Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2024 08:01 Svandís Svavarsdóttir dró enga fjöður yfir það í Samtalinu á Vísi, að oft hafi verið tekist á í stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. „Flokkar tapa fylgi við það að vera í ríkisstjórnum, þannig hefur það alltaf verið,“ segir Svandís þegar hún er spurð hvort það hafi verið feigðarflan að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fylgi flokksins er nú komið niður í 3,7 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem dugar ekki til að koma fulltrúm á þing í kosningum. „Það að ríkisstjórnarflokkar styrki sig eins og flokkarnir gerðu í kosningunum 2021 með því að auka sameiginlegt fylgi flokkanna er alger undantekning. Þannig að vera með þriggja flokka ríkisstjórn sem er enn þá á sviðinu eftir sjö ár er einstakt í sögunni. En það breytir því ekki að þetta eru augljóslega mjög krefjandi tímar og það gefur á bátinn nákvæmlega núna og við þurfum að spyrna við,“ segir Svandís sem hefur boðið sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund í lok næstu viku. Stjórnarflokkarnir hafa allir misst mikið fylgi frá kosningunum 2021 og mældist samanlagt fylgi þeirra rétt um 24 prósent í könnun Maskínu sem birt var á þriðjudag. Eftir því sem liðið hefur á stjórnarsamstarfið hefur ágreingur um mál og áherslur aukist á yfirborðinu. Þingmenn og jafnvel ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa verið í skeytasendingum og stjórnarmál hafa verið tafin eða svæfð í meðförum nefnda. Reynir oft á hugmyndafræðilegan ágreining Svandís segir alla stjórnarflokkana hafa mikla reynslu í ríkisstjórnum. „Þannig að við eigum tiltölulega auðvelt með að snúa bökum saman þegar við horfumst í augu við þung og flókin verkefni. Við sáum það varðandi covid og núna Grindavík og svo framvegis,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir segir nauðsynlegt að draga fram eigna- og hagsmunatengsl í sjávarútvegi. Þau hafi ráðið miklu um misskiptingu auðs í samfélaginu.Vísir/Vilhelm „En það breytir því ekki að hugmyndafræðilegur ágreiningur milli flokkanna, þá sérstaklega milli VG og Sjálfstæðisflokks er mjög mikill og það reynir oft á það. Ég tek undir það sem þú ert að segja; það er það sem við höfum séð, sérstaklega á seinna kjörtímabilinu en líka svo sem á því fyrra,“ segir Svandís. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skrifað blaðagreinar þar sem lýst var áhyggjum af henni í embætti heilbrigðisráðherra. „Það var nokkuð óvenjulegt og gerðist strax á árinu 2018 ef ég man rétt. Þannig að það hefur verið viðvarandi að fólk hefur verið þeirrar skoðunar að það þurfi að klukka þennan hugmyndafræðilega mun.“ Henni finnst hins vegar mikilvægt að fólk hlusti á sjónarmið þeirra sem væru langt frá þeim í skoðunum. „Þannig viljum við að lýðræðið sé. Að við séum ekki bara að hlusta á okkur sjálf.“ Í búbblum samfélagsmiðlanna væri fólk stundum í sínum eigin bergmálshelli. Hvessir stundum við ríkisstjórnarborðið Ríkisstjórnarfundir fara fram fyrir luktum dyrum en Svandís segir ágreining flokkanna í einstökum málum stundum rata þangað, þótt mál hafi yfirleitt verið þroskuð áður en þau koma fyrir ríkisstjórn. Þar geti þó komið til hvassra orðaskipta. „Já, já það gerir það. En það er langur aðdragandi að því að mál er tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi. Í fyrsta lagi erum við með stjórnarsáttmála. Þar eru markaðar útlínur og meginskilningur á því hvert verkefnið er. Síðan er lögð fram þingmálaskrá fyrir hvert þing og þar getum við séð hvað hver ráðherra í sínum ranni hefur í hyggju að leggja fram. Þá skiptumst við á orðum og vangaveltum um hvort þess sé að vænta að það sé stuðningur allra flokka við viðkomandi mál og áherslur.“ Svandís mætti í Samtalið til Heimis Más. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan: Það komi fyrir að skoða þurfi mál betur eftir að það er komið inn á borð ríkisstjórnarinnar. Þaðan fari málin til þingflokka stjórnarflokkanna þar sem skoða þurfi málin betur. Leið mála væri því lengri en beint frá ráðuneytum inn á Alþingi og mörg pólitísk samtöl eigi sér stað á leiðinni. Engu að síður eru fjölmörg dæmi um að mál hafi eftir allan þennan feril sofnað í nefndum þingsins. Þar hafa stjórnarþingmenn tekið þátt í að svæfa mál, eins og þingmenn Vinstri grænna í útlendingamálum og varðandi breytingar á lögreglulögum. „Þetta er náttúrlega oft snúið og stundum hafa samskipti af þessu tagi, samtöl og ágreiningur kallað það fram að málin verða umtalsvert betri. Af því þú ert að nefna lögreglulögin sérstaklega, held ég að breytingar á lögreglulögum hafi batnað mjög mikið við að við settumst ítrekað niður, flokkarnir, yfir það hvernig best væri að gera það.“ Andstaða við hert lögreglulög Í því tilviki hafi Vinstri græn fyrst og fremst verið að huga a réttindum borgaranna. „Að stjórnvöld gætu ekki á einhverjum tímum byrjað að hafa eftirlit með fólki vegna þess að það væru ekki einu sinni grunsemdir um glæpsamlegt athæfi, heldur væru bara einhverjar sögusagnir á ferð.“ „Það þótti okkur sem stöndum á vinstri rót áhyggjuefni. Vegna þess að við höfum reynslu af því, sum hver hreinlega í okkar persónulega lífi, að það geti verið fylgst með fólki sem hefur skoðanir sem gætu verið ógnandi. Eða á einhverjum tímapunkti áskorun eða andstæð stjórnvöldum. Við getum talað um náttúruvernd, friðarhyggju, við getum talað um róttæka vinstristefnu. Ég held við þekkjum öll þessa sögu. Hún nær langt aftur á 20. öldina," segir Svandís. Kosið var til Alþingis haustið 2016 eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rann út í sandinn fljótlega eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Þá tók við skammlíf ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og aftur var kosið haustið 2017. Fullreynt með félagshyggjustjórn 2017 Fyrir kosningarnar 2016 töldu bæði Katrín Jakobsdóttir og Svandís fráleitt að flokkurinn færi í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Það varð engu að síður niðurstaðan 2017 eftir stuttar þreifingar Katrínar, sem hafði stjórnarmyndunarumboðið, á mögulegri stjórnarmyndun Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata. Fáir aðrir möguleikar voru í stöðunni eftir að fyrir lág að Framsóknarflokkurinn treysti sér ekki í samstarf með Pírötum. „Já, það var fullreynt. Ég var við það borð þannig að ég veit að það var fullreynt. Við erum margbúin að rekja þessa sögu. Ég held líka að það hafi verið gott fyrir samfélagið að stíga þetta skref 2017. Vegna þess að þetta var að hluta til pólitísk nýsköpun í þessu andrúmslofti sem við vorum í nákvæmlega þá. Það skipti miklu máli að ná þessari breiðu nálgun pólitískt,“ sagði Svandís í Samtalinu. „Þarna vorum við að taka ákvarðanir og innleiða breytingar sem höfðu þá tækifæri til að festast betur í sessi. Ég held að það hafi verið gott, gott fyrir lýðræðið eins og ég sagði áðan, að hlusta aðeins á báðum endum. En ég sjálf talaði örugglega miklu skýrar en flestir, til dæmis á árinu 2016, um að samstarf með Sjálfstæðisflokknum væri okkar síðasti valkostur.“ Á árinu 2017 hafi forsendur hins vegar breyst. „En við höfðum í leiðinni ekki breyst í Sjálfstæðisflokkinn. Það er á hreinu,“ segir Svandís. Fyrir kosningarnar 2021 gáfu formenn stjórnarflokkanna síðan út að héldu flokkarnir meirihluta sínum yrði fyrsti kosturinn í stöðunni að setjast niður til að ræða áframhaldandi samstarf. Var það nauðsynlegt - Hefði Katrín ekki getað sagt að Vinstri græn gengju óbundin til kosninga og flokkurinn vildi heyra í öðrum flokkum eftir að talið hefði verið upp úr kössunum? „Þetta er svona; sá á kvölina sem á völina. Við verðum oft að hreyfa okkur hratt í pólitík. Þetta þótti forystumönnum flokkanna vera skynsamlegt skref á þessum tímapunkti. Við erum ekki einu sinni komin út úr covid. Erum í raun og veru á þeim stað að samfélagið er í miklum þrenginum. Hafði verið að ganga í gegnum miklar þrengingar fyrst gagnvart lífi og heilsu og svo gagnvart efnahagslífinu.“ Þetta hafi því verið fyrsti valkostuinn sem formenn flokkanna vildu horfa til. Grasrót og bakland flokkanna hafi verið því fylgjandi. „Við afgreiddum þessa niðurstöðu auðvitað með lýðræðislegum hætti í gegnum flokksráð og svo framvegis. En við vissum allan tímann að það yrði áskorun að fara inn í annað kjörtímabil í þessu samstarfi,“ segir Svandís. Brotthvarf Katrínar breytti andrúmsloftinu Ekki hefur skort áskoranirnar bæði hvað varðar náttúruhamfarir og hugmyndafræðilegar hamfarir í samskiptum sérstaklega Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Þegar Katrín Jakobsdóttir, ótvíræður leiðtogi stjórnarsamstarfsins, ákveður síðan að segja af sér embætti forsætisráðherra og segja skilið við stjórnmálin til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, varð staðan enn snúnari fyrir Vinstri græn. Heimir Már Pétursson spurði Svandísi út í þá reiði sem ríkti hefði meðal vinstrafólks vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn og að VG hefði komið Bjarna Benediktssyni í forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Á samfélagsmiðlum drógu margir vinstrimenn ekkert af sér í gagnrýni á Katrínu og sögðu hana hafa stokkið frá skipi og svikið flokkinn. Hversu flatt kom þetta upp á ykkur? „Við Katrín höfum unnið mjög náið saman í mjög langan tíma. Talað saman á löngum tímabilum á hverjum einasta degi. Þannig að ég var mjög vel upplýst um hennar vangaveltur í aðdragandanum að þessari ákvörðun. Ég hef stutt hana bæði sem pólitískan félaga og sem vinkona hennar í því að hún trúi og treysti á sitt innsæi og mat á aðstæðum. Þannig að ég studdi hana í þessari ákvörðun. Kom það niður á stjórnarsamstarfinu því hún virtist vera mikið lím? „Já það er engin spurning að það er gríðarleg breyting þegar stjórnmálamaður af þessari stærðargráðu fer af sviðinu. Það hafði mjög mikil áhrif á andrúmsloftið á milli flokkanna þegar við þurftum svo að endurraða hópnum og skerpa okkar samstarf. Auðvitað hafði það mikil áhrif. Það munaði um að hafa Katrínu við borðsendann með alla þræði í sínum höndum og mikla þjálfun í að leiða flókin ágreiningsmál til lykta. Þegar hún síðan fer veldur það auðvitað miklum breytingum. Svo verður ekkert framhjá því litið að við í VG erum í allt annarri stöðu þegar við erum með okkar formann í stjórnarráðinu heldur en ekki.“ Eftir sjö ár í embætti forsætisráðherra í umdeildri ríkisstjórn ákvað Katrín Jakobsdóttir að segja skilið við stjórnmálin og bauð sig fram til embættis forseta Íslands.Vísir/Anton Brink Ekki sjálfgefið að Bjarni yrði forsætisráðherra Var sjálfgefið að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra, þegar hún fór, var tekist á um það? „Nei í sjálfu sér var ekki tekist á um það. Þetta var bara úrlausnarefni sem við þurftum að finna út úr. Flokkarnir höfðu sína sýn og svo framvegis. En við þurftum að setja saman starfhæfan og traustan hóp og þetta varð niðurstaðan. Svandís segir það öðruvísi að sitja við ríkisstjórnarborðið með Bjarna við borðsendann. Sjálf væri hún nú í innviðaráðuneytinu þar sem stór mál eins og málefni sveitarstjórna, samgangna og stórra framkvæmdamála væru vistuð. Þar af leiðandi þyrfti hún að eiga í miklum samskiptum við Sigurð Inga Jóhannsson fyrrverandi innviðaráðherra sem nú væri í fjármálaráðuneytinu. „Þá er gott að hafa fjármálaráðherra sem þekkir þennan málaflokk,“ segir Svandís. Þótt andrúmsloftið hafi breyst við brottför Katrínar hefðu núverandi ráðherrar mikla reynslu af því að vinna saman. Hefur Bjarni breyst við það að sitja við borðsendann og stýra stjórnarsamstarfinu? „Ég held að allir horfist í augu við það sem axla ábyrgð á að vera forsætisráðherra að þá þurfi að stilla saman strengi, tala við alla og fylgjast með málum og leiða þau til lykta. Halda ráðherranefndarfundi um flókin mál og það er það sem við erum að gera með reglubundnum hætti. Bjarni stýrir þeim fundum og gerir það vel,“ segir Svandís. Lagt fyrir landsfund að slíta stjórnarsamstarfinu Framundan er landsfundur Vinstri grænna dagana 4. til 6. október. Það er auðvelt að taka undir þau orð Svandísar að hreyfingin standi nú á miklum tímamótum í um 25 ára sögu sinni. Sjaldan eða aldrei áður hefur flokkurinn mælst með eins lítið fylgi. Fyrir landsfundinum liggur tillaga tuttugu landsfundarfulltrúa um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Telur þú að þessi tillaga muni eiga hljómgrunn inni á landsfundninum? „Ég hefði verið mjög hissa miðað við hvernig stjórnmálahreyfing VG er ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram. Ég held að það sé mikilvægt og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,” sagði Svandís. Enda hefði framkvæmdastjórn flokksins gert ráð fyrir klukkustundar löngum almennum umræðum um tillöguna í dagskrá landsfundar. Hún ítrekaði síðan þá skoðun sína að kjósa ætti næsta vor, þótt kjörtímabilið renni ekki út fyrr en hinn 25. september á næsta ári. „Við munum finna út úr þessu. Munum örugglega hafa mismunandi skoðanir inni á fundinum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við náum að stilla okkur saman og koma sameinuð út af fundinum.“ Þingflokkur Vinstri grænna frá sjónahóli fyrrverandi formanns flokksins.Vísir/Vilhelm Er þingflokkurinn bundinn af því sem landsfundur samþykkir um stjórnarsamstarf? „Samkvæmt stjórnarskrá eru þingmenn náttúrlega bara bundnir af sinni sannfæringu. Það er alveg skýrt. Um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki. Alveg óháð öllum formsatriðum,“ segir Svandís. Þetta verði rætt eins og fjöldamörg önnur mál á landsfundinum. Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hunsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ segir Svandís. Það skipti stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, að grasrótin fái súrefni og næði til að ræða kosti og löst þeirrar stöðu sem væri uppi. „Vega og meta aðdragandann að kosningum sem nálgast. Meta stöðu okkar málefnalega og gagnvart þeim verkum sem við höfum tekið þátt í. Velta fyrir sér mönnun framboðslista og ýmsu því um líku. Það er verkefnið framundan óháð öllu öðru, segir konan sem vill leiða hreyfingu sína inn í nýtt kjörtímabil. VG á enn erindi í ríkisstjórn Hvað sem öðru líður er síðasti heili veturinn framundan af kjörtímabilinu. Spurningin er hvaða mál það eru sem Vinstri græn telja eftir sjö ára stjórnarsamstarf við Sjálftæðisflokk og Framsókn þess virði að halda áfram samstarfinu til að koma í gegn? Svandís nefnir þrjú mál sem á einhver hátt tengist þeim ráðuneytum sem hún hafi farið fyrir. „Í fyrsta lagi er það samgönguáætlun sem verður að klára fyrir áramót. Þá gæti einhver sagt; það getur hvaða ráðherra sem er borið það upp. Þá get ég sagt á móti að ég leggi meiri áherslu á almenningssamgöngur, meiri áherslu á tiltekna þætti þar en einhverjir aðrir ráðherrar gera. En gott og vel, það að minnsta kosti verður að gera það, því samfélagið þarf á samgöngum að halda, við vitum það.“ Margir á vinstri vængnum eiga erfitt með að fyrirgefa VG „að koma Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra.“Vísir/Vilhelm Þá segist innviðaráðherra hafa frumvarp um almenningssamgöngur í undirbúningi. Það væri í fyrsta skipti sem stefnt væri að heildarlöggjöf um almenningssamgöngur um allt land. Sem líka væri pólitískt flagg. „Í þriðja lagi, og það er kannski það sem er mestur ágreiningur um í hinu pólitíska litrófi, er frumvarp sem er byggt á grunni Auðlindarinnar okkar sem var vinna um endurskoðun á sjávarútvegsmálunum.“ Það snérist um gagnsæi á eignar- og hagsmunatengslum, stjórnunar- og eignatengslum. „Vegna þess að við þurfum að sjá í gegnum þetta kerfi. Sjá hvernig auðmagninu er skipt í þessu landi. Hvernig sjávarútvegurinn síðan tengist öðrum þáttum íslenska kerfisins og auðmagnsins á Íslandi,“ segir Svandís. „Þessi mál verða að verða sýnileg í þinginu. Vegna þess að þarna er ákveðinn grunnur að þeirri misskiptingu auðs sem hefur einkennt íslenskt samfélag til mjög langs tíma. Ég geri mér engar grillur um að mál af þessari stærðargráðu og þessum þunga nái endilega að klárast á þessu þingi. En mér finnst afar mikilvægt að samfélagið fái að sjá og gera sér þá grein fyrir því hvernig línur skiptast á hinu pólitíska litrófi þegar við erum að tala um hagsmuni af þessari stærðargráðu.“ Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mynduðu ríkisstjórn eftir kosningarnar 2017.Vísir/Vilhelm Þá segi ég eins og karlinn, af hverju er ekki búið að leggja þetta mál fram löngu fyrr? Er það vegna þess að þið vitið að það kemst ekki áfram? „Nei. Ég var náttúrulega með stórt frumvarp í smíðum þegar ég fór í veikindafrí á þessu ári. Sem snérist í raun og veru um allt kerfið. Þar var ég líka að tala um vistkerfisnálgun í nýtingu á auðlindum sjávar og ég var að tala um hækkun á veiðigjöldum og svo loks þetta sem ég er að tala um,” segir Svandís. Þetta hafi allt verið fléttað inn í einn stóran lagabálk í hennar frumvarpi. Bjarkey Olsen Gunnardóttir hafi hins vegar valið að leggja fram fleiri og minni frumvörp. Það væri einmitt gert nú þegar komið væri fram á síðasta ár kjörtímabilsins. Þannig að það verði kannski hægt að ljúka einhverjum af þessum málum. En aftur að stjórnarsamstarfinu og hvort það hafi aldrei gerst í þessu umdeilda samstarfi að einhver hafi hótað stjórnarslitum. Svandís segir þetta að milku leyti snúast um traust á milli formanna. Það væri mjög snúið og flókið ef fagráðherrarnir væru allir að reiða hátt til höggs og hóta slíkum ákvörðunum. „Það hefur oft slegið í brýnu og oft komið upp átök. Þú nefndir nokkur mál og það er sannarlega þannig. En þegar öllu er á botninn hvolt og í lok dags hefur það verið niðurstaðan að halda okkar striki. Við höfum líka verið í þeirri stöðu að stjórnarandstaðan hefur í sjálfu sér ekki boðið upp á valkost sem oft er veruleikinn í lýðræðissamfélögum.“ Stjórnarandstaðan væri hér og þar en ekki sameinuð á hinu pólitíska litrófi. Allt frá hægri flokkum til flokka annars staðar á litrófinu. Reiðin á vinstri vængnum í garð VG Í aðdraganda forsetakosninga í júní kom upp á yfirborðið mikil gremja og reiði á vinstri vængnum af fjölmörgum ástæðum út í þennan flokk sem vill staðsetja sig langt til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Reiðin var sumpart af þessum toga; það var eitt að þið færuð í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og séuð búin að vera þar í sjö ár, en það er eitthvað annað þegar þið afhendið Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn. Skynjar þú ekki þessa reiði? Svandís Svavarsdóttir segir fólk hafa yfirgefið Vinstri græn af mörgum mismunandi ástæðum. Margir vilji hins vegar koma til baka og taka þátt í þeim kaflaskilum sem nú væru að eiga sér stað.VísirVilhelm Svandís kannast við þessa reiði. „Ég hef verið að tala mjög mikið við fólk undanfarið, bæði við fólk sem hefur verið með okkur í gegnum þetta allt saman og fólk sem hætti og kom til baka, hefur hætt og er ekki til í að koma til baka, fólk sem stendur á sömu rót verkalýðshreyfingar og vinstristefnu langt inn á 20. öldina. Ég finn fyrir því að leiðir skildu á mismunandi tímapunktum,“ segir Svandís. Hjá sumum hafi leiðir skilið strax við stjórnarmyndunina 2017 og hjá öðrum við endurnýjun stjórnarsamstarfsins 2021. Enn aðrir hafi sett rautt strik við einhverja tiltekna ákvörðun, einhverja lagabreytingu sem fyllti mælinn. „En mikið af þessu fólki er núna að koma til baka. Er að segja; ég vil taka þátt í þessum kaflaskilum vegna þess að við stöndum öll á sömu rót. Vegna þess að það er nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnmál að vera með flokk sem gegnst við því að vera til vinstri, talar fyrir kvenfrelsi, náttúruvernd, félagslegu réttlæti en tekur ekki tiltekna málaflokka og geymir þá ofan í skúffu vegna þess að það hentar ekki að ræða þá.“ En það er kannski einmitt það sem mörgum finnst Vinstri græn hafa gert og rót hefur komist á fylgi hreyfingarinnar. Sósíalistaflokkurinn t.d. sem nýtur til að mynda aðeins meira fylgis en Vinstri græn um þessar mundir. Aðrir flokkar gætu sjálfsagt einnig skrifað undir margt af því sem Svandís segir hreyfingu hennar standa fyrir. Styður ekki fleiri breytingar á útlendingalögum Útlendingamálin hafa að öllum líkindum reynst hreyfingunni hvað erfiðust. Mörgum í stuðningsliði Vinstri grænna hefur þótt erfitt að kyngja málflutningi Sjálfstæðismanna í þeim efnum og telja Vinstri grænum ekki sæmandi að taka þátt í ríkisstjórn með þennan málatilbúnað. Þessi mál eru ykkur enn mjög erfið? „Já, þau eru mjög erfið, hafa verið það og munu verða það. Það liggur algerlega fyrir. Ég tek undir það sem Guðmundur Ingi [Guðbrandsson] hefur sagt, að það er komið nóg af breytingum á útlendingalögum. Þótt slík áform séu á þingmálaskrá núverandi dómsmálaráðherra sem lúta að tilteknum breytingum, þá er komið nóg af slíku.“ Þannig að þið munið ekki samþykkja nýtt frumvarp frá henni? „Ég tel að slík frumvörp eigi ekki erindi inn í þingið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á útlendingalögum sem Vinstri græn styðja ekki.Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa bæði nefnt breytt úrræði varðandi tvo hópa hælisleitenda. Annars vegar þá sem koma hingað til lands af sjálfsdáðun í leit að vernd og hins vegar fólk sem fengið hefur lokaniðurstöðu um synjun á vernd og beri samkvæmt nýlega hertum lögum að yfirgefa landið innan 30 daga og missir þá allan fjárhags- og húsnæðisstuðning. Búið verði til sérstakt búsetu- eða aðsetursúrræði fyrir þessa hópa í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þannig að þetta fólk dreifist ekki á um 26 staði og hafi óheftan aðgang að samfélaginu. „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið. Höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði. Það hefur ekki verið á okkar stefnuskrá,“ segir innviðaráðherra. Vinstri græn hafi lagt meiri áherslu á inngildingu þess mikla fjölda fólks sem hingað komi aðallega til að vinna. Bregðast þurfi við „þessari miklu samfélagsbreytingu sem við erum þátttakendur í, þessum mikla fjölda af fólki af erlendum uppruna þar sem meirihlutinn er þátttakendur í okkar atvinnulífi. Að þessi hópur geti í raun og veru tekið þátt í samfélaginu, sé boðinn velkominn hvort sem það er inn í okkar velferðarkerfi eða heilbrigðiskerfi og svo framvegis. Það er viðfangsefnið,“ segir Svandís. Fólk hafi að hennar mati verið allt of fast í að ræða hælisleitendakerfið sem væri aðeins lítið brot af því sem væri til umræðu. „En við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Áréttar innviðaráðherra. En bæði forsætis- og dómsmálaráðherra hafa hælt sér af því að um þúsund manns hafi verið gert að fara og yfirgefið landið á þessu ár? „Þau verða að tala fyrir sig,“ segir Svandís. Hún viti ekki hvort það hafi verið fólk sem allt hafi átt með réttu að yfirgefa landið. „Þau verða að tala fyrir sig og ákveða hvaða áherslur þau leggja í sínum málflutningi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftast verið fullfær um það.“ Flokkur á fallandi fæti En það blæs ekki byrlega fyrir þessa margreyndu konu sem setið hefur á þingi í fimmtán ár og í ríkisstjórnum sem tekist hafa á við efnahagshrun á árunum 2009 til 2013 og alheimsfaraldur og ýmsar náttúruhamfarir í núverandi ríkisstjórn. Hverjar yrðu áherslubreytingar hennar og skilaboð inn í komandi kosningabaráttu? Hún segir að í fyrsta lagi þurfi að skerpa áherslur hreyfingarinnar og sú málefnavinna væri hafin. Tala þurfi enn skýrar en þingmenn flokksins hafi getað gert í krefjandi samstarfi við aðra flokka. Vinstri græn standa á tímamótum þegar boðað er til landsfundar í næstu viku.Stöð 2/Arnar „Við þurfum að tala skýrar fyrir náttúruvernd og skýrar fyrir kvenfrelsismálum þar sem beinlínis er bakslag í gangi. Partur af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum snýst um að taka réttinn um ákvörðun yfir eigin líkama frá konum. Þá er ég mjög stolt af því að við í VG höfum haft forgöngu um að bæta íslensku þungunarrofslöggjöfina. Koma henni til nútímans. Félagslegt réttlæti og jöfnuður er auðvitað líka ofarlega á blaði,“ segir konan sem stefnir á formennsku í VG. Vinstri græn þurfi að sækja fram í þessum anda. Þá skipti máli í hinu pólitíska litrófi að hægrið hafi verið að ná fótfestu víða um veröld þótt það væri mjög sundrað á Íslandi í dag. „Ég er að tala um hugmyndafræðina. Trúna á markaðslögmálin, peningalega og markaðshyggjulega nálgun á nánast hvaðeina í samfélaginu. Það er það sem skiptir mjög miklu máli; að stíga miklu fastar inn varðandi það að skattkerfið sé réttlátara, að opinberir aðilar komi með skýrari hætti inn í húsnæðisuppbyggingu. Að við stöndum vörð um opinbert heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Að við tryggjum að samfélagið sé ekki smám saman allt holað að innan. Það skiptir máli, að við sækjum fram fyrir það og jöfnuð. Sem virðist ekki bara þurfa að verja heldur líka sækja fram fyrir.“ Heldur þú að hreyfingin myndi lifa það af að koma ekki fulltrúum á þing? „Nú ertu aftur kominn í ef og væri og svo framvegis. Við ætlum að komast inn á þing og höfum allt sem þarf til þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir þegar rétt um vika er til landsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tengdar fréttir Hólmfríður ætlar í ritara VG Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum. 27. september 2024 14:04 Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. 26. september 2024 23:09 Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. 26. september 2024 15:55 Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Útiloka ekki kosningar í vor Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. 25. september 2024 11:58 Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi. 24. september 2024 10:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
„Flokkar tapa fylgi við það að vera í ríkisstjórnum, þannig hefur það alltaf verið,“ segir Svandís þegar hún er spurð hvort það hafi verið feigðarflan að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum. Fylgi flokksins er nú komið niður í 3,7 prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem dugar ekki til að koma fulltrúm á þing í kosningum. „Það að ríkisstjórnarflokkar styrki sig eins og flokkarnir gerðu í kosningunum 2021 með því að auka sameiginlegt fylgi flokkanna er alger undantekning. Þannig að vera með þriggja flokka ríkisstjórn sem er enn þá á sviðinu eftir sjö ár er einstakt í sögunni. En það breytir því ekki að þetta eru augljóslega mjög krefjandi tímar og það gefur á bátinn nákvæmlega núna og við þurfum að spyrna við,“ segir Svandís sem hefur boðið sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund í lok næstu viku. Stjórnarflokkarnir hafa allir misst mikið fylgi frá kosningunum 2021 og mældist samanlagt fylgi þeirra rétt um 24 prósent í könnun Maskínu sem birt var á þriðjudag. Eftir því sem liðið hefur á stjórnarsamstarfið hefur ágreingur um mál og áherslur aukist á yfirborðinu. Þingmenn og jafnvel ráðherrar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa verið í skeytasendingum og stjórnarmál hafa verið tafin eða svæfð í meðförum nefnda. Reynir oft á hugmyndafræðilegan ágreining Svandís segir alla stjórnarflokkana hafa mikla reynslu í ríkisstjórnum. „Þannig að við eigum tiltölulega auðvelt með að snúa bökum saman þegar við horfumst í augu við þung og flókin verkefni. Við sáum það varðandi covid og núna Grindavík og svo framvegis,“ segir Svandís. Svandís Svavarsdóttir segir nauðsynlegt að draga fram eigna- og hagsmunatengsl í sjávarútvegi. Þau hafi ráðið miklu um misskiptingu auðs í samfélaginu.Vísir/Vilhelm „En það breytir því ekki að hugmyndafræðilegur ágreiningur milli flokkanna, þá sérstaklega milli VG og Sjálfstæðisflokks er mjög mikill og það reynir oft á það. Ég tek undir það sem þú ert að segja; það er það sem við höfum séð, sérstaklega á seinna kjörtímabilinu en líka svo sem á því fyrra,“ segir Svandís. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi skrifað blaðagreinar þar sem lýst var áhyggjum af henni í embætti heilbrigðisráðherra. „Það var nokkuð óvenjulegt og gerðist strax á árinu 2018 ef ég man rétt. Þannig að það hefur verið viðvarandi að fólk hefur verið þeirrar skoðunar að það þurfi að klukka þennan hugmyndafræðilega mun.“ Henni finnst hins vegar mikilvægt að fólk hlusti á sjónarmið þeirra sem væru langt frá þeim í skoðunum. „Þannig viljum við að lýðræðið sé. Að við séum ekki bara að hlusta á okkur sjálf.“ Í búbblum samfélagsmiðlanna væri fólk stundum í sínum eigin bergmálshelli. Hvessir stundum við ríkisstjórnarborðið Ríkisstjórnarfundir fara fram fyrir luktum dyrum en Svandís segir ágreining flokkanna í einstökum málum stundum rata þangað, þótt mál hafi yfirleitt verið þroskuð áður en þau koma fyrir ríkisstjórn. Þar geti þó komið til hvassra orðaskipta. „Já, já það gerir það. En það er langur aðdragandi að því að mál er tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi. Í fyrsta lagi erum við með stjórnarsáttmála. Þar eru markaðar útlínur og meginskilningur á því hvert verkefnið er. Síðan er lögð fram þingmálaskrá fyrir hvert þing og þar getum við séð hvað hver ráðherra í sínum ranni hefur í hyggju að leggja fram. Þá skiptumst við á orðum og vangaveltum um hvort þess sé að vænta að það sé stuðningur allra flokka við viðkomandi mál og áherslur.“ Svandís mætti í Samtalið til Heimis Más. Horfa má á þáttinn í heild sinni hér að neðan: Það komi fyrir að skoða þurfi mál betur eftir að það er komið inn á borð ríkisstjórnarinnar. Þaðan fari málin til þingflokka stjórnarflokkanna þar sem skoða þurfi málin betur. Leið mála væri því lengri en beint frá ráðuneytum inn á Alþingi og mörg pólitísk samtöl eigi sér stað á leiðinni. Engu að síður eru fjölmörg dæmi um að mál hafi eftir allan þennan feril sofnað í nefndum þingsins. Þar hafa stjórnarþingmenn tekið þátt í að svæfa mál, eins og þingmenn Vinstri grænna í útlendingamálum og varðandi breytingar á lögreglulögum. „Þetta er náttúrlega oft snúið og stundum hafa samskipti af þessu tagi, samtöl og ágreiningur kallað það fram að málin verða umtalsvert betri. Af því þú ert að nefna lögreglulögin sérstaklega, held ég að breytingar á lögreglulögum hafi batnað mjög mikið við að við settumst ítrekað niður, flokkarnir, yfir það hvernig best væri að gera það.“ Andstaða við hert lögreglulög Í því tilviki hafi Vinstri græn fyrst og fremst verið að huga a réttindum borgaranna. „Að stjórnvöld gætu ekki á einhverjum tímum byrjað að hafa eftirlit með fólki vegna þess að það væru ekki einu sinni grunsemdir um glæpsamlegt athæfi, heldur væru bara einhverjar sögusagnir á ferð.“ „Það þótti okkur sem stöndum á vinstri rót áhyggjuefni. Vegna þess að við höfum reynslu af því, sum hver hreinlega í okkar persónulega lífi, að það geti verið fylgst með fólki sem hefur skoðanir sem gætu verið ógnandi. Eða á einhverjum tímapunkti áskorun eða andstæð stjórnvöldum. Við getum talað um náttúruvernd, friðarhyggju, við getum talað um róttæka vinstristefnu. Ég held við þekkjum öll þessa sögu. Hún nær langt aftur á 20. öldina," segir Svandís. Kosið var til Alþingis haustið 2016 eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks rann út í sandinn fljótlega eftir afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi formanns Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Þá tók við skammlíf ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar og aftur var kosið haustið 2017. Fullreynt með félagshyggjustjórn 2017 Fyrir kosningarnar 2016 töldu bæði Katrín Jakobsdóttir og Svandís fráleitt að flokkurinn færi í samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Það varð engu að síður niðurstaðan 2017 eftir stuttar þreifingar Katrínar, sem hafði stjórnarmyndunarumboðið, á mögulegri stjórnarmyndun Vinstri grænna, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Pírata. Fáir aðrir möguleikar voru í stöðunni eftir að fyrir lág að Framsóknarflokkurinn treysti sér ekki í samstarf með Pírötum. „Já, það var fullreynt. Ég var við það borð þannig að ég veit að það var fullreynt. Við erum margbúin að rekja þessa sögu. Ég held líka að það hafi verið gott fyrir samfélagið að stíga þetta skref 2017. Vegna þess að þetta var að hluta til pólitísk nýsköpun í þessu andrúmslofti sem við vorum í nákvæmlega þá. Það skipti miklu máli að ná þessari breiðu nálgun pólitískt,“ sagði Svandís í Samtalinu. „Þarna vorum við að taka ákvarðanir og innleiða breytingar sem höfðu þá tækifæri til að festast betur í sessi. Ég held að það hafi verið gott, gott fyrir lýðræðið eins og ég sagði áðan, að hlusta aðeins á báðum endum. En ég sjálf talaði örugglega miklu skýrar en flestir, til dæmis á árinu 2016, um að samstarf með Sjálfstæðisflokknum væri okkar síðasti valkostur.“ Á árinu 2017 hafi forsendur hins vegar breyst. „En við höfðum í leiðinni ekki breyst í Sjálfstæðisflokkinn. Það er á hreinu,“ segir Svandís. Fyrir kosningarnar 2021 gáfu formenn stjórnarflokkanna síðan út að héldu flokkarnir meirihluta sínum yrði fyrsti kosturinn í stöðunni að setjast niður til að ræða áframhaldandi samstarf. Var það nauðsynlegt - Hefði Katrín ekki getað sagt að Vinstri græn gengju óbundin til kosninga og flokkurinn vildi heyra í öðrum flokkum eftir að talið hefði verið upp úr kössunum? „Þetta er svona; sá á kvölina sem á völina. Við verðum oft að hreyfa okkur hratt í pólitík. Þetta þótti forystumönnum flokkanna vera skynsamlegt skref á þessum tímapunkti. Við erum ekki einu sinni komin út úr covid. Erum í raun og veru á þeim stað að samfélagið er í miklum þrenginum. Hafði verið að ganga í gegnum miklar þrengingar fyrst gagnvart lífi og heilsu og svo gagnvart efnahagslífinu.“ Þetta hafi því verið fyrsti valkostuinn sem formenn flokkanna vildu horfa til. Grasrót og bakland flokkanna hafi verið því fylgjandi. „Við afgreiddum þessa niðurstöðu auðvitað með lýðræðislegum hætti í gegnum flokksráð og svo framvegis. En við vissum allan tímann að það yrði áskorun að fara inn í annað kjörtímabil í þessu samstarfi,“ segir Svandís. Brotthvarf Katrínar breytti andrúmsloftinu Ekki hefur skort áskoranirnar bæði hvað varðar náttúruhamfarir og hugmyndafræðilegar hamfarir í samskiptum sérstaklega Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Þegar Katrín Jakobsdóttir, ótvíræður leiðtogi stjórnarsamstarfsins, ákveður síðan að segja af sér embætti forsætisráðherra og segja skilið við stjórnmálin til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, varð staðan enn snúnari fyrir Vinstri græn. Heimir Már Pétursson spurði Svandísi út í þá reiði sem ríkti hefði meðal vinstrafólks vegna samstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn og að VG hefði komið Bjarna Benediktssyni í forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Á samfélagsmiðlum drógu margir vinstrimenn ekkert af sér í gagnrýni á Katrínu og sögðu hana hafa stokkið frá skipi og svikið flokkinn. Hversu flatt kom þetta upp á ykkur? „Við Katrín höfum unnið mjög náið saman í mjög langan tíma. Talað saman á löngum tímabilum á hverjum einasta degi. Þannig að ég var mjög vel upplýst um hennar vangaveltur í aðdragandanum að þessari ákvörðun. Ég hef stutt hana bæði sem pólitískan félaga og sem vinkona hennar í því að hún trúi og treysti á sitt innsæi og mat á aðstæðum. Þannig að ég studdi hana í þessari ákvörðun. Kom það niður á stjórnarsamstarfinu því hún virtist vera mikið lím? „Já það er engin spurning að það er gríðarleg breyting þegar stjórnmálamaður af þessari stærðargráðu fer af sviðinu. Það hafði mjög mikil áhrif á andrúmsloftið á milli flokkanna þegar við þurftum svo að endurraða hópnum og skerpa okkar samstarf. Auðvitað hafði það mikil áhrif. Það munaði um að hafa Katrínu við borðsendann með alla þræði í sínum höndum og mikla þjálfun í að leiða flókin ágreiningsmál til lykta. Þegar hún síðan fer veldur það auðvitað miklum breytingum. Svo verður ekkert framhjá því litið að við í VG erum í allt annarri stöðu þegar við erum með okkar formann í stjórnarráðinu heldur en ekki.“ Eftir sjö ár í embætti forsætisráðherra í umdeildri ríkisstjórn ákvað Katrín Jakobsdóttir að segja skilið við stjórnmálin og bauð sig fram til embættis forseta Íslands.Vísir/Anton Brink Ekki sjálfgefið að Bjarni yrði forsætisráðherra Var sjálfgefið að Bjarni Benediktsson yrði forsætisráðherra, þegar hún fór, var tekist á um það? „Nei í sjálfu sér var ekki tekist á um það. Þetta var bara úrlausnarefni sem við þurftum að finna út úr. Flokkarnir höfðu sína sýn og svo framvegis. En við þurftum að setja saman starfhæfan og traustan hóp og þetta varð niðurstaðan. Svandís segir það öðruvísi að sitja við ríkisstjórnarborðið með Bjarna við borðsendann. Sjálf væri hún nú í innviðaráðuneytinu þar sem stór mál eins og málefni sveitarstjórna, samgangna og stórra framkvæmdamála væru vistuð. Þar af leiðandi þyrfti hún að eiga í miklum samskiptum við Sigurð Inga Jóhannsson fyrrverandi innviðaráðherra sem nú væri í fjármálaráðuneytinu. „Þá er gott að hafa fjármálaráðherra sem þekkir þennan málaflokk,“ segir Svandís. Þótt andrúmsloftið hafi breyst við brottför Katrínar hefðu núverandi ráðherrar mikla reynslu af því að vinna saman. Hefur Bjarni breyst við það að sitja við borðsendann og stýra stjórnarsamstarfinu? „Ég held að allir horfist í augu við það sem axla ábyrgð á að vera forsætisráðherra að þá þurfi að stilla saman strengi, tala við alla og fylgjast með málum og leiða þau til lykta. Halda ráðherranefndarfundi um flókin mál og það er það sem við erum að gera með reglubundnum hætti. Bjarni stýrir þeim fundum og gerir það vel,“ segir Svandís. Lagt fyrir landsfund að slíta stjórnarsamstarfinu Framundan er landsfundur Vinstri grænna dagana 4. til 6. október. Það er auðvelt að taka undir þau orð Svandísar að hreyfingin standi nú á miklum tímamótum í um 25 ára sögu sinni. Sjaldan eða aldrei áður hefur flokkurinn mælst með eins lítið fylgi. Fyrir landsfundinum liggur tillaga tuttugu landsfundarfulltrúa um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Telur þú að þessi tillaga muni eiga hljómgrunn inni á landsfundninum? „Ég hefði verið mjög hissa miðað við hvernig stjórnmálahreyfing VG er ef tillaga af þessu tagi hefði ekki komið fram. Ég held að það sé mikilvægt og raunar nauðsynlegt að við tölum um tillöguna og afgreiðum hana ekki eins og við gerum með ályktunartillögur að jafnaði,” sagði Svandís. Enda hefði framkvæmdastjórn flokksins gert ráð fyrir klukkustundar löngum almennum umræðum um tillöguna í dagskrá landsfundar. Hún ítrekaði síðan þá skoðun sína að kjósa ætti næsta vor, þótt kjörtímabilið renni ekki út fyrr en hinn 25. september á næsta ári. „Við munum finna út úr þessu. Munum örugglega hafa mismunandi skoðanir inni á fundinum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við náum að stilla okkur saman og koma sameinuð út af fundinum.“ Þingflokkur Vinstri grænna frá sjónahóli fyrrverandi formanns flokksins.Vísir/Vilhelm Er þingflokkurinn bundinn af því sem landsfundur samþykkir um stjórnarsamstarf? „Samkvæmt stjórnarskrá eru þingmenn náttúrlega bara bundnir af sinni sannfæringu. Það er alveg skýrt. Um leið er ákvörðun landsfundar pólitískur veruleiki. Alveg óháð öllum formsatriðum,“ segir Svandís. Þetta verði rætt eins og fjöldamörg önnur mál á landsfundinum. Segjum að það yrði mjög ríkur vilji landsfundar að slíta þessu strax. Það yrði erfitt fyrir forystuna að hunsa þá niðurstöðu, ekki satt? „Jú. Ég verð líka bara að segja að við verðum að leyfa landsfundinum að takast á við þessa umræðu, en ekki draga okkur sjálf í dilka í aðdraganda fundarins með vangaveltum um hvað kann þar að gerast,“ segir Svandís. Það skipti stjórnmálahreyfingu eins og VG, sem vildi vera í miklum tengslum við grasrót sína, að grasrótin fái súrefni og næði til að ræða kosti og löst þeirrar stöðu sem væri uppi. „Vega og meta aðdragandann að kosningum sem nálgast. Meta stöðu okkar málefnalega og gagnvart þeim verkum sem við höfum tekið þátt í. Velta fyrir sér mönnun framboðslista og ýmsu því um líku. Það er verkefnið framundan óháð öllu öðru, segir konan sem vill leiða hreyfingu sína inn í nýtt kjörtímabil. VG á enn erindi í ríkisstjórn Hvað sem öðru líður er síðasti heili veturinn framundan af kjörtímabilinu. Spurningin er hvaða mál það eru sem Vinstri græn telja eftir sjö ára stjórnarsamstarf við Sjálftæðisflokk og Framsókn þess virði að halda áfram samstarfinu til að koma í gegn? Svandís nefnir þrjú mál sem á einhver hátt tengist þeim ráðuneytum sem hún hafi farið fyrir. „Í fyrsta lagi er það samgönguáætlun sem verður að klára fyrir áramót. Þá gæti einhver sagt; það getur hvaða ráðherra sem er borið það upp. Þá get ég sagt á móti að ég leggi meiri áherslu á almenningssamgöngur, meiri áherslu á tiltekna þætti þar en einhverjir aðrir ráðherrar gera. En gott og vel, það að minnsta kosti verður að gera það, því samfélagið þarf á samgöngum að halda, við vitum það.“ Margir á vinstri vængnum eiga erfitt með að fyrirgefa VG „að koma Bjarna Benediktssyni í embætti forsætisráðherra.“Vísir/Vilhelm Þá segist innviðaráðherra hafa frumvarp um almenningssamgöngur í undirbúningi. Það væri í fyrsta skipti sem stefnt væri að heildarlöggjöf um almenningssamgöngur um allt land. Sem líka væri pólitískt flagg. „Í þriðja lagi, og það er kannski það sem er mestur ágreiningur um í hinu pólitíska litrófi, er frumvarp sem er byggt á grunni Auðlindarinnar okkar sem var vinna um endurskoðun á sjávarútvegsmálunum.“ Það snérist um gagnsæi á eignar- og hagsmunatengslum, stjórnunar- og eignatengslum. „Vegna þess að við þurfum að sjá í gegnum þetta kerfi. Sjá hvernig auðmagninu er skipt í þessu landi. Hvernig sjávarútvegurinn síðan tengist öðrum þáttum íslenska kerfisins og auðmagnsins á Íslandi,“ segir Svandís. „Þessi mál verða að verða sýnileg í þinginu. Vegna þess að þarna er ákveðinn grunnur að þeirri misskiptingu auðs sem hefur einkennt íslenskt samfélag til mjög langs tíma. Ég geri mér engar grillur um að mál af þessari stærðargráðu og þessum þunga nái endilega að klárast á þessu þingi. En mér finnst afar mikilvægt að samfélagið fái að sjá og gera sér þá grein fyrir því hvernig línur skiptast á hinu pólitíska litrófi þegar við erum að tala um hagsmuni af þessari stærðargráðu.“ Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson mynduðu ríkisstjórn eftir kosningarnar 2017.Vísir/Vilhelm Þá segi ég eins og karlinn, af hverju er ekki búið að leggja þetta mál fram löngu fyrr? Er það vegna þess að þið vitið að það kemst ekki áfram? „Nei. Ég var náttúrulega með stórt frumvarp í smíðum þegar ég fór í veikindafrí á þessu ári. Sem snérist í raun og veru um allt kerfið. Þar var ég líka að tala um vistkerfisnálgun í nýtingu á auðlindum sjávar og ég var að tala um hækkun á veiðigjöldum og svo loks þetta sem ég er að tala um,” segir Svandís. Þetta hafi allt verið fléttað inn í einn stóran lagabálk í hennar frumvarpi. Bjarkey Olsen Gunnardóttir hafi hins vegar valið að leggja fram fleiri og minni frumvörp. Það væri einmitt gert nú þegar komið væri fram á síðasta ár kjörtímabilsins. Þannig að það verði kannski hægt að ljúka einhverjum af þessum málum. En aftur að stjórnarsamstarfinu og hvort það hafi aldrei gerst í þessu umdeilda samstarfi að einhver hafi hótað stjórnarslitum. Svandís segir þetta að milku leyti snúast um traust á milli formanna. Það væri mjög snúið og flókið ef fagráðherrarnir væru allir að reiða hátt til höggs og hóta slíkum ákvörðunum. „Það hefur oft slegið í brýnu og oft komið upp átök. Þú nefndir nokkur mál og það er sannarlega þannig. En þegar öllu er á botninn hvolt og í lok dags hefur það verið niðurstaðan að halda okkar striki. Við höfum líka verið í þeirri stöðu að stjórnarandstaðan hefur í sjálfu sér ekki boðið upp á valkost sem oft er veruleikinn í lýðræðissamfélögum.“ Stjórnarandstaðan væri hér og þar en ekki sameinuð á hinu pólitíska litrófi. Allt frá hægri flokkum til flokka annars staðar á litrófinu. Reiðin á vinstri vængnum í garð VG Í aðdraganda forsetakosninga í júní kom upp á yfirborðið mikil gremja og reiði á vinstri vængnum af fjölmörgum ástæðum út í þennan flokk sem vill staðsetja sig langt til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Reiðin var sumpart af þessum toga; það var eitt að þið færuð í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og séuð búin að vera þar í sjö ár, en það er eitthvað annað þegar þið afhendið Bjarna Benediktssyni forsætisráðherrastólinn. Skynjar þú ekki þessa reiði? Svandís Svavarsdóttir segir fólk hafa yfirgefið Vinstri græn af mörgum mismunandi ástæðum. Margir vilji hins vegar koma til baka og taka þátt í þeim kaflaskilum sem nú væru að eiga sér stað.VísirVilhelm Svandís kannast við þessa reiði. „Ég hef verið að tala mjög mikið við fólk undanfarið, bæði við fólk sem hefur verið með okkur í gegnum þetta allt saman og fólk sem hætti og kom til baka, hefur hætt og er ekki til í að koma til baka, fólk sem stendur á sömu rót verkalýðshreyfingar og vinstristefnu langt inn á 20. öldina. Ég finn fyrir því að leiðir skildu á mismunandi tímapunktum,“ segir Svandís. Hjá sumum hafi leiðir skilið strax við stjórnarmyndunina 2017 og hjá öðrum við endurnýjun stjórnarsamstarfsins 2021. Enn aðrir hafi sett rautt strik við einhverja tiltekna ákvörðun, einhverja lagabreytingu sem fyllti mælinn. „En mikið af þessu fólki er núna að koma til baka. Er að segja; ég vil taka þátt í þessum kaflaskilum vegna þess að við stöndum öll á sömu rót. Vegna þess að það er nauðsynlegt fyrir íslensk stjórnmál að vera með flokk sem gegnst við því að vera til vinstri, talar fyrir kvenfrelsi, náttúruvernd, félagslegu réttlæti en tekur ekki tiltekna málaflokka og geymir þá ofan í skúffu vegna þess að það hentar ekki að ræða þá.“ En það er kannski einmitt það sem mörgum finnst Vinstri græn hafa gert og rót hefur komist á fylgi hreyfingarinnar. Sósíalistaflokkurinn t.d. sem nýtur til að mynda aðeins meira fylgis en Vinstri græn um þessar mundir. Aðrir flokkar gætu sjálfsagt einnig skrifað undir margt af því sem Svandís segir hreyfingu hennar standa fyrir. Styður ekki fleiri breytingar á útlendingalögum Útlendingamálin hafa að öllum líkindum reynst hreyfingunni hvað erfiðust. Mörgum í stuðningsliði Vinstri grænna hefur þótt erfitt að kyngja málflutningi Sjálfstæðismanna í þeim efnum og telja Vinstri grænum ekki sæmandi að taka þátt í ríkisstjórn með þennan málatilbúnað. Þessi mál eru ykkur enn mjög erfið? „Já, þau eru mjög erfið, hafa verið það og munu verða það. Það liggur algerlega fyrir. Ég tek undir það sem Guðmundur Ingi [Guðbrandsson] hefur sagt, að það er komið nóg af breytingum á útlendingalögum. Þótt slík áform séu á þingmálaskrá núverandi dómsmálaráðherra sem lúta að tilteknum breytingum, þá er komið nóg af slíku.“ Þannig að þið munið ekki samþykkja nýtt frumvarp frá henni? „Ég tel að slík frumvörp eigi ekki erindi inn í þingið.“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á útlendingalögum sem Vinstri græn styðja ekki.Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa bæði nefnt breytt úrræði varðandi tvo hópa hælisleitenda. Annars vegar þá sem koma hingað til lands af sjálfsdáðun í leit að vernd og hins vegar fólk sem fengið hefur lokaniðurstöðu um synjun á vernd og beri samkvæmt nýlega hertum lögum að yfirgefa landið innan 30 daga og missir þá allan fjárhags- og húsnæðisstuðning. Búið verði til sérstakt búsetu- eða aðsetursúrræði fyrir þessa hópa í nágrenni við Keflavíkurflugvöll. Þannig að þetta fólk dreifist ekki á um 26 staði og hafi óheftan aðgang að samfélaginu. „Við höfum ekki fallist á þetta sjónarmið. Höfum ekki viljað breytingar í þá veru að koma hér á laggirnar lokuðu búsetuúrræði. Það hefur ekki verið á okkar stefnuskrá,“ segir innviðaráðherra. Vinstri græn hafi lagt meiri áherslu á inngildingu þess mikla fjölda fólks sem hingað komi aðallega til að vinna. Bregðast þurfi við „þessari miklu samfélagsbreytingu sem við erum þátttakendur í, þessum mikla fjölda af fólki af erlendum uppruna þar sem meirihlutinn er þátttakendur í okkar atvinnulífi. Að þessi hópur geti í raun og veru tekið þátt í samfélaginu, sé boðinn velkominn hvort sem það er inn í okkar velferðarkerfi eða heilbrigðiskerfi og svo framvegis. Það er viðfangsefnið,“ segir Svandís. Fólk hafi að hennar mati verið allt of fast í að ræða hælisleitendakerfið sem væri aðeins lítið brot af því sem væri til umræðu. „En við höfum ekki áformað að taka þátt í frekari breytingum á útlendingalögum.“ Áréttar innviðaráðherra. En bæði forsætis- og dómsmálaráðherra hafa hælt sér af því að um þúsund manns hafi verið gert að fara og yfirgefið landið á þessu ár? „Þau verða að tala fyrir sig,“ segir Svandís. Hún viti ekki hvort það hafi verið fólk sem allt hafi átt með réttu að yfirgefa landið. „Þau verða að tala fyrir sig og ákveða hvaða áherslur þau leggja í sínum málflutningi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftast verið fullfær um það.“ Flokkur á fallandi fæti En það blæs ekki byrlega fyrir þessa margreyndu konu sem setið hefur á þingi í fimmtán ár og í ríkisstjórnum sem tekist hafa á við efnahagshrun á árunum 2009 til 2013 og alheimsfaraldur og ýmsar náttúruhamfarir í núverandi ríkisstjórn. Hverjar yrðu áherslubreytingar hennar og skilaboð inn í komandi kosningabaráttu? Hún segir að í fyrsta lagi þurfi að skerpa áherslur hreyfingarinnar og sú málefnavinna væri hafin. Tala þurfi enn skýrar en þingmenn flokksins hafi getað gert í krefjandi samstarfi við aðra flokka. Vinstri græn standa á tímamótum þegar boðað er til landsfundar í næstu viku.Stöð 2/Arnar „Við þurfum að tala skýrar fyrir náttúruvernd og skýrar fyrir kvenfrelsismálum þar sem beinlínis er bakslag í gangi. Partur af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum snýst um að taka réttinn um ákvörðun yfir eigin líkama frá konum. Þá er ég mjög stolt af því að við í VG höfum haft forgöngu um að bæta íslensku þungunarrofslöggjöfina. Koma henni til nútímans. Félagslegt réttlæti og jöfnuður er auðvitað líka ofarlega á blaði,“ segir konan sem stefnir á formennsku í VG. Vinstri græn þurfi að sækja fram í þessum anda. Þá skipti máli í hinu pólitíska litrófi að hægrið hafi verið að ná fótfestu víða um veröld þótt það væri mjög sundrað á Íslandi í dag. „Ég er að tala um hugmyndafræðina. Trúna á markaðslögmálin, peningalega og markaðshyggjulega nálgun á nánast hvaðeina í samfélaginu. Það er það sem skiptir mjög miklu máli; að stíga miklu fastar inn varðandi það að skattkerfið sé réttlátara, að opinberir aðilar komi með skýrari hætti inn í húsnæðisuppbyggingu. Að við stöndum vörð um opinbert heilbrigðiskerfi og menntakerfi. Að við tryggjum að samfélagið sé ekki smám saman allt holað að innan. Það skiptir máli, að við sækjum fram fyrir það og jöfnuð. Sem virðist ekki bara þurfa að verja heldur líka sækja fram fyrir.“ Heldur þú að hreyfingin myndi lifa það af að koma ekki fulltrúum á þing? „Nú ertu aftur kominn í ef og væri og svo framvegis. Við ætlum að komast inn á þing og höfum allt sem þarf til þess,“ segir Svandís Svavarsdóttir þegar rétt um vika er til landsfundar Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Samtalið Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Tengdar fréttir Hólmfríður ætlar í ritara VG Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum. 27. september 2024 14:04 Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. 26. september 2024 23:09 Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. 26. september 2024 15:55 Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12 Útiloka ekki kosningar í vor Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. 25. september 2024 11:58 Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi. 24. september 2024 10:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Hólmfríður ætlar í ritara VG Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi, ætlar að bjóða sig fram til ritaraembættis hreyfingarinnar. Frá þessu greindi hún á Facebook á dögunum. 27. september 2024 14:04
Segir Vinstri græn ekki styðja frekari breytingar á útlendingalögum Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir að búið sé að gera nóg af breytingum á útlendingalögunum og að flokknum hugnist ekki lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur. Útlendingalögunum var breytt bæði við þinglok í vor og í fyrra. Dómsmálaráðherra hefur boðað frekari breytingar á lögunum í þingmálaskrá ríkisstjórnar. 26. september 2024 23:09
Hissa ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki komið fram Svandís Svavarsdóttir, innviðaráðherra og frambjóðandi til formanns Vinstri grænna, segir að það hefði komið sér á óvart ef tillaga um stjórnarslit hefði ekki verið lögð fram í aðdraganda landsfundar flokksins. Erfitt yrði fyrir forystu flokksins að hundsa slíka yfirlýsingu, ef hún hlyti brautargengi á fundinum. 26. september 2024 15:55
Svandís Svavarsdóttir mætir í Samtalið Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra mætir í Samtalið hjá Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi klukkan tvö í dag. Hún býður sig fram til embættis formanns Vinstri grænna fyrir landsfund flokksins í næstu viku þar sem liggur fyrir tillaga um að slíta stjórnarsamstarfinu. 26. september 2024 10:12
Útiloka ekki kosningar í vor Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. 25. september 2024 11:58
Svandís gefur kost á sér og vill kosningar í vor Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur ákveðið að gefa kost á sér í formannssæti Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Núverandi formaður hefur þegar tilkynnt að hann taki ekki slaginn við Svandísi. 24. september 2024 10:26