Handbolti

Viktor Gísli öflugur gegn PSG

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson spilaði vel en Andras Palicka í marki PSG spilaði enn betur.
Viktor Gísli Hallgrímsson spilaði vel en Andras Palicka í marki PSG spilaði enn betur. VÍSIR/VILHELM

Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Wisla Plock sem mátti þola naumt tap gegn París Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Kristján Örn Kristjánsson átti þá góðan leik í efstu deild Danmerkur.

Wisla mátti þola eins marks tap í kvöld, lokatölur 24-23. Tapið hefði getað verið stærra hefði Viktor Gísli ekki staðið vaktina vel en hann varði 13 skot og var með tæplega 40 prósent markvörslu. Plock fékk hins vegar tækifæri til að stela stigi af vítalínunni í lokin en vítakastið var varið.

Viktor Gísli og félagar í Wisla eru enn án stiga í A-riðli líkt og lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia.

Kristján Örn skoraði sex mörk í öruggum sigri Skanderborg á Grindsted í efstu deild danska handboltans, lokatölur 32-21. Skandeborg hefur unnið tvo leiki af fjórum og er í 6. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Haukur frá­bær í öruggum sigri Búkarest

Haukur Þrastarson var upp á sitt besta í öruggum sigri Dinamo Búkarest á Pelister í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia máttu þá þola tap á heimavelli gegn Füchse Berlín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×