Innlent

Úr­bætur á gæsluvarðhaldsúrræði fyrir ung­linga og upp­haf körfuboltatímabilsins

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Dómsmálaráðherra segir ekki ganga upp til lengdar að meðferðarúrræðið á Stuðlum sé nýtt sem gæsluvarðhaldsúrræði fyrir unglinga, sem fremja afbrot. Rætt verður við ráðherra um stöðu mála í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Ísraelsher segist hafa fellt leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Hezbollah í nótt. Hátt í sjö hundruð hafa fallið í árásum Ísrael á Líbanon síðustu daga og 120 þúsund þurft að flýja heimili sín. 

Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi á jöfnum hraða. Verkfræðingur í innviðahóp almannavarna segir mikilvægt að undirbúa sig fyrir það að mögulega muni hraun renna yfir Reykjanesbrautina og í átt að Vogum.

Körfuboltatímabilið hefst formlega hér á landi í kvöld. Tveir leikir eru á dagskrá: Keflavík og Þór Akureyri mætast kvennamegin og Valur mætir Keflavík karlamegin. Við hitum upp í sportpakkanum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 28. septe,ber 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×