Tíminn stóð í stað en allt var á fleygiferð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 3. september 2024 07:01 Viðbrögðin við áheitasöfnun Berglindar fóru fram úr hennar björtustu vonum. Söfnunin endaði í 1.440.000 krónum og Berglind endaði í næstefsta sæti á listanum yfir þá hlaupara sem náðu að safna mestum áheitum. Samsett „Mér fannst svo viðeigandi að gera þetta í minningu pabba. Pabbi var þannig gerður að hann vildi aldrei skulda neinum neitt eða standa í þakkarskuld við neinn. Og björgunarsveitirnar, sem komu og hjálpuðu okkar þennan dag áttu þetta svo sannarlega inni,“ segir Berglind Sigurðardóttir en faðir hennar, Sigurður Sigurjónsson, lést af slysförum á Skógaheiði í október á seinasta ári. Berglind segir Dagrenningu og Bróðurhönd í Rangárþingi eystra hafa spilað gífurlega stórt hlutverk á þessum örlagaríka degi, og að í aðstæðum þessum komi bersýnilega í ljós hversu mikilvægt starf er unnið af hálfu björgunarsveitanna. Seinasta samverustundin var notaleg Berglind ólst upp á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum og er yngst í hópi fimm systkina. „Það voru mikill forréttindi að alast upp í sveit, hafa þetta frelsi og líka bara þessi undirbúningur sem maður fékk fyrir lífið. Maður lærði að vinna, og maður sá hvað maður var fær um að gera.“ 12. október 2023 rennur henni seint úr minni. Berglind, sem búsett er í Hafnarfirði, hafði drifið sig heim í sveitina til foreldra sinna til hjálpa þeim að vinna kjöt af nýslátruðu. „Á þessum árstíma eru miklar annir í sveitinni; slögtun og smalamennska og nóg að gera. Ég er svo heppin að ég get sinnt starfinu mínu hjá Dohop í fjarvinnu og af því að ég elska þennan tíma í sveitinni þá vildi ég endilega koma og létta undir með mömmu og pabba. Við pabbi áttum afskaplega notalega stund í eldhúsinu þennan morgun og við tókum gott spjall yfir morgunkaffinu. Það er gott að ylja sér við þá minningu.“ Berglind og faðir hennar áttu einstaklega gott og náið samband.Aðsend Heyrði bílhjóðið í fjarska Síðla parts þennan dag héldu faðir Berglindar og frændi hennar upp í heiði til að athuga með eftirlegukindur, og það vildi þannig til að kindin hennar Berglindar var þar á meðal. „Ég hætti að vinna um miðjan daginn og fór að hjálpa mömmu að úrbeina. Ég man eftir því þegar við stóðum tvær þarna í kjallaranum og heyrðum hljóðið í buggýbílnum fjarlægast. Stuttu seinna hringdi bróðir minn í mömmu og spurði hvort við værum búnar að heyra í pabba, sem hún svaraði neitandi. Hann hafði þá misst af símtali frá Sigurjóni frænda, sem fór með pabba upp í heiði, og náði ekki í hann til baka. Það vill þannig til að bróðir minn er í björgunarsveitinni og var þarna búinn að fá tilkynningu um að það hefði orðið slys á Skógarheiði. Hann grunaði strax að eitthvað hefði komið fyrir pabba og Sigurjón, en hann sagði okkur ekki frá því þarna strax. Við reyndum að hringja í pabba en það svaraði enginn. Og ég spurði mömmu hvort við ættum ekki bara að drífa okkur upp eftir og sjá hvort við gætum gert eitthvað. Einhvern veginn fengum við það báðar á tilfinninguna að það hefði eitthvað komið fyrir pabba. Þegar við vorum lagðar af stað hringdi Sigurjón frændi síðan í mömmu og sagði henni að buggý-bíllinn hefði oltið með pabba innanborðs. Við keyrðum eins hratt og við gátum og ég byrjaði að klæða mig úr kraftgallanum sem ég var í, af því að ég vildi vera tilbúin um leið og við kæmum, og halda hita á pabba.