Lögin um það sem er bannað Helgi Brynjarsson skrifar 4. október 2024 08:31 Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ólíkt því sem margir kunna að halda endurspeglast pólitísk sýn og stefna stjórnmálaflokka alla jafna ekki í frumvörpum ráðherra ríkisstjórnar, þ.e. í svokölluðum stjórnarmálum. Margvíslegar málamiðlanir geta skotið þar upp kollinum, sér í lagi í samstarfi við stjórnlynda flokka, svo dæmi sé tekið. Háir það jafnan ráðherrum. Þingmenn eru aftur á móti lausir við slíkar kvaðir. Besta leiðin til að kíkja undir húddið felst í þannig öllu heldur í því að rýna frumvörp og þingsályktanir þingmanna, þ.e. svokölluð þingmannamál. Frumvörp og þingsályktanir þingmanna, svokölluð þingmannamál, eru líkast til besta leiðin til að átta sig raunverulega á pólitískri sýn og stefnu stjórnmálaflokka. Öfugt við frumvörp frá ráðherrum, svokölluð stjórnarmál, geta þingmenn lagt fram sín mál án nokkurra málamiðlana við stjórnlynda samstarfsflokka sína eins og oft vill hái ráðherrum. Afstaða stjórnmálaflokka til frelsi einstaklingsins eru æði mismunandi. Sést það bersýnilega á þingmálaskrá Alþingis um þessar mundir. Hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins myndað sér ákveðna sérstöðu þegar kemur að því að vernda frelsi borgaranna og takmarka afskipti ríkisins af daglegu lífi fólks. Má þar t.d. nefna frumvörp um lögleiðingu bardagaíþrótta, netsölu áfengis, félagafrelsi á vinnumarkaði sem og þingsályktun um að leyfa dánaraðstoð. Áhugi annarra flokka á slíkum málum er hins vegar mjög takmarkaður og sæta framangreind frelsismál oft og tíðum harðri gagnrýni úr þeirra herbúðum. Kaldhæðnislega er andstaðan jafnan mest frá flokkum sem skreyta sig með fjöðrum frjálslyndis dags daglega. Þegar þessir sömu flokkar eru ekki uppteknir við að sjá málum Sjálfstæðismanna um aukið frelsi allt til foráttu, leggja þeir gjarnan fram sín eigin mál sem snúa þvert á móti að því að banna allt á milli himins og jarðar. Virðist áherslan einna helst vera á að banna atvinnustarfsemi sem er þeim ekki þóknanleg. Líkast til hafa sjaldan, eða aldrei, verið lögð fram jafn mörg mál um að banna hitt og þetta og á yfirstandandi löggjafarþingi. Píratar fremstir meðal jafningja Fyrir fram hefði margur haldið að í framlagningu bannmála færi fremstur í flokki rótgróin foræðishyggjuflokkur, líkt og VG eða Samfylkingin. Raunin er hins vegar sú að þingmenn þeirra komast ekki með tærnar þar sem kollegar þeirra í Pírötum hafa hælana, og það þrátt fyrir að Píratar hafi gert heiðarlega tilraun til að mála sig frjálslynda, með mjög takmörkuðum árangri þó eins og birtist glögglega þegar málflutningur þeirra á Alþingi er skoðaður. Píratar eru nefnilega flutningsmenn á heilum fimm þingmálum sem snúa að því að banna atvinnustarfsemi, m.a. bann við olíuleit, hvalveiðum, blóðmerahaldi og sjókvíeldi. Botninum náð? Hápunkturinn (eða lágpunkturinn) er þó vafalaust þingsályktunartillaga um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti, sem og á vörum eða þjónustu sem notast við jarðefnaeldsneyti. Þeir sem hafa fengið sig fullsadda af frelsi fólks til að auglýsa sólarlandaferðir, bifreiðar, gasgrill og sláttuvélar geta glaðst yfir þessari framtakssemi VG og Pírata, sem standa að baki þinsályktunartillögunni. Það gildir þó ekki um okkur hin sem lítum ekki á slíkar auglýsingar sem stórvægilega ógn sem nauðsynlegt sé að banna með lögum. Þeir sem aðhyllast einstaklingsfrelsi eiga mjög skýran kost í næstu kosningum enda einn flokkur sem stendur öðrum óneitanlega framar í þeim efnum. Valið er aftur á móti mun flóknara fyrir þá sem vilja ekkert frekar en að hafa vit fyrir öðrum og hafa óbeit á frelsi manna til athafna og atvinnu, enda margir flokkar á þingi sem deila þeirri lífsskoðun. Því miður. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun