Örlagaríkur tölvupóstur opnaður á Facetime við mömmu og pabba Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. september 2024 14:01 Erna og Hrefna fallast hér í faðma á Facetime við foreldra sína í fyrra þegar í ljós kom að þær hefðu báðar fengið samning við einn besta dansflokk heims. Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru 24 ára eineggja tvíburasystur sem náð hafa lygilegum árangri í ballettheiminum í Bretlandi. Þær segja hápunkt ferilsins hingað til tvímælalaust hafa verið þegar þær fengu samning við Royal national ballet, einn virtasta ballettflokk Bretlands. Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Sjá meira
Erna og Hrefna eru einkar samrýmdar og hafa hingað til fetað nákvæmlega sömu braut í lífinu. Ballett er sameiginleg ástríða þeirra og þeim hefur báðum tekist að skapa sér glæstan feril utan landsteinanna. Árangurinn er ótrúlegur. Þær hafa komist á samning hjá virtum dansflokkum og dansað fyrir fullum sal í Royal Albert hall í London. Þær hafa fylgst að allan tímann, í gegnum súrt og sætt. Við settumst niður með systrunum í Íslandi í dag á dögunum. Augnablikin hafa mörg verið ansi stór hjá systrunum síðustu ár. Þær eru sammála þegar þær eru inntar eftir því alla stærsta; það hafi verið þegar fjarlægur draumur rættist loks í fyrra. „Við Sáum að English national ballet, sem er einn besti ballettflokkur heims, var að auglýsa. Við ákváðum að við ætluðum að sækja um að gamni, þó að líkurnar séu rosalega litlar,“ segir Hrefna. Þær segja að tvö þúsund manns hafi sótt um, 150 verið boðaðir í prufur og þrettán dansarar fengu samning yfir sumarið. Bæði Hrefna og Erna hrepptu hnossið. „Mómentið þegar við opnuðum tölvupóstinn frá þeim, þegar við fáum samning hjá English national ballet. Þetta var svo rosalega langsótt markmið, maður leyfði sér ekki að dreyma um þetta. Þegar við opnuðum tölvupóstinn þá hrundu tárin, við vorum á Facetime við mömmu og pabba,“ segir Hrefna. Og ekki nóg með það heldur voru Hrefna og Erna báðar valdar til að dansa á frumsýningarkvöldinu í Royal Albert hall. Aðeins þrír dansarar sem ekki eru fastráðnir við flokkinn voru valdir til verksins. „Og þær sýningar sem við sýnum í Royal Albert Hall líka, þar er setið frá öllum hliðum. Þær eru hápunkturinn. Og við reynum alltaf að útskýra fyrir þeim sem eru ekki í ballett að þetta sé eins og að fá samning hjá Manchester United í fótboltanum,“ segir Erna. Viðtalið við tvíburana má horfa á í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Ísland í dag Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Sjá meira