“ Berglind er sveitastelpa í húð og hár.Aðsend Tíminn stóð í stað Berglind segir aðkomuna uppi á heiði hafa verið lamandi. Buggý bílinn lá á hliðinni og faðir hennar var þar innanborðs, meðvitundarlaus. „Ég rauk að bílnum og tókst að koma mér inn í hann og byrjaði síðan að gera allt sem ég gat; hnoðaði og blés og reyndi að halda hita á pabba. Á meðan var mamma í símanum, með Neyðarlínuna á hinum endanum, og við fengum þau fyrirmæli að reyna að koma pabba út úr bílnum. Ég reyndi að lyfta honum, af því að það var eina útgönguleiðin, en það var ómögulegt. Mamma og frændi reyndu að brjóta upp rúðuna á bílnum með smalastöfunum og ég þrykkti og sparkaði og öskraði en ekkert gekk. Ég fór í einhvern rosalegan ham þarna, fékk einhvern ofurkraft sem ég vissi ekki að byggi yfir. Ég var orðin hás og aum. Það er erfitt að lýsa því hvernig það var að vera í þessum aðstæðum; að vera algjörlega hjálparvana og vonlaus en að vera á sama tíma að reyna allt sem mögulegt er til að láta allt fara á besta veg.“ Hún segist aldrei gleyma augnablikinu þegar bílar björgunarsveitanna Bróðurhönd og Dagrenningar birtust, ásamt sjúkrabíl. „Þá kviknaði allt í einu einhver vonarneisti og ég hugsaði með mér að núna myndi allt verða í lagi, þetta myndi allt saman reddast.“ Strax var hafist handa við að ná föður Berglindar út úr bílnum og svo tóku við endurlífgunartilraunir. „Þetta var allt saman svo óraunverulegt, að sitja þarna í bílnum og bíða og vona. Ég var alveg stjörf. Tíminn stóð í stað en allt var á fleygiferð í kringum mig. Þetta var eins og að standa á hlaupabretti en geta ekki hlaupið. Eða eins og að vera í miðjunni á hvirfilbyl, allt í kringum þig er á milljón og þú engann veginn stjórnað aðstæðunum. Eftir því sem leið á og tíminn varð lengri og lengri þá fór ég að velta því fyrir hverjar afleiðingarnar myndu verða ef pabbi mynda lifa af, hvort hann myndi þá geta átt sama líf og áður. Myndi hann þá hugsanlega þurfa að enda ævina á einhverri stofnun? Ég vissi að pabbi hefði aldrei sætt sig við slík örlög. Og stuttu seinna fengum við svo að vita að pabbi væri látinn. Þeir reyndu allt sem þeir gátu en það bar ekki árangur,“ segir Berglind. „Ég sá í einu leifturljósi hvað lífið getur verið hverfullt, skrítið og ósanngjarnt.“ Sigurður Sigurjónsson, faðir Berglindar var afar vel þekktur og vel liðinn innan samfélagsins í sveitinni.Aðsend Þéttsetin kirkja Undanfarnir mánuðir hafa reynst Berglindi og fjölskyldu hennar þungbærir en þau standa þétt saman. „Þetta var rosalega súrrealískt þarna fyrstu dagana á eftir. Þetta gerðist á háannatíma í sveitinni. Pabbi hafði alltaf verið með allt á hreinu, vissi hvar allt var, þekkti allar rollurnar úr fjarlægð. Allt í einu var hann farinn en það var samt ekkert annað í boði en að sinna öllum verkunum sem biðu. Það var ekkert hægt að slá þeim á frest. Við komum heim og það biðu skrokkar inni í fjárhúsi sem við þurftum að koma í frysti svo þeir myndu ekki skemmast. Ég stóð bara þarna um kvöldið, hálf grátandi að græja kjöt. Svona