„Langveikt barn í hjólastól peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið“ Jakob Bjarnar skrifar 17. september 2024 14:22 Bjarni Benediktsson og Sigmar Guðmundsson sem fordæmdi afgreiðslu máls Yazans litla, sagði hann fórnarlamb í flokkapólitísku vopnaskaki. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar sumir hverjir þjörmuðu að ríkisstjórninni vegna máls Yazans en víst er að mikil spenna ríkir um framtíð ríkisstjórnarinnar undir dagskrárliðnum Störf þingsins nú rétt í þessu. Ráðherrar voru sakaðir blákalt um að notfæra sér framtíð langveiks barns í flokkspólitísku ati en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt ákvörðunina standa, um brottflutning Yazans og foreldra hans eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Sigmar Guðmundsson Viðreisn sagði óvenju nöturlegt í þingsalnum, þingveturinn fari ekkert sérstaklega vel af stað en hann var einn þeirra þingmanna sem gerði mál Yazans að umtalsefni. „Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælisleitendamálum þá hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið. Atburðarásin sem hefur birst okkur síðasta einn og hálfa sólarhringinn er engum til sóma og hún er beinlínis ógn við heilsu Yasans Tamimi. Hann þarf umönnun og aðstoð að halda, en ekki þeim hringlandahætti sem við höfum séð.“ Sigmar sagði stjórnmál á Íslandi verða að komast upp úr skotgröfunum þegar fólk, eða barn í þessu tilviki, í sérstaklega viðkvæmri stöðu á allt sitt undir. Um þetta hljóti þingmenn að geta sammælst. „Þetta var ekki góð stjórnsýsla, sagði hæstvirtur dómsmálaráðherra í gær. Það er rétt, en við skulum ekki bara nota kerfistungumál þegar við lýsum þessu. Þetta er ómannúðlegt og óverjandi, algerlega óháð því hvaða skoðun við höfum á hælisleitendum og því regluverki.“ Öll orka stjórnarflokkanna fari í þetta at og brýn hagsmunamál nái ekki einu sinni inn á þingið á þessum síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Þar ríkir málaþurrð að mati Sigmars, en þingið ætti auðvitað að vera ræða raunverulegar aðgerðir vegna verðbólgu og vaxta og biðlista heilbrigðiskerfisins sem lengjast frekar en hitt: „Alvarlegum vanskilum fjölgar hratt samkvæmt fréttum nýverið og það væri meiri reisn yfir því að takast á við þau knýjandi verkefni frekar en að æðsta stjórn ríkisins birtist okkur með þeim eindemum sem verið hefur síðasta sólarhringinn,“ sagði Sigmar Guðmundsson Viðreisn. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Ráðherrar voru sakaðir blákalt um að notfæra sér framtíð langveiks barns í flokkspólitísku ati en Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt ákvörðunina standa, um brottflutning Yazans og foreldra hans eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Sigmar Guðmundsson Viðreisn sagði óvenju nöturlegt í þingsalnum, þingveturinn fari ekkert sérstaklega vel af stað en hann var einn þeirra þingmanna sem gerði mál Yazans að umtalsefni. „Algerlega óháð því hvaða skoðun menn og flokkar hafa á hælisleitendamálum þá hljótum við öll að fordæma að langveikt barn í hjólastól sé peð og fórnarlamb átaka við ríkisstjórnarborðið. Atburðarásin sem hefur birst okkur síðasta einn og hálfa sólarhringinn er engum til sóma og hún er beinlínis ógn við heilsu Yasans Tamimi. Hann þarf umönnun og aðstoð að halda, en ekki þeim hringlandahætti sem við höfum séð.“ Sigmar sagði stjórnmál á Íslandi verða að komast upp úr skotgröfunum þegar fólk, eða barn í þessu tilviki, í sérstaklega viðkvæmri stöðu á allt sitt undir. Um þetta hljóti þingmenn að geta sammælst. „Þetta var ekki góð stjórnsýsla, sagði hæstvirtur dómsmálaráðherra í gær. Það er rétt, en við skulum ekki bara nota kerfistungumál þegar við lýsum þessu. Þetta er ómannúðlegt og óverjandi, algerlega óháð því hvaða skoðun við höfum á hælisleitendum og því regluverki.“ Öll orka stjórnarflokkanna fari í þetta at og brýn hagsmunamál nái ekki einu sinni inn á þingið á þessum síðasta þingvetri kjörtímabilsins. Þar ríkir málaþurrð að mati Sigmars, en þingið ætti auðvitað að vera ræða raunverulegar aðgerðir vegna verðbólgu og vaxta og biðlista heilbrigðiskerfisins sem lengjast frekar en hitt: „Alvarlegum vanskilum fjölgar hratt samkvæmt fréttum nýverið og það væri meiri reisn yfir því að takast á við þau knýjandi verkefni frekar en að æðsta stjórn ríkisins birtist okkur með þeim eindemum sem verið hefur síðasta sólarhringinn,“ sagði Sigmar Guðmundsson Viðreisn.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Viðreisn Samfylkingin Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir „Þessar elskur“ eru virðulegir þjóðfélagsþegnar í dag Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira