróðurssögu?“ Meðstofnandi Fidu í GeoSilica er Burkni Pálsson en upphaflega varð hugmyndin til þegar þau voru saman í háskólanámi. Fida og Burkni fengu styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís árið 2014 og nokkrum árum síðar fjármagn frá fjárfestum til að hefja sókn á erlendum mörkuðum. Fida á þrjár dætur með eiginmanni sínum Jóni Kristni Ingvasyni og segist ævinlega þakklát stuðningi hans og íslenskra kvenna á Íslandi. Betra sé að spyrja börnin hvort eitthvað ami að og leita leiða til að þau nái að þroska áhugamál sín og styrkleika í þágu samfélagsins. „Hver veit nema að barnið sem ekki vildi taka í höndina á kennara sínum muni stofna verðmætt fyrirtæki síðar eða verði jafnvel næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Barn sem vex upp, fær tækifæri til að blómstra, ann samfélaginu sínu og leggur því eitthvað nýtt til.“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Alþingiskosningar 2024 Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira