Tvöfalda viðbúnað á Ljósanótt í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 12:37 Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Egill Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt tónlistar- og bæjarhátíð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Búist er við talsvert fleiri gestum á hátíðinni í kvöld og viðbúnaður lögreglu verður meira en tvöfaldaður miðað við það sem var í gær. Líkamsárásirnar sem tilkynntar voru eru allar minniháttar. Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að í einu tilvikinu hafi ungur drengur tilkynnt um að annar hafi lamið sig. Gerandi sé óþekktur. Tilkynnt hafi verið um hinar árásirnar við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ. Í annarri hafi þolandi verið með skurð á höfði en gerandi óþekktur. Í þeirri þriðju var kona með áverka á andliti og lögregla telur sig vita hver hafi verið að verki. Enginn hefur verið handtekinn vegna tilkynninganna. „Við erum nokkuð sátt með síðustu nótt en það var talsverð ölvun, og miðað við veðrið í gær kom það okkur á óvart. En aðalkvöldið er í kvöld og við hvetjum fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Bjarney. Verðið þið með sama viðbúnað í kvöld en í gær, eða ætliði að auka við hann? „Það er meira en tvöfalt frá því í gær.“ Þannig að þið eruð við öllu búin? „Við erum við öllu búin,“ segir Bjarney. Með ólöglega gasskammbyssu Þá virðist allt hafa farið vel fram á Októberfest á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Hvorki var tilkynnt um ofbeldisbrot né kvartað undan hávaða, að sögn lögreglu. Þá var ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni handtekinn eftir að lögreglumenn komu auga á skaft af skotvopni í bílnum. Vopnið reyndist svokölluð gassskammbyssa, airsoft-byssa þar sem kúlum er skotið með gashylki. Slíkar byssur eru ólöglegar hér á landi. Einnig fannst stór hnífur og meint fíkniefni í bílnum, auk þess sem ökumaðurinn reyndist ölvaður. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Reykjanesbær Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33 Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Líkamsárásirnar sem tilkynntar voru eru allar minniháttar. Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að í einu tilvikinu hafi ungur drengur tilkynnt um að annar hafi lamið sig. Gerandi sé óþekktur. Tilkynnt hafi verið um hinar árásirnar við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ. Í annarri hafi þolandi verið með skurð á höfði en gerandi óþekktur. Í þeirri þriðju var kona með áverka á andliti og lögregla telur sig vita hver hafi verið að verki. Enginn hefur verið handtekinn vegna tilkynninganna. „Við erum nokkuð sátt með síðustu nótt en það var talsverð ölvun, og miðað við veðrið í gær kom það okkur á óvart. En aðalkvöldið er í kvöld og við hvetjum fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Bjarney. Verðið þið með sama viðbúnað í kvöld en í gær, eða ætliði að auka við hann? „Það er meira en tvöfalt frá því í gær.“ Þannig að þið eruð við öllu búin? „Við erum við öllu búin,“ segir Bjarney. Með ólöglega gasskammbyssu Þá virðist allt hafa farið vel fram á Októberfest á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Hvorki var tilkynnt um ofbeldisbrot né kvartað undan hávaða, að sögn lögreglu. Þá var ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni handtekinn eftir að lögreglumenn komu auga á skaft af skotvopni í bílnum. Vopnið reyndist svokölluð gassskammbyssa, airsoft-byssa þar sem kúlum er skotið með gashylki. Slíkar byssur eru ólöglegar hér á landi. Einnig fannst stór hnífur og meint fíkniefni í bílnum, auk þess sem ökumaðurinn reyndist ölvaður. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Reykjanesbær Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33 Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33
Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13