Allt varð vitlaust í handboltaleik: Einn bitinn og hrækt á þjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 08:02 Spánverjinn Jorge Maqueda fékk rautt spjald fyrir það að bíta mótherja sinn í toppslagnum í pólska handboltanum. Getty/Alex Davidson Það varð hreinlega allt vitlaust í stórleik pólska handboltans á milli Wisla Plock og Industria Kielce í gær. Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig. Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar. Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald. Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan. Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn. Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann. Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“. Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða. Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vHBO6AsAeMQ">watch on YouTube</a> Pólski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig. Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar. Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald. Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan. Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn. Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann. Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“. Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða. Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala. Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=vHBO6AsAeMQ">watch on YouTube</a>
Pólski handboltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira