„Jafn óábyrgt og að slíta stjórninni“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. október 2024 11:54 Finnbjörn A. Hermannsson er forseti ASÍ. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambandsins segir að með stjórnarslitum séu ráðandi öfl að hlaupast undan verkefninu, loks þegar árangur sé að nást í baráttu við háa vexti og verðbólgu. Hann kveðst gáttaður á því Vinstri græn taki ekki þátt í starfsstjórn. Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Í ræðu sinni í upphafi þings Alþýðusambands Íslands sagði forseti sambandsins verkalýðshreyfinguna hafa lagt mikið á sig við gerð síðustu kjarasamninga, sem hafi lagt grunn að hjöðnun verðbólgu og lækkun verðbólgu. Loks hafi tekið að glytta í árangur og vaxtalækkanir. „Þá gefast ráðandi pólitísk öfl upp á verkefninu. Slíta stjórnarsamstarfinu og bjóða þjóðinni upp á aukna óvissu og í raun allsherjar ringulreið,“ sagði Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, í ræðu sinni í morgun. Ráðamenn hafi tekið hagsmuni sína og flokka sinna fram yfir almannahagsmuni. Ábyrgð VG ekki minni en Sjálfstæðisflokks Í samtali við fréttastofu segir Finnbjörn að ábyrgðin liggi hjá öllum stjórnarflokkunum. „Það verður bara að sýna meiri ábyrgð og þessi efnahagsstjórn sem við höfum búið við að undanförnu hún segir okkur að það er bara ekki nógu vel að verki staðið.“ Hann er hissa á ákvörðun Vinstri grænna um að taka ekki þátt í starfsstjórn fram að kosningum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert þau eru að fara, en það er bara þeirra mál. Mér finnst það jafn óábyrgt og að slíta stjórninni.“ Enginn Guðmundur Ingi Fyrirhugað var að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem var félags- og vinnumarkaðsráðherra þangað til í dag, myndi ávarpa þingið. Í ljósi þess að Vinstri græn taka ekki þátt í starfsstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn, og Guðmundur Ingi því ekki lengur ráðherra, var hann tekinn af dagskrá þingsins. „Þá er óeðlilegt að hann sé að ávarpa þingið. Hann væri að ávarpa þingið í nafni embættis síns, þá er ekkert óeðlilegt að við tökum hann af mælendaskrá,“ segir Finnbjörn. Á leið í framboð en ekki til þings Nú þegar Alþingiskosningar eru á næsta leiti, 30. nóvember næstkomandi, geta blaðamenn varla rætt við viðmælendur sína án þess að spyrja þá hvort þeir stefni á þing. Var þetta framboðsræða hjá þér í morgun? Ertu á leið í framboð? „Nei, ég er ekki á leið í framboð. Eða jú, ég er á leið í framboð í Alþýðusambandinu, en ekki til þings,“ segir Finnbjörn að lokum, og hlær við.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Kjaramál Vinstri græn ASÍ Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02 Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40 „Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Bein útsending ASÍ: Heilbrigðisþjónusta, auðlindir og orkumál 46. þing Alþýðusambands Íslands fer fram á Hilton hótel í Reykjavík í dag og hefst klukkan 10. Beint streymi verður frá þinginu á Vísi. 16. október 2024 09:02
Ráðherra af dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna sem lauk störfum sem félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í gær ávarpar ekki 46. þing Alþýðusambands Íslands í dag eins og til stóð. Hann hefur verið tekinn af dagskrá þingsins. 16. október 2024 09:40
„Tímapunkturinn finnst mér afleitur“ Varaformaður Vinstri grænna segir tíma Vinstri grænna með Sjálfstæðisflokknum liðinn. Hann sakar forsætisráðherra um trúnaðarbrest með því að hafa fellt ríkisstjórnina án þess að tala við formenn hinna stjórnarflokkanna. Þess vegna verði ráðherrar Vinstri grænna ekki með í starfsstjórn. 15. október 2024 18:59