„Það spurði þig enginn“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2024 11:03 Pharrell Williams er ekki alveg á sömu línu og Taylor Swift þegar það kemur að því að virða skoðanir sínar á pólitík. Vísir/EPA Tónlistarmanninum Pharrell Williams þykir ekki mikið til þess koma þegar aðrar stjörnur tjá sig um pólitík. Hann segist sjálfur halda sínum skoðunum út af fyrir sig. Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump. Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Bandaríski slúðurmiðillinn Page Six hefur þetta eftir stjörnunni. Miðillinn setur ummælin í samhengi við opinberan stuðning stórstjörnunnar Taylor Swift við Kamölu Harris í bandarísku forsetakosningunum vestanhafs. Swift birti stuðningsyfirlýsinguna á Instagram degi eftir kappræður þeirra Donalds Trump og Kamölu Harris. „Ég velti mér ekki upp úr pólitík. Það sem meira er að þá fer það í taugarnar á mér stundum þegar ég sé frægt fólk segja þér hvað þú átt að kjósa,“ segir tónlistarmaðurinn meðal annars. Hann vísar aldrei beinum orðum að Swift en erlendir slúðurmiðlar telja ljóst að hann sé meðal annars að tjá sig um hana. „Það eru stjörnur sem ég virði sem hafa skoðun á þessu, en ekki allir. Ég er einn af þeim sem segir bara, ha? Þegiðu. Það spurði þig enginn.“ Sjálfur vill tónlistarmaðurinn ekki gefa upp hvern hann hyggst kjósa þó hann segist efast um að hans atkvæði fari til ysta hægrisins eins og hann kallar það. „Mér er annt um mitt fólk og mér er annt um landið, en mér finnnst eins og það þurfi að bretta upp ermar og mér hefur alltaf þótt mikilvægt að grípa til aðgerða.“ Þrátt fyrir að Taylor Swift sé stærsta stjarnan til þess að styðja forsetaframbjóðanda vestanhafs er hún alls ekki sú eina. Þannig hafa stjörnur á borð við Billie Eilish, Olivia Rodrigo, George Clooney, Barbra Streisand og John Legend meðal annars öll lýst yfir stuðningi við Harris. Á meðan hafa frægðarmenni líkt og Kid Rock, Hulk Hogan og Elon Musk lýst yfir stuðningi við Trump.
Hollywood Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira