Fimmti hver myndi helst velja að flytja til Danmerkur Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2024 08:02 Köben heillar. Getty Einn af hverjum fimm Íslendingum nefnir að Danmörk yrði fyrir valinu ef þeir gæti flutt til hvaða lands sem er. Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup. Í öðru sæti er Spánn en þangað væri rúmlega einn af hverjum tíu til í að flytja. Þar á eftir kemur Noregur og þá næst Ítalía, Bandaríkin og Svíþjóð. Í tilkynningu frá Gallup segir að fólk yfir sextugu og fólk milli þrítugs og fertugs er spenntast fyrir að flytja til Danmerkur. „Fólk yfir fimmtugu og fólk milli þrítugsog fertugs er einna spenntast fyrir að flytja til Spánar. Fólk undir þrítugu er spenntara fyrir flutningi til Noregs eða Svíþjóðar en þau sem eldri eru. Fólk milli fimmtugs og sextugs er einna spenntast fyrir að flytja til Ítalíu en fólk undir fimmtugu er spenntara fyrir að flytja til Bandaríkjanna en eldra fólk.“ Kjósendur Flokks fólksins velja Spán Ennfremur segir að íbúar á landsbyggðinni eru spenntari en höfuðborgarbúar fyrir að flytja til Noregs en því sé öfugt farið þegar kemur að því að flytja til Danmerkur, Svíþjóða eða Bandaríkjanna. „Fólk með meiri menntun en minni er líklegra til að vera til í að flytja til Danmerkur eða Svíþjóðar en því er öfugt farið þegar kemur að Bandaríkjunum. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna, Viðreisn, Vinstri græn, Miðflokkinn eða Pírata ef kosið yrði til Alþingis í dag myndu helst flytja til Danmerkur, þau sem kysu Flokk fólksins eða Sjálfstæðisflokkinn myndu helst flytja til Spánar en þau sem kysu Sósíalistaflokkinn flyttu helst til Noregs,“ segir í tilkynningu frá Gallup. Spurt var: „Ef þú gætir flutt til hvaða lands sem er, hvaða land yrði fyrir valinu?“ Um var að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 29. ágúst til 8. september. Heildarúrtakið var 1.718 og þátttökuhlutfallið 48,9 prósent. Skoðanakannanir Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þetta er niðurstaða Þjóðarpúls Gallup. Í öðru sæti er Spánn en þangað væri rúmlega einn af hverjum tíu til í að flytja. Þar á eftir kemur Noregur og þá næst Ítalía, Bandaríkin og Svíþjóð. Í tilkynningu frá Gallup segir að fólk yfir sextugu og fólk milli þrítugs og fertugs er spenntast fyrir að flytja til Danmerkur. „Fólk yfir fimmtugu og fólk milli þrítugsog fertugs er einna spenntast fyrir að flytja til Spánar. Fólk undir þrítugu er spenntara fyrir flutningi til Noregs eða Svíþjóðar en þau sem eldri eru. Fólk milli fimmtugs og sextugs er einna spenntast fyrir að flytja til Ítalíu en fólk undir fimmtugu er spenntara fyrir að flytja til Bandaríkjanna en eldra fólk.“ Kjósendur Flokks fólksins velja Spán Ennfremur segir að íbúar á landsbyggðinni eru spenntari en höfuðborgarbúar fyrir að flytja til Noregs en því sé öfugt farið þegar kemur að því að flytja til Danmerkur, Svíþjóða eða Bandaríkjanna. „Fólk með meiri menntun en minni er líklegra til að vera til í að flytja til Danmerkur eða Svíþjóðar en því er öfugt farið þegar kemur að Bandaríkjunum. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna, Viðreisn, Vinstri græn, Miðflokkinn eða Pírata ef kosið yrði til Alþingis í dag myndu helst flytja til Danmerkur, þau sem kysu Flokk fólksins eða Sjálfstæðisflokkinn myndu helst flytja til Spánar en þau sem kysu Sósíalistaflokkinn flyttu helst til Noregs,“ segir í tilkynningu frá Gallup. Spurt var: „Ef þú gætir flutt til hvaða lands sem er, hvaða land yrði fyrir valinu?“ Um var að ræða netkönnun sem Gallup gerði dagana 29. ágúst til 8. september. Heildarúrtakið var 1.718 og þátttökuhlutfallið 48,9 prósent.
Skoðanakannanir Spánn Íslendingar erlendis Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira