Innlent

Sonur hinnar látnu í gæslu­varð­hald

Jón Þór Stefánsson skrifar
Viðbragðsaðilum var tilkynnt um málið um miðnætti í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fóru á vettvang sem er íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti.
Viðbragðsaðilum var tilkynnt um málið um miðnætti í gærkvöldi. Viðbragðsaðilar fóru á vettvang sem er íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti. Vísir/Vilhelm

Karlmaður um fertugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. nóvember næstkomandi vegna rannsóknar á andláti móður hans, konu á sjötugsaldri, sem fannst látin í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti í nótt.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar kemur fram að maðurinn sé sonur hinnar látnu, og að hann hafi verið á handtekinn á vettvangi.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur að lögreglu hafi borist tilkynning um málið um miðnætti í gærkvöldi, og þá þegar hafi viðbragðsaðilar haldið á vettvang, sem var í íbúð fjölbýlishúss í Breiðholti. 

„Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var konan úrskurðuð látin. Maðurinn, sem var handtekinn á staðnum, er sonur hinnar látnu,“ segir í tilkynningu lögreglu. 

Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×