er bara lífið í sveitinni! Næstu daga og vikur var svo allt þetta hauststúss;það þurfti að koma kindunum og heim og sinna hinu og þessu og ofan á það þurftum við að standa í því að velja kistu og undirbúa útförina hans pabba og ganga frá hinum og þessum pappírum. Þarna kom líka greinilega í ljós hvað pabbi hafði verið vel þekktur og vel liðinn þarna í samfélaginu, enda hafði hann alltaf verið svo hjálpsamur og boðinn og búinn til að aðstoða alla. Samfélagið í sveitinni greip okkur fjölskylduna alveg og stóð þétt við bakið á okkur.“ Það var þéttsetið í litlu sveitakirkjunni þegar útför föður Berglindar fór fram nokkrum vikum seinna. „Það er eins og pabbi haft átt eitthvað samtal við veðurguðina áður. Það var smá sól og ótrúlega fallegt veður þennan dag og svo um leið og kistan var að síga niður breyttist veðrið og það var brjálað rok og ískalt.“ Ótrúleg viðbrögð „Mér finnst ákveðin huggun að hugsa til þess að pabbi lést þó við að gera það sem hann elskaði mest, sem var að eltast við kindur, og á einum af sínum uppáhaldsstöðum. Þó svo að pabbi hafi ekki verið tilbúinn til þess að yfirgefa þetta líf á þessum tímapunkti þá veit ég hann að hefði frekar viljað deyja þarna, heldur en að deyja ósjálfbjarga inni á einhverri stofnun,“ segir Berglind jafmframt. Hún hefur áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, þegar hún hljóp til styrktar Barnaspítala Hringsins. Þá hljóp hún í nafni systurdóttur sinnar sem lést einungis tveggja ára gömul af völdum erfðagalla. Nú í ár kom ekki annað til greina hjá Berglindi en að hlaupa í nafni föður síns. Og það gerði hún þegar Reykjavíkurmaraþonið fór fram þann 24. ágúst síðastliðinn. Hún vildi leggja sitt af mörkum til að styðja við starfsemi björgunarsveitanna Dagrenningu og Bróðurhönd, sem unnu ómetanlegt starf þennan örlagaríka dag, 12.október 2023. „Þarna voru menn sem voru kunningar og vinir pabba að berjast fyrir lífi hans og gerðu allt hvað þeir gátu. Þetta voru menn sem fengu kallið, hentu öllu frá sér og voru mættir á ótrúlega skömmum tíma. Þetta voru líka menn sem komu og tóku mig, mömmu, frænda og bróður minn í sína arma og gerðu allt hvað þeir gátu til að auðvelda okkur aðstæður,“segir Berglind. Berglind var með þétt stuðningslið á bak við sig í Reykjavíkurmaraþoninu.Aðsend Í skýjunum Líkt og Berglind bendir á er mikilvægi björgunarsveitanna óumdeilanlegt. „Á þessu svæði þar sem Dagrenning og Bróðurhönd starfa, á Suðurlandi undir Eyjafjöllum er endalaust mikið af útköllum. Enda er mikið af ferðamannastöðum og göngustöðum þarna, eins og Fimmvörðuháls og Þórsmörk. Dagrenning og Bróðurhönd sinna ótrúlega mikilvægu og stóru hlutverki, allt í sjálfboðavinnu og oftast við gífurlega erfiðar og krefjandi aðstæður. Aðstæður sem enginn myndi óska sér að vera í. Ég held að það séu margir sem líta of sjálfsögðum augum á starf björgunarsveitanna og taki því sem gefnu.“ Viðbrögðin við áheitasöfnun Berglindar fóru fram úr hennar björtustu vonum. Söfnunin endaði í 1.440.000 krónum og Berglind endaði í næstefsta sæti á listanum yfir þá hlaupara sem náðu að safna mestum áheitum. „Ég er bara orðlaus yfir þessu. Ég er algjörlega í skýjunum. Ég hafði sett mér það markmið að safna 200 hundruð þúsund krónum, 100 þúsund fyrir hvora björgunarsveit en gerði mér nú engar sérstakar vonir. Svo bara sprakk þetta. Ég er óendanlega þakklát og ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd a plóg og styrktu þetta góða málefni innilega fyrir.“ Reykjavíkurmaraþon Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Berglind segir Dagrenningu og Bróðurhönd í Rangárþingi eystra hafa spilað gífurlega stórt hlutverk á þessum örlagaríka degi, og að í aðstæðum þessum komi bersýnilega í ljós hversu mikilvægt starf er unnið af hálfu björgunarsveitanna. Seinasta samverustundin var notaleg Berglind ólst upp á bænum Ytri Skógum undir Eyjafjöllum og er yngst í hópi fimm systkina. „Það voru mikill forréttindi að alast upp í sveit, hafa þetta frelsi og líka bara þessi undirbúningur sem maður fékk fyrir lífið. Maður lærði að vinna, og maður sá hvað maður var fær um að gera.“ 12. október 2023 rennur henni seint úr minni. Berglind, sem búsett er í Hafnarfirði, hafði drifið sig heim í sveitina til foreldra sinna til hjálpa þeim að vinna kjöt af nýslátruðu. „Á þessum árstíma eru miklar annir í sveitinni; slögtun og smalamennska og nóg að gera. Ég er svo heppin að ég get sinnt starfinu mínu hjá Dohop í fjarvinnu og af því að ég elska þennan tíma í sveitinni þá vildi ég endilega koma og létta undir með mömmu og pabba. Við pabbi áttum afskaplega notalega stund í eldhúsinu þennan morgun og við tókum gott spjall yfir morgunkaffinu. Það er gott að ylja sér við þá minningu.“ Berglind og faðir hennar áttu einstaklega gott og náið samband.Aðsend Heyrði bílhjóðið í fjarska Síðla parts þennan dag héldu faðir Berglindar og frændi hennar upp í heiði til að athuga með eftirlegukindur, og það vildi þannig til að kindin hennar Berglindar var þar á meðal. „Ég hætti að vinna um miðjan daginn og fór að hjálpa mömmu að úrbeina. Ég man eftir því þegar við stóðum tvær þarna í kjallaranum og heyrðum hljóðið í buggýbílnum fjarlægast. Stuttu seinna hringdi bróðir minn í mömmu og spurði hvort við værum búnar að heyra í pabba, sem hún svaraði neitandi. Hann hafði þá misst af símtali frá Sigurjóni frænda, sem fór með pabba upp í heiði, og náði ekki í hann til baka. Það vill þannig til að bróðir minn er í björgunarsveitinni og var þarna búinn að fá tilkynningu um að það hefði orðið slys á Skógarheiði. Hann grunaði strax að eitthvað hefði komið fyrir pabba og Sigurjón, en hann sagði okkur ekki frá því þarna strax. Við reyndum að hringja í pabba en það svaraði enginn. Og ég spurði mömmu hvort við ættum ekki bara að drífa okkur upp eftir og sjá hvort við gætum gert eitthvað. Einhvern veginn fengum við það báðar á tilfinninguna að það hefði eitthvað komið fyrir pabba. Þegar við vorum lagðar af stað hringdi Sigurjón frændi síðan í mömmu og sagði henni að buggý-bíllinn hefði oltið með pabba innanborðs. Við keyrðum eins hratt og við gátum og ég byrjaði að klæða mig úr kraftgallanum sem ég var í, af því að ég vildi vera tilbúin um leið og við kæmum, og halda hita á pabba.“ Berglind er sveitastelpa í húð og hár.Aðsend Tíminn stóð í stað Berglind segir aðkomuna uppi á heiði hafa verið lamandi. Buggý bílinn lá á hliðinni og faðir hennar var þar innanborðs, meðvitundarlaus. „Ég rauk að bílnum og tókst að koma mér inn í hann og byrjaði síðan að gera allt sem ég gat; hnoðaði og blés og reyndi að halda hita á pabba. Á meðan var mamma í símanum, með Neyðarlínuna á hinum endanum, og við fengum þau fyrirmæli að reyna að koma pabba út úr bílnum. Ég reyndi að lyfta honum, af því að það var eina útgönguleiðin, en það var ómögulegt. Mamma og frændi reyndu að brjóta upp rúðuna á bílnum með smalastöfunum og ég þrykkti og sparkaði og öskraði en ekkert gekk. Ég fór í einhvern rosalegan ham þarna, fékk einhvern ofurkraft sem ég vissi ekki að byggi yfir. Ég var orðin hás og aum. Það er erfitt að lýsa því hvernig það var að vera í þessum aðstæðum; að vera algjörlega hjálparvana og vonlaus en að vera á sama tíma að reyna allt sem mögulegt er til að láta allt fara á besta veg.“ Hún segist aldrei gleyma augnablikinu þegar bílar björgunarsveitanna Bróðurhönd og Dagrenningar birtust, ásamt sjúkrabíl. „Þá kviknaði allt í einu einhver vonarneisti og ég hugsaði með mér að núna myndi allt verða í lagi, þetta myndi allt saman reddast.“ Strax var hafist handa við að ná föður Berglindar út úr bílnum og svo tóku við endurlífgunartilraunir. „Þetta var allt saman svo óraunverulegt, að sitja þarna í bílnum og bíða og vona. Ég var alveg stjörf. Tíminn stóð í stað en allt var á fleygiferð í kringum mig. Þetta var eins og að standa á hlaupabretti en geta ekki hlaupið. Eða eins og að vera í miðjunni á hvirfilbyl, allt í kringum þig er á milljón og þú engann veginn stjórnað aðstæðunum. Eftir því sem leið á og tíminn varð lengri og lengri þá fór ég að velta því fyrir hverjar afleiðingarnar myndu verða ef pabbi mynda lifa af, hvort hann myndi þá geta átt sama líf og áður. Myndi hann þá hugsanlega þurfa að enda ævina á einhverri stofnun? Ég vissi að pabbi hefði aldrei sætt sig við slík örlög. Og stuttu seinna fengum við svo að vita að pabbi væri látinn. Þeir reyndu allt sem þeir gátu en það bar ekki árangur,“ segir Berglind. „Ég sá í einu leifturljósi hvað lífið getur verið hverfullt, skrítið og ósanngjarnt.“ Sigurður Sigurjónsson, faðir Berglindar var afar vel þekktur og vel liðinn innan samfélagsins í sveitinni.Aðsend Þéttsetin kirkja Undanfarnir mánuðir hafa reynst Berglindi og fjölskyldu hennar þungbærir en þau standa þétt saman. „Þetta var rosalega súrrealískt þarna fyrstu dagana á eftir. Þetta gerðist á háannatíma í sveitinni. Pabbi hafði alltaf verið með allt á hreinu, vissi hvar allt var, þekkti allar rollurnar úr fjarlægð. Allt í einu var hann farinn en það var samt ekkert annað í boði en að sinna öllum verkunum sem biðu. Það var ekkert hægt að slá þeim á frest. Við komum heim og það biðu skrokkar inni í fjárhúsi sem við þurftum að koma í frysti svo þeir myndu ekki skemmast. Ég stóð bara þarna um kvöldið, hálf grátandi að græja kjöt. Svona er bara lífið í sveitinni! Næstu daga og vikur var svo allt þetta hauststúss;það þurfti að koma kindunum og heim og sinna hinu og þessu og ofan á það þurftum við að standa í því að velja kistu og undirbúa útförina hans pabba og ganga frá hinum og þessum pappírum. Þarna kom líka greinilega í ljós hvað pabbi hafði verið vel þekktur og vel liðinn þarna í samfélaginu, enda hafði hann alltaf verið svo hjálpsamur og boðinn og búinn til að aðstoða alla. Samfélagið í sveitinni greip okkur fjölskylduna alveg og stóð þétt við bakið á okkur.“ Það var þéttsetið í litlu sveitakirkjunni þegar útför föður Berglindar fór fram nokkrum vikum seinna. „Það er eins og pabbi haft átt eitthvað samtal við veðurguðina áður. Það var smá sól og ótrúlega fallegt veður þennan dag og svo um leið og kistan var að síga niður breyttist veðrið og það var brjálað rok og ískalt.“ Ótrúleg viðbrögð „Mér finnst ákveðin huggun að hugsa til þess að pabbi lést þó við að gera það sem hann elskaði mest, sem var að eltast við kindur, og á einum af sínum uppáhaldsstöðum. Þó svo að pabbi hafi ekki verið tilbúinn til þess að yfirgefa þetta líf á þessum tímapunkti þá veit ég hann að hefði frekar viljað deyja þarna, heldur en að deyja ósjálfbjarga inni á einhverri stofnun,“ segir Berglind jafmframt. Hún hefur áður tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, þegar hún hljóp til styrktar Barnaspítala Hringsins. Þá hljóp hún í nafni systurdóttur sinnar sem lést einungis tveggja ára gömul af völdum erfðagalla. Nú í ár kom ekki annað til greina hjá Berglindi en að hlaupa í nafni föður síns. Og það gerði hún þegar Reykjavíkurmaraþonið fór fram þann 24. ágúst síðastliðinn. Hún vildi leggja sitt af mörkum til að styðja við starfsemi björgunarsveitanna Dagrenningu og Bróðurhönd, sem unnu ómetanlegt starf þennan örlagaríka dag, 12.október 2023. „Þarna voru menn sem voru kunningar og vinir pabba að berjast fyrir lífi hans og gerðu allt hvað þeir gátu. Þetta voru menn sem fengu kallið, hentu öllu frá sér og voru mættir á ótrúlega skömmum tíma. Þetta voru líka menn sem komu og tóku mig, mömmu, frænda og bróður minn í sína arma og gerðu allt hvað þeir gátu til að auðvelda okkur aðstæður,“segir Berglind. Berglind var með þétt stuðningslið á bak við sig í Reykjavíkurmaraþoninu.Aðsend Í skýjunum Líkt og Berglind bendir á er mikilvægi björgunarsveitanna óumdeilanlegt. „Á þessu svæði þar sem Dagrenning og Bróðurhönd starfa, á Suðurlandi undir Eyjafjöllum er endalaust mikið af útköllum. Enda er mikið af ferðamannastöðum og göngustöðum þarna, eins og Fimmvörðuháls og Þórsmörk. Dagrenning og Bróðurhönd sinna ótrúlega mikilvægu og stóru hlutverki, allt í sjálfboðavinnu og oftast við gífurlega erfiðar og krefjandi aðstæður. Aðstæður sem enginn myndi óska sér að vera í. Ég held að það séu margir sem líta of sjálfsögðum augum á starf björgunarsveitanna og taki því sem gefnu.“ Viðbrögðin við áheitasöfnun Berglindar fóru fram úr hennar björtustu vonum. Söfnunin endaði í 1.440.000 krónum og Berglind endaði í næstefsta sæti á listanum yfir þá hlaupara sem náðu að safna mestum áheitum. „Ég er bara orðlaus yfir þessu. Ég er algjörlega í skýjunum. Ég hafði sett mér það markmið að safna 200 hundruð þúsund krónum, 100 þúsund fyrir hvora björgunarsveit en gerði mér nú engar sérstakar vonir. Svo bara sprakk þetta. Ég er óendanlega þakklát og ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd a plóg og styrktu þetta góða málefni innilega fyrir.“
Reykjavíkurmaraþon Björgunarsveitir Rangárþing eystra Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Skellti sér á djammið Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira