Steinunn og Ingimar Íslandsmeistarar í CrossFit: „Stolt af sjálfri mér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2024 07:31 Steinunn Anna Svansdóttir og Ingimar Jónsson áttu bæði mjög flotta helgi og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Instagram Steinunn Anna Svansdóttir og Ingimar Jónsson tryggðu sér um helgina Íslandsmeistaratitlana í CrossFit. Ingimar var að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum því hann vann hann einnig titilinn 2020 og 2022. Steinunn Anna varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þvílík helgi,“ skrifaði Steinunn Anna á samfélagsmiðla sína. „Náði öllum þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir þessa helgi og árangurinn skilaði sér í þetta sinn. Stolt af sjálfri mér, vinnunni sem liggur að baki, og að vera partur af þessu geggjaða samfélagi,“ skrifaði Steinunn. Steinunn fékk alls 650 stig eða tíu stigum meira en Elín Birna Hallgrímsdóttir sem varð önnur. Þriðja var síðan Birta Líf Þórarinsdóttir með 625 stig. Steinunn vann tvær greinar og varð í öðru sæti í þremur greinum til viðbótar. Hún náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Elín Birna endaði frábærlega með því að vinna tvær síðustu greinarnar og þrjár af síðustu fjórum. Áttunda sætið í fimmtu greininni reyndist henni dýrkeypt. Birta Líf og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir náðu einnig að vinna grein en Guðbjörg Ósk endaði í fimmta sætinu á eftir Hjördísi Ósk Óskarsdóttur sem varð fjóra. Ingimar fékk 660 stig eða fimmtán stigum meira en Rökkvi Hrafn Guðnason sem varð annar með 645 stig. Í þriðja sætinu varð síðan Bergur Sverrisson með 630 stig. Ingimar vann þrjár greinar og varð í öðru sæti í tveimur greinum til viðbótar. Hann náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Rökkvi Hrafn vann fyrstu og síðustu grein keppninnar en Bergur vann einnig tvær greinar. Verðlaunahafarnir þrír voru því þeir einu sem unnu grein í keppninni. Fjórði í karlakeppninni varð Tryggvi Þór Logason og með jafnmörg stig í fimmta sætinu urðu síðan Böðvar Tandri Reynisson og Viktor Ólafsson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Sjá meira
Ingimar var að vinna Íslandsmeistaratitilinn í þriðja sinn á fjórum árum því hann vann hann einnig titilinn 2020 og 2022. Steinunn Anna varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn. „Þvílík helgi,“ skrifaði Steinunn Anna á samfélagsmiðla sína. „Náði öllum þeim markmiðum sem ég setti mér fyrir þessa helgi og árangurinn skilaði sér í þetta sinn. Stolt af sjálfri mér, vinnunni sem liggur að baki, og að vera partur af þessu geggjaða samfélagi,“ skrifaði Steinunn. Steinunn fékk alls 650 stig eða tíu stigum meira en Elín Birna Hallgrímsdóttir sem varð önnur. Þriðja var síðan Birta Líf Þórarinsdóttir með 625 stig. Steinunn vann tvær greinar og varð í öðru sæti í þremur greinum til viðbótar. Hún náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Elín Birna endaði frábærlega með því að vinna tvær síðustu greinarnar og þrjár af síðustu fjórum. Áttunda sætið í fimmtu greininni reyndist henni dýrkeypt. Birta Líf og Guðbjörg Ósk Sveinsdóttir náðu einnig að vinna grein en Guðbjörg Ósk endaði í fimmta sætinu á eftir Hjördísi Ósk Óskarsdóttur sem varð fjóra. Ingimar fékk 660 stig eða fimmtán stigum meira en Rökkvi Hrafn Guðnason sem varð annar með 645 stig. Í þriðja sætinu varð síðan Bergur Sverrisson með 630 stig. Ingimar vann þrjár greinar og varð í öðru sæti í tveimur greinum til viðbótar. Hann náði því tveimur efstu sætunum í fimm af sjö greinum. Rökkvi Hrafn vann fyrstu og síðustu grein keppninnar en Bergur vann einnig tvær greinar. Verðlaunahafarnir þrír voru því þeir einu sem unnu grein í keppninni. Fjórði í karlakeppninni varð Tryggvi Þór Logason og með jafnmörg stig í fimmta sætinu urðu síðan Böðvar Tandri Reynisson og Viktor Ólafsson. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Sjá meira