Hátt í hundrað manns með magakveisu eftir hálendisferðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. ágúst 2024 13:13 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir hafði vonast til að búið væri að ná tökum á sýkingunni en því miður hafi fólk veikst síðustu daga. Vísir/Arnar Sóttvarnalæknir segist vita til þess að hátt í hundrað manns hafi fengið magakveisu á hálendinu síðustu daga en hluti hópsins hefur fengið staðfesta nóróverusýkingu. Vonir stóðu til að hópsýkingin, sem tengist ferðamannastöðum á hálendinu, væri yfirstaðin en sóttvarnalæknir segir að fólk sé enn að veikjast. Hin bráðsmitandi nóróvera hefur undanfarnar vikur greinst í sýnum hjá fólki sem sótti fjölsótta ferðamannastaði á hálendinu nýverið. Allmargir hópanna sem fengu magakveisuna voru á ferð um eða við Landmannaleið eða í gönguferð eftir Laugaveginum. Umfang sýkingarinnar virðist ansi mikið, Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. „Það virðist vera að um eða yfir hundrað manns hafi veikst þarna en við erum ekki með nákvæma tölu, þetta er ekki þess eðlis að við fáum það en við höfum fengið þessar spurnir í gegnum stýrihóp sem vinnur í þessum málum. Veikindin hafa verið væg oftast og gengið fljótt yfir og helstu einkenni hafa verið uppköst.“ Talið er að sýkingin hafi byrjað á Rjúpnavöllum. „Þar var stærsti hópurinn, þar greindist nóróveira og við fengum þónokkuð af sýnum þaðan. En það kom ekki úr vatninu, sýni úr vatninu var sent þaðan og reyndist neikvætt fyrir Nóró en síðan voru smit líka í skálum á Laugaveginum og þar fengum við reyndar ekki mörg sýni en það greindist nóróveira úr sýnum frá hópi barna sem voru þarna á ferðalagi.“ Veiran getur lifað lengi á yfirborðsflötum Nóveiran er afar smitandi en Guðrún segir að persónulegar sóttvarnir og hreinlæti skipti höfuðmáli. Ekki sé nóg að spritta hendurnar. „Það þarf að þvo hendurnar með sápu og vatni og það sama á við um umhverfi; það þarf að sinna hreinlæti. Bæði þarf að þvo og sótthreinsa með klórblöndu. Lín, rúmfatnaður og handlæði þarf að þvo á hæsta hita sem er hægt, minnsta kosti 60 gráðum og helst þurrka í þurrkara því þetta getur lifað ansi lengi á yfirborðum þannig að það þarf að sinna þessu vel líka.“ Sóttvarnayfirvöld höfðu gert sér vonir um að hafa náð utan um sýkinguna en fólk sé þó því miður enn að veikjast. „Við höfum heyrt það núna síðustu daga að það hafa verið að koma upp einhver veikindi þó þau hafa gengið fljótt yfir þannig að það er kannski ekki alveg útséð með það. Það getur verið að það þurfi að gera meira í því að komast að upprunanum,“ segir Guðrún. Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Rangárþing eystra Tengdar fréttir Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. 27. ágúst 2024 15:10 Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. 19. ágúst 2024 16:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Hin bráðsmitandi nóróvera hefur undanfarnar vikur greinst í sýnum hjá fólki sem sótti fjölsótta ferðamannastaði á hálendinu nýverið. Allmargir hópanna sem fengu magakveisuna voru á ferð um eða við Landmannaleið eða í gönguferð eftir Laugaveginum. Umfang sýkingarinnar virðist ansi mikið, Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. „Það virðist vera að um eða yfir hundrað manns hafi veikst þarna en við erum ekki með nákvæma tölu, þetta er ekki þess eðlis að við fáum það en við höfum fengið þessar spurnir í gegnum stýrihóp sem vinnur í þessum málum. Veikindin hafa verið væg oftast og gengið fljótt yfir og helstu einkenni hafa verið uppköst.“ Talið er að sýkingin hafi byrjað á Rjúpnavöllum. „Þar var stærsti hópurinn, þar greindist nóróveira og við fengum þónokkuð af sýnum þaðan. En það kom ekki úr vatninu, sýni úr vatninu var sent þaðan og reyndist neikvætt fyrir Nóró en síðan voru smit líka í skálum á Laugaveginum og þar fengum við reyndar ekki mörg sýni en það greindist nóróveira úr sýnum frá hópi barna sem voru þarna á ferðalagi.“ Veiran getur lifað lengi á yfirborðsflötum Nóveiran er afar smitandi en Guðrún segir að persónulegar sóttvarnir og hreinlæti skipti höfuðmáli. Ekki sé nóg að spritta hendurnar. „Það þarf að þvo hendurnar með sápu og vatni og það sama á við um umhverfi; það þarf að sinna hreinlæti. Bæði þarf að þvo og sótthreinsa með klórblöndu. Lín, rúmfatnaður og handlæði þarf að þvo á hæsta hita sem er hægt, minnsta kosti 60 gráðum og helst þurrka í þurrkara því þetta getur lifað ansi lengi á yfirborðum þannig að það þarf að sinna þessu vel líka.“ Sóttvarnayfirvöld höfðu gert sér vonir um að hafa náð utan um sýkinguna en fólk sé þó því miður enn að veikjast. „Við höfum heyrt það núna síðustu daga að það hafa verið að koma upp einhver veikindi þó þau hafa gengið fljótt yfir þannig að það er kannski ekki alveg útséð með það. Það getur verið að það þurfi að gera meira í því að komast að upprunanum,“ segir Guðrún.
Heilbrigðiseftirlit Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Rangárþing eystra Tengdar fréttir Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. 27. ágúst 2024 15:10 Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12 Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. 19. ágúst 2024 16:23 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Enn tilkynnt um magakveisu á hálendinu Tilkynnt var um tvo veika einstaklinga í Hrafntinnuskeri í gær. Nóróveira hefur greinst í sýnum frá fólki sem veiktist af magakveisu á fjölsóttum ferðamannastöðum á hálendinu nýverið. Rannsókn landlæknis og heilbrigðiseftirlits Suðurlands á hópsmitinu stendur enn yfir. Ekki er hægt að fullyrða um uppruna smits, í neysluvatni eða annars staðar. 27. ágúst 2024 15:10
Magakveisur ekki til þess að fólk forðist skála FÍ Fólk hefur ekki afpantað gistingu í skálum Ferðafélags Íslands eftir að fregnir af nóróveirusmitum bárust í síðustu viku. Ólíklegt er talið að smitin megi rekja í vatnsból við skálana. 27. ágúst 2024 06:12
Sextíu veikir og minnst sex með nóróveiru Búið er að staðfesta að í það minnsta sex af þeim rúmlega sextíu sem veiktust eftir að hafa gist á Rangárvöllum á síðustu vikum séu með nóróveiru. Unnið er að því að greina sýni úr neysluvatni á svæðinu og hvort nóróveirur hafi borist í vatnsból. 19. ágúst 2024 16:23