Nýtt fimleikahús óskast á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. september 2024 20:05 Hjónin Tanja Birgisdóttir yfirþjálfari hjá Fimleikadeild UMF.Selfoss og Mads Pind, sem er einnig þjálfari hjá deildinni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirþjálfari fimleikadeildarinnar á Selfossi skorar á bæjaryfirvöld í Árborg að byggja nýtt fimleikahús þar sem núverandi hús sé orðið allt of lítið og lélegt fyrir deildina. Níu stelpur úr fimleikunum er á leiðinni til Azerbaijan til að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum. Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Það er mikill kraftur í starfsemi fimleikadeildarinnar enda önnur stærsta deildin innan Ungmennafélags Selfoss hvað varðar fjölda iðkenda en um fjögur hundruð börn og unglingar æfa fimleika á Selfossi í dag. En hverju þakkar yfirþjálfari deildarinnar þennan áhuga á fimleikum á Selfossi? „Það er svo margt sem spilar inn í, bara fyrst og fremst þjálfararnir, sem við eigum. Við erum ótrúlega heppnin með hópinn okkar og iðkendurnir, sem eru búnir að alast upp hjá okkur í gegnum árin og eru orðnar fyrirmyndir í samfélaginu,” segir Tanja Birgisdóttir. Hvað segir þú, ertu ekki ánægður með þetta? „Jú, mjög ánægður. Ég kem frá Danmörku og flutti hingað og er búin að þjálfa í átta ár hér á Selfossi,” segir Mads Pind, fimleikaþjálfari en hann er líka eiginmaður Tönju. Það stendur mikið til hjá fimleikadeildinni því níu landsliðstelpur eru að fara að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum, sem fer fram í næsta mánuði í Azerbaijan. En hvernig leggst mótið í stelpurnar? „Mjög vel, já bara mjög vel, við erum mjög spenntar,” segja þær Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, landsliðskonur Selfyssinga í fimleikum. Frá vinstri, Elsa Karen, Birta Sif og Katrín Drífa, þrjár af landsliðskonum Selfyssinga í fimleikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir Tanja um aðstöðu fimleikadeildarinnar á Selfossi í íþróttahúsinu Baulu? „Hún er ekki góð, hún er langt frá því að vera góð. Hún var í rauninni sprungin áður en við hófum starfið. Við fengum þennan sal 2008 ef ég man rétt og hann var þá sprungin. Við getum ekki haldið keppnir hérna, sem þýðir að þegar við höldum mót þá þurfum við að færa okkur í annað húsnæði og það eru oft mikið tjón á áhöldunum, sem eru dýr.” Þannig að þú biðlar til bæjarstjórnar um nýtt hús? „Já, ég geri það hér með.” Um 400 iðkendur æfa fimleika á Selfossi undir stjórn nokkurra þjálfara.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Fimleikar Íþróttir barna Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira