Fjármálaeftirlitið samþykkir samruna Landsbankans og TM Lovísa Arnardóttir skrifar 25. september 2024 17:14 Landsbankinn keypti TM af Kviku banka í maí á tæpa 27 miljarða. Vísir/Vilhelm Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt samruna TM og Landsbankans. Í tilkynningu á vef bankans kemur fram að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann hæfan til að eiga virkan eignarhlut í TM tryggingum hf. Bankinn undirritaði samning um kaup á öllu hlutafé í TM í maí 2024. Í tilkynningu segir að markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann einnig hæfan til að fara með virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem eru dótturfélög TM trygginga hf. Kaupin eru enn háð því að Samkeppniseftirlitið samþykkti þau en sú málsmeðferð er nú hafin. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í gær kom fram að formleg málsmeðferð hafi hafist 20. september. Í tilkynningunni var öllum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum aðilum boðið að skila inn sínum sjónarmiðum varðandi samruna fyrirtækjanna. Frestur var gefinn til föstudagsins næsta, 27. september. Greint var frá því í maí á þessu ári að Landsbankinn hefði gengið til samninga við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnana. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58 Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Í tilkynningu segir að markmiðið með kaupunum sé að bjóða viðskiptavinum fjölbreyttari þjónustu, fjölga tekjustoðum og auka verðmæti bankans fyrir hluthafa. Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að Fjármálaeftirlitið telji Landsbankann einnig hæfan til að fara með virkan eignarhlut í TM líftryggingum hf. og Íslenskri endurtryggingu hf. sem eru dótturfélög TM trygginga hf. Kaupin eru enn háð því að Samkeppniseftirlitið samþykkti þau en sú málsmeðferð er nú hafin. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu í gær kom fram að formleg málsmeðferð hafi hafist 20. september. Í tilkynningunni var öllum hagsmunaaðilum og öðrum áhugasömum aðilum boðið að skila inn sínum sjónarmiðum varðandi samruna fyrirtækjanna. Frestur var gefinn til föstudagsins næsta, 27. september. Greint var frá því í maí á þessu ári að Landsbankinn hefði gengið til samninga við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna. Endanleg greiðsla fyrir TM er sögð háð kaupverðsaðlögun á þeim degi sem bankinn tekur við rekstri félagsins að fengnu leyfi eftirlitsstofnana. Kaup Landsbankans á TM hafa verið umdeild. Bankasýsla ríkisins taldi kaupin ekki samræmast eigendastefnu ríkisins og sagðist ekki hafa verið upplýst um fyrirætlanir bankans. Því hafnaði þáverandi bankaráðið og sakaði bankasýsluna um aðdróttanir í sinn garð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þáverandi fjármálaráðherra, lýsti einnig andstöðu við kaupin.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Seðlabankinn Fjármálafyrirtæki Tryggingar Samkeppnismál Tengdar fréttir Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58 Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30 Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu. 7. júní 2024 11:58
Skorti heildarmynd í Landsbankamálinu Fjárlaganefnd hefur enn ekki fengið svör frá Fjármálaráðuneytinu um hver samskipti þess og Bankasýslu ríkisins voru í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM. Nefndarmaður er svartsýnn á að þau berist. Heildarmynd í málinu liggi enn ekki fyrir. 15. apríl 2024 13:30
Bankaráðið sakar bankasýsluna um aðdróttanir Ásakanir um að leiðin sem Landsbankinn fer til að fjármagna kaup á tryggingafélaginu TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar eru aðdróttanir, að sögn bankaráðs Landsbankans. Bankinn sé langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaupin. 17. apríl 2024 12:24