Kveðst tilbúinn í kosningar þegar „þessi ríkisstjórn springur loksins“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. september 2024 13:40 Arnar Þór Jónsson boðar stofnun Lýðræðisflokksins. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Jónsson vill aukið beint lýðræði, efla öryggi landsmanna og tryggja frelsi einstaklingsins með stofnun nýs stjórnmálaflokks. Hann kveðst hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks sem sumt hafi reynslu úr öðrum stjórnmálaflokkum og stefnan sé sett á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Arnar Þór, sem er hæstaréttarlögmaður, hafði þegar gefið út að hann hefði í hyggju að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Hann hafði áður átt í viðræðum við Miðflokkinn en þær viðræður fjöruðu út og ekki varð að því að Arnar gengi til liðs við flokkinn. Í morgun sendi Arnar svo frá sér tilkynningu um stofnun Lýðræðisflokksins. „Lýðræðisflokkurinn er stofnaður til þess að bregðast við aðsteðjandi vanda í íslenskum stjórnmálum og í íslenskum landsmálum. Innviðir okkar góða þjóðfélags eru við það að bresta og það verður að bregðast núna við með skjótum hætti og mér sýnist að þeir flokkar sem að fyrir eru og hafa haft tíma til þess að bregðast við séu ekki að fara að gera það,“ segir Arnar Þór í samtali við fréttastofu. Vill þjóðaratkvæðagreiðslur um fleiri mál Arnar Þór var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins 2021 og 2022 en hann sagði sig úr flokknum á sama tíma og hann tilkynnti um forsetaframboð í janúar síðastliðnum. Aðspurður hvaða stefnu flokkurinn hyggist bjóða segist Arnar meðal annars leggja áherslu á aukið beint lýðræði. „Við viljum efla lýðræðislega rödd almennings í landinu. Gefa þeim kost á að tjá sig í beinum kosningum oftar um mikilvæg mál. Við viljum efla öryggi landsmanna, standa vörð um frelsi einstaklingsins og frelsi þjóðarinnar og tryggja öryggi landsmanna eins og hægt er og efla hagvöxt,“ segir Arnar. Hann vill meina að stefna flokksins sé „hófsöm, frjálslynd og vinsamleg öllum mönnum.“ Spurður nánar um hvað hann eigi við um aukið beint lýðræði og fleiri þjóðaratkvæðagreiðslur nefnir Arnar sem dæmi vopnakaup á vegum ríkisins. „Um slík mál er eðlilegt að almenningur fái að tjá sig og það er hægt í nútímanum að gera það með auðveldum hætti. Beint lýðræði er svar okkar við þessari rénun í lýðræðiskerfinu sem að við búum við. Þetta er orðið stofnanavætt og almenningur á ekki gott með að hafa áhrif,“ segir Arnar. Flokksmenn úr ýmsum áttum Hann kveðst þegar hafa fengið til liðs við sig fjölda fólks í flokkinn sem stefni á að bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþingiskosningum. „Við munum nýta alla daga sem gefast þar til þessi ríkisstjórn springur loksins,“ segir Arnar. Undirbúningur sé þegar hafinn á fullu en hann ætlar að flokkurinn gæti verið tilbúin í kosningar á tveimur mánuðum eftir að boðað væri til þeirra. Fyrir liggur að kosið verður til alþingis í síðasta lagi næsta haust. „Það er fólks sem er þarna með mér úr ýmsum áttum. Fólk sem hefur verið í fleiri en einum og fleiri en tveimur stjórnmálaflokkum, inn á milli fólk sem hefur reynslu af pólitísku starfi. En síðan erum við líka auðvitað, sem betur fer, með fólk sem er að koma úr grasrót samfélagsins, úr atvinnulífinu og vill láta til sín taka. Því að við þurfum endurnýjun á þessum vettvangi eins og alls staðar annars staðar,“ segir Arnar Þór.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Lýðræðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira