Ungmenni í viðkvæmri stöðu hagnýtt í afbrot hér á landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2024 12:00 Runólfur Þórhallson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir vísbendingar um að ungmenni séu hagnýtt til afbrota hér á landi. Vísir/Einar Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir lítinn hóp ungmenna í viðkvæmri stöðu hagnýttan í skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Fylgjast þurfi sérstaklega með þessum hópi og nálgast ungmennin með fjölbreyttum leiðum. Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra fundaði með dómsmálaráðherrum hinna Norðurlandanna um skipulagða glæpastarfsemi á föstudag. Guðrún sagði í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2 að sænsk glæpagengi hafi sent fólk til Íslands til að fremja afbrot og vísaði til þess þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans fyrir um ári síðan. Gerendur í málinu hafi unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. „Við búum við mjög fjölþjóðlegt afbrotaumhverfi á Íslandi, sem hefur verið að þróast þannig undanfarin tíu, fimmtán ár,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ekki jafn slæmt og í Svíþjóð og Danmörku Á fundinum voru jafnframt fulltrúar stóru samfélagsmiðlanna, þar á meðal Snapchat, TikTok, Meta og Google. Til umræðu var einnig hvernig skipulögð glæpastarfsemi beitir samskiptaforritum til að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Við sjáum að ungt fólk í viðkvæmri stöðu, það eru vísbendingar um það að það sé verið að hagnýta það í afbrot. Á engan hátt sambærilegt við það sem við sjáum fréttir af frá Svíþjóð og Danmörku en við erum með vísbendingar um ákveðna þróun hér á landi í þá átt.“ Hann segir stöðu ungmenna almennt góða hérlendis og um sé að ræða afmarkaðan hóp í viðkvæmri stöðu en þróunin innan hans hafi verið á verri veg. Ná þurfi til þeirra með fjölbreyttum leiðum. „Það eru þau sem eru að sinna barnavernd, það er heilbrigðiskerfið, það er menntakerfið - skólarnir. Við erum með mörg kerfi sem þurfa að tala saman. Það hefur verið mikil bragarbót í því að undanförnu að þessi kerfi eru að tala betur saman til að finna þessi ungmenni sem eru í þessari viðkvæmu stöðu. En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Runólfur. Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Guðrún Hafsteindóttir dómsmálaráðherra fundaði með dómsmálaráðherrum hinna Norðurlandanna um skipulagða glæpastarfsemi á föstudag. Guðrún sagði í viðtali við dönsku fréttastofuna TV2 að sænsk glæpagengi hafi sent fólk til Íslands til að fremja afbrot og vísaði til þess þegar kveikt var í bíl lögreglumanns fyrir utan heimili hans fyrir um ári síðan. Gerendur í málinu hafi unnið eftir pöntun frá sænsku glæpagengi. „Við búum við mjög fjölþjóðlegt afbrotaumhverfi á Íslandi, sem hefur verið að þróast þannig undanfarin tíu, fimmtán ár,“ segir Runólfur Þórhallsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra. Ekki jafn slæmt og í Svíþjóð og Danmörku Á fundinum voru jafnframt fulltrúar stóru samfélagsmiðlanna, þar á meðal Snapchat, TikTok, Meta og Google. Til umræðu var einnig hvernig skipulögð glæpastarfsemi beitir samskiptaforritum til að fá börn og ungmenni til liðs við sig. „Við sjáum að ungt fólk í viðkvæmri stöðu, það eru vísbendingar um það að það sé verið að hagnýta það í afbrot. Á engan hátt sambærilegt við það sem við sjáum fréttir af frá Svíþjóð og Danmörku en við erum með vísbendingar um ákveðna þróun hér á landi í þá átt.“ Hann segir stöðu ungmenna almennt góða hérlendis og um sé að ræða afmarkaðan hóp í viðkvæmri stöðu en þróunin innan hans hafi verið á verri veg. Ná þurfi til þeirra með fjölbreyttum leiðum. „Það eru þau sem eru að sinna barnavernd, það er heilbrigðiskerfið, það er menntakerfið - skólarnir. Við erum með mörg kerfi sem þurfa að tala saman. Það hefur verið mikil bragarbót í því að undanförnu að þessi kerfi eru að tala betur saman til að finna þessi ungmenni sem eru í þessari viðkvæmu stöðu. En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir Runólfur.
Lögreglumál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Sænsk glæpagengi sendi fólk til Íslands Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir sænsk glæpagengi hafa sent fólk til Íslands til þess að fremja afbrot. 21. september 2024 23:42