Vistunardagar barna í gæsluvarðhaldi 520 á árinu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 3. september 2024 21:06 Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Vísir/Arnar Halldórsson Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir gríðarlegan vanda ríkja á Stuðlum, sérstaklega í neyðarvistun. Vistunardögum barna í gæsluvarðhaldi hefur fjölgað verulega frá árinu 2022. Hún segir álag á neyðarvistuninni valda því að ekki er hægt að sinna meðferðarhluta Stuðla eins vel og áður. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kynnti aðgerðir á ríkisstjórnarfundi í morgun vegna aukningar í vopnaburði ungmennaungmenna. Hún og Sigríður Björk Guðjónsdóttir höfðu báðar orð á því að fjölga þyrfti úrræðum vegna þeirrar þróunar. Til að mynda þyrfti að fjölga samfélagslögregluþjónum og húsnæði undir úrræði. „Það er náttúrlega gríðarlegur vandi hjá okkur í dag á Stuðlum, og sérstaklega þá í neyðarvistun,“ segir Ólöf Ásta Farestveit forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Berghildur ræddi við hana í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólöf Ásta segir vistunardaga barna í gæsluvarðhaldi hafa fjölgað gríðarlega milli ára. „Ef við skoðun tvö ár aftur í tímann þá vorum við með tíu vistunardaga fyrir börn í gæsluvarðhaldi. Síðan vorum við með 360 í fyrra og við erum komin upp í 520 vistunardaga í dag.“ Hvað þýðir þetta varðandi til dæmis húsnæði? „Við erum náttúrlega að nota neyðarvistun Stuðla, sem er barnaverndarúrræði þegar þarf að stoppa unglinga af sem eru jafnvel að valda heilsu sinni tjóni. Þetta er líka fyrir börn sem eru í vímuefnavanda til þess að stoppa af. Þetta er barnaverndarúrræði og svo erum við með meðferðarúrræði. Og þetta flyst náttúrlega á milli hjá okkur. Við náum ekki alveg að sinna meðferðinni eins og við viljum vegna þess að það er svo gríðarlegt álag á neyðarvistuninni.“ Hún segir að Barna- og fjölskyldustofa fái lánað húsnæði hjá Fangelsismálastofnun til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og þeirra sem eru vistaðir á Stuðlum. Ungmennin óttaslegin Sem fyrr segir er vinna að nýjum úrræðum gegn vopnaburði barna hafin. Til að mynda hefur dómsmálaráðherra skipað starfshóp sem á að skila tillögum að aðgerðum á næstu dögum. Þá verður notast við málmleitartæki á busaballi Menntaskólans í Reykjavík síðar í vikunni. „Það er kominn ákveðinn órói í samfélagið,“ segir Ólöf aðspurð hvernig henni litist á slíkar aðgerðir. „Og við finnum það í unglingasamfélaginu, þau eru óttaslegin. En við þurfum náttúrlega að taka þetta föstum tökum og það sem er að gerast núna er samvinna milli kerfa. Það er þverpólitísk samstaða í þessu verkefni sem gerir það að verkum að við ættum fljótlega að geta unnið bug á þessu,“ segir Ólöf.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Stunguárás við Skúlagötu Félagsmál Fangelsismál Málefni Stuðla Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira