Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í fallbaráttunni og í kapphlaupinu um Evrópusætin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2024 06:01 HK-ingar eiga enn raunhæfa von um að bjarga sér frá falli úr Bestu deildinni, eftir dramatískan sigur gegn Fram í gærkvöld. vísir/Diego Lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta verður í sviðsljósinu í dag en allir leikir nema úrslitaleikurinn um titilinn fara þá fram og verða í beinni á sportstöðvunum. Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers Dagskráin í dag Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira
Það verður líka sýnt beint frá úrvalsdeildinni í pílukasti, leikur sýndur úr NBA deildinni í körfubolta, annar úrslitaleikurinn í bandaríska hafnaboltanum verður í beinni og svo er sýnt frá tímatökunni í formúlu 1 kappakstrinum i Mexíkó. Fallbaráttuleikirnir í Bestu deild karla fara fram klukkan tvö en leikirnir í Evrópubaráttinni klukkan 16.15. HK og Vestri reyna að forðast fallið en Fylkismenn eru þegar fallnir. HK heimsækir KR-inga í Vesturbæinn en Vestramenn taka á móti föllnum Fylkismönnum. Fylkismenn gætu því mögulega rekið Djúpmenn með sér niður í Lengjudeildina. Það verður líka barist um síðasta Evrópusætið en Valsmenn og Stjörnumenn eiga enn möguleika á því að spila í Evrópu næsta sumar. Valsmenn eru með tveggja stiga forskot á Stjörnuna en Valsmenn fá Skagamenn í heimsókn á Hlíðarenda. Jafntefli ætti að nægja Val því þeir eru með tólf stiga forskot í markatölu. Stjörnumenn taka á sama tíma á móti nágrönnum sínum í FH í Garðabænum. Þeir þurfa að vinna og treysta á það að Valsmenn fái ekki stig. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag. Stöð 2 Sport Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik KR og HK í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Vals og ÍA í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 18.20 fara Ísey Tilþrifin í loftið en þar verður farið yfir mörkin úr öllum leikjum dagsins i Bestu deild karla í fótbolta. Klukkan 19.00 hefst útsending frá úrvalsdeildinni í pílukasti. Stöð 2 Sport 2 Klukkan 21.00 hefst útsending frá leik Denver Nuggets og Los Angeles Clippers í NBA deildinni í körfubolta. Stöð 2 Sport 4 Klukkan 1.30 eftir miðnætti hefst útsending frá Maybank Championship golfmótinu á LPGA mótaröðinni. Mótið er haldið í Kuala Lumpur í Malasíu. Stöð 2 Sport 5 Klukkan 13.45 hefst útsending frá leik Fram og KA í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta Klukkan 16.05 hefst útsending frá leik Stjörnunnar og FH í efri hluta Bestu deild karla í fótbolta Besta deildin 1 Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Vestra og Fylkis í neðri hluta Bestu deild karla í fótbolta. Vodafone Sport Klukkan 11.20 hefst útsending frá leik Bristol City og Leeds í ensku b-deildinni. Klukkan 13.50 hefst útsending frá leik Derby County og Hull City í ensku b-deildinni. Klukkan 17.25 hefst útsending frá æfingu þrjú í Formúlu 1 í Mexíkó. Klukkan 20.55 hefst útsending frá tímatökunni í Formúlu 1 í Mexíkó. Á miðnætti hefst annar leikurinn í World Series í bandaríska hafnaboltanum á milli New York Yankees og Los Angeles Dodgers
Dagskráin í dag Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Sjá meira