Innlent

Með and­lát konu á sjö­tugs­aldri til rann­sóknar

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn málsins er á frumstigi.
Rannsókn málsins er á frumstigi.

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti konu á sjötugsaldri.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða alvarlega líkamsárás í póstnúmeri 109 sem er Neðra-Breiðholt og greint var frá í dagbók lögreglunnar í morgun.

Tilkynnt var um málið um miðnættið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það. Rannsókn málsins er sögð á frumstigi. 

Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild segir málið á viðkvæmu stigi og ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á netfangið [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×