Hvað á ég að gera í því? María Rut Hinriksdóttir skrifar 22. september 2024 23:03 Undanfarið hafa alls kyns óhugnanlegar fréttir dunið á íslensku samfélagi. Við veltum eðlilega fyrir okkur hvað sé verið að gera til að sporna gegn þeirri óheillaþróun. Mörg velta einnig fyrir sér hvort við getum sjálf lagt eitthvað á vogarskálarnar og það getum við svo sannarlega gert. Meginstefið í samfélagsumræðunni er að við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar. Við erum sammála um að fræðsla og forvarnir virki. Hið opinbera þarf að bjóða upp á aðgengilega þjónustu fyrir ungmenni og ábyrgð foreldra er mikil. Það er öllu takmörk sett en þegar vandi steðjar að er best að öll hreyfiöfl nýti krafta sína í sameiningu í átt að farsælum lausnum. Hvert í sínum styrkleikum. Þorpið þarf að taka höndum saman svo samfélagið geti breyst til batnaðar; hið opinbera, þriðji geirinn, heimilin og nærsamfélagið allt. Það er mikilvægt að huga að því hvernig við tölum við ungmenni. Ekki bara heima fyrir. Hvernig samtal á samfélagið við ungmenni? Ábyrgð fjölmiðla og áhrifavalda er mikil. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um „vopnaburð ungmenna“. Ég hef frasann í gæsalöppum þar sem ég tel varhugavert að normalisera þessa nálgun á vandann sem blasir við. Hvert og eitt tilfelli er sérstakt og þarf að takast á við með einstaklingsbundinni nálgun. Það hvernig við sem samfélag tökum á og tölum um slík tilfelli skiptir máli. Þá er nauðsynlegt að ræða rót vandans sem blasir við en ekki hvernig einstaka tilfelli brýst út. Við verðum að vera tilbúin að uppræta rót vandans ef við viljum sjá einhvern árangur í vegferð samfélagsins að friðsamlegum samvistum. Ef börnin í aftursætinu heyra þennan frasa nógu oft, jafnvel án þess að skilja samhengið, þá síast inn hjá þeim að þetta sé eitthvað sem er hluti af samfélagsgerðinni. Þrátt fyrir að frasinn geti verið hentugur í fyrirsögn, samsett og lýsandi hugtök, er hann ekki vænlegur til árangurs í forvörnum eða sem viðbragð við vanlíðan ungmenna. Við erum öll sammála um að ofbeldi sé ekki í lagi. Unga fólkið okkar er að kljást við alls konar tilfinningar og leitar leiða til að vinna úr áföllum undanfarinna vikna. Ungmennin vilja taka þátt í forvarnarstarfi sem miðar að því að hörmungar endurtaki sig ekki. Þau grípa það sem áhrifavaldar segja og gera í þágu málstaðarins og meina vel. Þau nota þau verkfæri sem þeim eru gefin því þau vilja hafa áhrif á breytingu til batnaðar. En hvernig erum við sem samfélag að tjá okkur um andúð á ofbeldi og ætli þau sem eru í mestri hættu á að beita ofbeldi séu móttækileg fyrir skilaboðunum? Ef barn á leikskólaaldri meiðir annað barn, þykir það vænlegt til árangurs að kalla það aumingja? Nei. Af hverju ættu slík viðbrögð sem í eðli sínu eru neikvæð að hafa jákvæðar afleiðingar? Þau gera það ekki. Ekki á neinu aldursskeiði. Við þurfum að vera tilbúin að spegla reynsluheim ólíkra hópa og geta verið til staðar fyrir þá án þess að úthrópa fólk eða jaðarsetja það enn frekar. Þegar öll hoppa á vitlausan vagn sem verður of þungur til að snúa við, þá stefnum við öll í ranga átt Ef einstaklingur sem býr við ofbeldi hefur engan stað að leita á og engan til að tala við, er eðlilegt að hann leiti annarra verndandi leiða fyrir sjálfan sig í þeirri von um að koma í veg fyrir frekara ofbeldi (óháð því hvort svo verði raunin). Ef ungmenni vantar skjól og leiðbeiningar þá er ekki að furða að viðbrögð þeirra við mótlæti í lífinu séu á skjön við það sem við viljum meina að sé eðlilegt. Við, þorpið, getum beitt samveru og virkri hlustun í verkefninu sem framundan er við að bæta líðan unga fólksins í landinu. Við verðum að taka höndum saman og gefa okkur tíma til að hlusta og leggja okkar af mörkum. Það er það sem unga fólkið kallar eftir. Ég hef í gegnum tíðina kynnst fullt af frábæru fólki. Fólki sem er annt um samfélagið og samferðafólk sitt. Ég skora á ykkur að deila ykkar hugmyndum um hvernig best sé að byggja upp gott og heilbrigt samfélag. Við þurfum ekki að vera sammála um allt enda erum við enn sem samfélag að fikra okkur áfram í því sem við teljum að virki. Markmiðið hlýtur þó að vera það sama hjá okkur öllum. Við viljum búa í heilbrigðu og friðsamlegu samfélagi sem er þroskavænlegt fyrir okkur öll, fullorðin og börn. Snemmtæk íhlutun er lykillinn að því að koma í veg fyrir það sem annars yrði að vanda. Lágþröskuldaþjónusta er því gríðarlega mikilvægur hlekkur í keðjunni sem leiðir til farsældar. Bergið headspace er lágþröskuldaþjónusta fyrir ungt fólk og er veitt á forsendum ungs fólks. Þjónustan er gjaldfrjáls, það eru engir biðlistar og hvert og eitt ungmenni ræður sinni för í þjónustunni. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Ungmennin fá leiðbeiningar ef frekari þjónustu er þörf en 80% þeirra sem leita til Bergsins þurfa ekki á frekari þjónustu að halda. Hátt í þrjú þúsund ungmenni hafa leitað til Bergsins frá opnun þess og gæti starfsemin staðið undir mun umfangsmeira starfi ef nægt fjármagn væri tryggt til reksturs þess. Bergið headspace er í fjáröflunarátaki dagana 22. til 26. september. Átakinu lýkur með pompi og prakt með tónleikum í IÐNÓ þann 26. september og rennur allur ágóði til Bergsins headspace. Ég hvet foreldra og aðra sem tilheyra þorpi (ömmur, afar, stjúp- og skáforeldrar, nágrannar o.s.frv.) að bjóða ungmennum landsins á samverustund. Miðasala fer fram á tix.is. Einnig er hægt að styrkja Bergið með stökum fjárframlögum eða gerast Bergrisi með mánaðarlegum framlögum á heimasíðu samtakanna: https://www.bergid.is/donate Við erum öll að tala um þetta. Þetta skiptir okkur öll máli. Við getum öll lagt eitthvað til. Framtíðin er núna og okkur ber að bregðast við. Höfundur er varaformaður stjórnar Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa alls kyns óhugnanlegar fréttir dunið á íslensku samfélagi. Við veltum eðlilega fyrir okkur hvað sé verið að gera til að sporna gegn þeirri óheillaþróun. Mörg velta einnig fyrir sér hvort við getum sjálf lagt eitthvað á vogarskálarnar og það getum við svo sannarlega gert. Meginstefið í samfélagsumræðunni er að við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar. Við erum sammála um að fræðsla og forvarnir virki. Hið opinbera þarf að bjóða upp á aðgengilega þjónustu fyrir ungmenni og ábyrgð foreldra er mikil. Það er öllu takmörk sett en þegar vandi steðjar að er best að öll hreyfiöfl nýti krafta sína í sameiningu í átt að farsælum lausnum. Hvert í sínum styrkleikum. Þorpið þarf að taka höndum saman svo samfélagið geti breyst til batnaðar; hið opinbera, þriðji geirinn, heimilin og nærsamfélagið allt. Það er mikilvægt að huga að því hvernig við tölum við ungmenni. Ekki bara heima fyrir. Hvernig samtal á samfélagið við ungmenni? Ábyrgð fjölmiðla og áhrifavalda er mikil. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um „vopnaburð ungmenna“. Ég hef frasann í gæsalöppum þar sem ég tel varhugavert að normalisera þessa nálgun á vandann sem blasir við. Hvert og eitt tilfelli er sérstakt og þarf að takast á við með einstaklingsbundinni nálgun. Það hvernig við sem samfélag tökum á og tölum um slík tilfelli skiptir máli. Þá er nauðsynlegt að ræða rót vandans sem blasir við en ekki hvernig einstaka tilfelli brýst út. Við verðum að vera tilbúin að uppræta rót vandans ef við viljum sjá einhvern árangur í vegferð samfélagsins að friðsamlegum samvistum. Ef börnin í aftursætinu heyra þennan frasa nógu oft, jafnvel án þess að skilja samhengið, þá síast inn hjá þeim að þetta sé eitthvað sem er hluti af samfélagsgerðinni. Þrátt fyrir að frasinn geti verið hentugur í fyrirsögn, samsett og lýsandi hugtök, er hann ekki vænlegur til árangurs í forvörnum eða sem viðbragð við vanlíðan ungmenna. Við erum öll sammála um að ofbeldi sé ekki í lagi. Unga fólkið okkar er að kljást við alls konar tilfinningar og leitar leiða til að vinna úr áföllum undanfarinna vikna. Ungmennin vilja taka þátt í forvarnarstarfi sem miðar að því að hörmungar endurtaki sig ekki. Þau grípa það sem áhrifavaldar segja og gera í þágu málstaðarins og meina vel. Þau nota þau verkfæri sem þeim eru gefin því þau vilja hafa áhrif á breytingu til batnaðar. En hvernig erum við sem samfélag að tjá okkur um andúð á ofbeldi og ætli þau sem eru í mestri hættu á að beita ofbeldi séu móttækileg fyrir skilaboðunum? Ef barn á leikskólaaldri meiðir annað barn, þykir það vænlegt til árangurs að kalla það aumingja? Nei. Af hverju ættu slík viðbrögð sem í eðli sínu eru neikvæð að hafa jákvæðar afleiðingar? Þau gera það ekki. Ekki á neinu aldursskeiði. Við þurfum að vera tilbúin að spegla reynsluheim ólíkra hópa og geta verið til staðar fyrir þá án þess að úthrópa fólk eða jaðarsetja það enn frekar. Þegar öll hoppa á vitlausan vagn sem verður of þungur til að snúa við, þá stefnum við öll í ranga átt Ef einstaklingur sem býr við ofbeldi hefur engan stað að leita á og engan til að tala við, er eðlilegt að hann leiti annarra verndandi leiða fyrir sjálfan sig í þeirri von um að koma í veg fyrir frekara ofbeldi (óháð því hvort svo verði raunin). Ef ungmenni vantar skjól og leiðbeiningar þá er ekki að furða að viðbrögð þeirra við mótlæti í lífinu séu á skjön við það sem við viljum meina að sé eðlilegt. Við, þorpið, getum beitt samveru og virkri hlustun í verkefninu sem framundan er við að bæta líðan unga fólksins í landinu. Við verðum að taka höndum saman og gefa okkur tíma til að hlusta og leggja okkar af mörkum. Það er það sem unga fólkið kallar eftir. Ég hef í gegnum tíðina kynnst fullt af frábæru fólki. Fólki sem er annt um samfélagið og samferðafólk sitt. Ég skora á ykkur að deila ykkar hugmyndum um hvernig best sé að byggja upp gott og heilbrigt samfélag. Við þurfum ekki að vera sammála um allt enda erum við enn sem samfélag að fikra okkur áfram í því sem við teljum að virki. Markmiðið hlýtur þó að vera það sama hjá okkur öllum. Við viljum búa í heilbrigðu og friðsamlegu samfélagi sem er þroskavænlegt fyrir okkur öll, fullorðin og börn. Snemmtæk íhlutun er lykillinn að því að koma í veg fyrir það sem annars yrði að vanda. Lágþröskuldaþjónusta er því gríðarlega mikilvægur hlekkur í keðjunni sem leiðir til farsældar. Bergið headspace er lágþröskuldaþjónusta fyrir ungt fólk og er veitt á forsendum ungs fólks. Þjónustan er gjaldfrjáls, það eru engir biðlistar og hvert og eitt ungmenni ræður sinni för í þjónustunni. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Ungmennin fá leiðbeiningar ef frekari þjónustu er þörf en 80% þeirra sem leita til Bergsins þurfa ekki á frekari þjónustu að halda. Hátt í þrjú þúsund ungmenni hafa leitað til Bergsins frá opnun þess og gæti starfsemin staðið undir mun umfangsmeira starfi ef nægt fjármagn væri tryggt til reksturs þess. Bergið headspace er í fjáröflunarátaki dagana 22. til 26. september. Átakinu lýkur með pompi og prakt með tónleikum í IÐNÓ þann 26. september og rennur allur ágóði til Bergsins headspace. Ég hvet foreldra og aðra sem tilheyra þorpi (ömmur, afar, stjúp- og skáforeldrar, nágrannar o.s.frv.) að bjóða ungmennum landsins á samverustund. Miðasala fer fram á tix.is. Einnig er hægt að styrkja Bergið með stökum fjárframlögum eða gerast Bergrisi með mánaðarlegum framlögum á heimasíðu samtakanna: https://www.bergid.is/donate Við erum öll að tala um þetta. Þetta skiptir okkur öll máli. Við getum öll lagt eitthvað til. Framtíðin er núna og okkur ber að bregðast við. Höfundur er varaformaður stjórnar Bergsins Headspace.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun