Landhelginni ekki sinnt sem skyldi og sæstrengir illa varðir Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 22:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur ekki ásættanlegt að Íslendingar geti ekki haldið úti einni gamalli flugvél til þess að gæta lögsögunnar. Vísir Skortur á flugvél gerir Landhelgisgæslunni ókleift að sinna landhelginni sem skyldi og lykilinnviðir eins og sæstrengir eru illa varðir fyrir vikið, að sögn forstjóra Gæslunnar. Hann telur óásættanlegt að ekki sé hægt að halda úti að minnsta kosti einni flugvél. Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið fjarri góðu gamni vegna bilunar undanfarna mánuði. Hún hefur einnig verið löngum stundum suður í Miðjarðarhafi við eftirlit fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði gloppur í starfsemi stofnunarinnar á meðan flugvélarinnar nyti ekki við í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eins og aðstæður eru í veröldinni í dag þá teljum við þetta ekki fullnægjandi gæslu eins og hún er,“ sagði Georg. Eins og gæslunni væri núna háttað gætu óprúttnir aðilar sem vilji fara huldu höfði auðveldlega komist upp að ströndum landsins og inn í afskekkta firði án þess að Landhelgisgæslan hefði hugmynd um það. Gæslan teldi sig meðal annars hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að fíkniefni væru flutt sjóleiðina til landsins. Oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir við sæstrengi Ýmsar aðrar ógnir steðjuðu að landinu, að sögn Georgs. Hingað gætu komið skip frá óvinveittum þjóðum í óþekktum tilgangi, smygskip, fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar og annars konar botnstarfsemi. Sem dæmi um botnstarfsemi nefndi Georg stór skip sem kæmu til þess að sækja verðmæti úr flökum, allt að þrjá kílómetra niður á hafsbotn. Ekki væri víst að Landhelgisgæslan yrði slíkra skipa vör. „Við erum að tala um mengun líka, innviði okkar verðmætu sem eru sæstrengirnir sem eru ekki nógu vel varðir,“ sagði Georg Gæslan hafi oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir nálægt sæstrengjum við landið. Um borð í TF-SIF. Vélin hefur dvalið langdvölum í útlöndum undanfarin ár en hún hefur verið framlag Íslands til Schengen-samstarfsins.Landhelgisgæslan Óásættanleg staða að geta ekki haldið úti einni flugvél Þrátt fyrir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, væri orðin fimmtán ára gömul sagði Georg hana gríðarlega öfluga. Hún væri búin öflugum radar- og myndavélabúnaði, hitaskyjnara og öllu því sem til þyrfti til að finna skip og annað sem flýtur ávatni. „Það má segja að hún geti fundið allt nema kafbáta,“ sagði forstjórinn. Með því að fljúga vélinni um það bil tvisvar í viku væri hægt að ná góðri yfirsýn yfir alla umferð um lögsögu Íslands. Georg sagðist áætla að það kostaði á bilinu þjúhundruð og fimmtíu til fjögur hundruð milljónir króna á ári. Flugvélin sinnti vissulega mikilvægu starfi, ekki síst yfir Miðjarðarhafi, og hún væri öflugt framlag landsins til Schengen-samstarfsins. Georg sagðist ekki telja óeðlilegt að vélin væri einn til tvo mánuði á ári í slíkum verkefnum. „En ekki stærstan hluta ársins eins og nú er orðið,“ sagði hann. Það væri lágmark að hans mati fyrir eyríki í miðju Atlantshafi sem eigi mikið undir hafinu að reka að minnsta kosti eina flugvél til þess að gæta landhelginnar. „Þessi staða sem nú er að geta ekki haldið úti einni fimmtán ára gamalli vél er aldeilis óásættanleg.“ Hafið Sæstrengir Landhelgisgæslan Rekstur hins opinbera Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Flugvél Landhelgisgæslunnar hefur verið fjarri góðu gamni vegna bilunar undanfarna mánuði. Hún hefur einnig verið löngum stundum suður í Miðjarðarhafi við eftirlit fyrir Landamærastofnun Evrópu (Frontex). Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði gloppur í starfsemi stofnunarinnar á meðan flugvélarinnar nyti ekki við í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Eins og aðstæður eru í veröldinni í dag þá teljum við þetta ekki fullnægjandi gæslu eins og hún er,“ sagði Georg. Eins og gæslunni væri núna háttað gætu óprúttnir aðilar sem vilji fara huldu höfði auðveldlega komist upp að ströndum landsins og inn í afskekkta firði án þess að Landhelgisgæslan hefði hugmynd um það. Gæslan teldi sig meðal annars hafa nokkuð örugga vissu fyrir því að fíkniefni væru flutt sjóleiðina til landsins. Oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir við sæstrengi Ýmsar aðrar ógnir steðjuðu að landinu, að sögn Georgs. Hingað gætu komið skip frá óvinveittum þjóðum í óþekktum tilgangi, smygskip, fiskiskip sem stunduðu ólöglegar veiðar og annars konar botnstarfsemi. Sem dæmi um botnstarfsemi nefndi Georg stór skip sem kæmu til þess að sækja verðmæti úr flökum, allt að þrjá kílómetra niður á hafsbotn. Ekki væri víst að Landhelgisgæslan yrði slíkra skipa vör. „Við erum að tala um mengun líka, innviði okkar verðmætu sem eru sæstrengirnir sem eru ekki nógu vel varðir,“ sagði Georg Gæslan hafi oft fengið vitneskju um grunsamlegar skipaferðir nálægt sæstrengjum við landið. Um borð í TF-SIF. Vélin hefur dvalið langdvölum í útlöndum undanfarin ár en hún hefur verið framlag Íslands til Schengen-samstarfsins.Landhelgisgæslan Óásættanleg staða að geta ekki haldið úti einni flugvél Þrátt fyrir að TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, væri orðin fimmtán ára gömul sagði Georg hana gríðarlega öfluga. Hún væri búin öflugum radar- og myndavélabúnaði, hitaskyjnara og öllu því sem til þyrfti til að finna skip og annað sem flýtur ávatni. „Það má segja að hún geti fundið allt nema kafbáta,“ sagði forstjórinn. Með því að fljúga vélinni um það bil tvisvar í viku væri hægt að ná góðri yfirsýn yfir alla umferð um lögsögu Íslands. Georg sagðist áætla að það kostaði á bilinu þjúhundruð og fimmtíu til fjögur hundruð milljónir króna á ári. Flugvélin sinnti vissulega mikilvægu starfi, ekki síst yfir Miðjarðarhafi, og hún væri öflugt framlag landsins til Schengen-samstarfsins. Georg sagðist ekki telja óeðlilegt að vélin væri einn til tvo mánuði á ári í slíkum verkefnum. „En ekki stærstan hluta ársins eins og nú er orðið,“ sagði hann. Það væri lágmark að hans mati fyrir eyríki í miðju Atlantshafi sem eigi mikið undir hafinu að reka að minnsta kosti eina flugvél til þess að gæta landhelginnar. „Þessi staða sem nú er að geta ekki haldið úti einni fimmtán ára gamalli vél er aldeilis óásættanleg.“
Hafið Sæstrengir Landhelgisgæslan Rekstur hins opinbera Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira