Gætu þurft að taka fram fyrir hendur Seðlabankans Ólafur Björn Sverrisson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. september 2024 23:17 Ásthildur Lóa ræddi efnahagsástandið og fyrirhuguð mótmæli í kvöldfréttum Stöðvar 2. vísir/vilhelm Stjórnvöld verða að grípa inn í, hafi peningastefnunefnd Seðlabankans ekki hug á því að lækka vexti í bráð. Þetta segir þingmaður Flokks fólksins sem hvetur fólkið til þess að mótmæla við þingsetningu á morgun. Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Verkalýðshreyfingin hefur boðað til mótmælanna og segjast foringjar verkalýðsfélaga skynja mikla reiði vegna langvarandi verðbólgu og hárra vaxta og krefjast þess að stjórnvöld setji heimilin í landinu í forgang. Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins kveðst hafa mikinn skilning á því að fólk ætli sér að mótmæla við þingsetninguna á morgun. „Ég held að það sé bara verulega slæmt ástand á mörgum heimilum, þar sem afborganir lána hafa hækkað meira en hundrað prósent, á þessum síðustu tveimur árum. Jafnvel með einu höggi hjá þeim sem lentu í snjóhengjunni ef svo má segja,“ segir Ásthildur Lóa sem ræddi málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum. Hún hvetur fólk til að mæta. „Það skiptir máli að sýna samstöðu, að það sjáist hvað er að gerast,“ segir Ásthildur Lóa. „Ef það er ekki stjórnmálanna að lækka vexti þá veit ég ekki hverra það er, að verja heimilin,“ segir hún, spurð út í það hvað stjórnvöld þurfi að gera í efnahagsástandinu. „Ef að Seðlabankinn ætlar ekki að fara í þetta ferli, þá verða stjórnvöld að grípa inn í og setja í gang ferli.“ Temprun útgjaldavaxtarins Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir skýrt hvert markmiðið næstu vikurnar á þingi sé. „Það er sársaukafullt fyrir heimilin og fyrirtæki í landinu að borga svona háa vexti, þannig það er hægt að hafa skilning á því. En þess vegna er svo mikilvægt að við stöndum saman að því að ná niður verðbólgu, öðruvísi náum við ekki að lækka vextina,“ segir Hildur. Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/Vilhelm Fjárlög séu eitt tæki til þess að lækka verðbólgu. Þau verða lögð fram í vikunni. „Þau verða að vinna með Seðlabankanum í því að hægja á hagkerfinu. Þar skiptir mestu máli að forgangsraða útgjöldum. Þannig að það er mjög skýrt verkefni okkar hér næstu vikur.“ „Við erum að tempra útgjaldavöxtinn, þannig það eru vissulega jákvæð teikn. Ég finn allavega einhug um það í ríkisstjórninni og ég vona að allir verði með okkur í því. Þetta er bara lögmál sem verður að ganga eftir,“ segir Hildur að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Fjármál heimilisins Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira