Innlent

Ís­lensk kona á­kærð fyrir fíkniefnainnflutning í Fær­eyjum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Efnin fundust þegar seglbátur lagði að bryggju í fyrradag.
Efnin fundust þegar seglbátur lagði að bryggju í fyrradag. Vísir/Vilhelm

Íslensk kona er meðal fimm ákærðra í stóru fíkniefnamáli í Færeyjum. Þau eru ákærð fyrir að hafa smyglað 23 kílóum af hassi og 3,8 kílóum af amfetamíni til eyjanna. 

Lögregla fann efnin í seglskútu sem lagðist að bryggju í Vágsbotni í fyrradag. Fimmmenningarnir voru handteknir á staðnum. Fram kemur í frétt Portal að hinir handteknu séu tvær konur, hin dönsk, og þrír karlmenn. Tveir þeirra eru danskir og sá þriðji færeyskur. 

Fólkinu var birt ákæra í gær og þau leidd fyrir dómara. Öll neituðu sök í málinu. 

Portal kveðst ekki hafa nákvæma tölu yfir verðmæti efnanna en samkvæmt útreikningi í svipuðu máli frá árinu 2021 er söluvirðið talið vera um tíu milljónir danskra króna. Það jafngildir rúmum 205 milljónum íslenskra króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×