Sífellt fleiri verði nærsýnir vegna snjalltækja Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2024 23:59 Ólafur Már Björnsson er augnlænir hjá Sjónlagi augnlækningum. Vísir Ólafur Már Björnsson, augnlæknir hjá Sjónlagi, segir að nærsýnisfaraldur herji á heimsbyggðina. Þegar krakkar sitji klukkutímunum saman fyrir framan snjalltæki fari augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. „Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag. Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
„Augað er almennt stillt þannig að við þurfum enga aðstoð til að sjá frá okkur. Síðan erum við með augastein í auganu okkar sem stillir sjónina fyrir það sem er nær okkur,“ segir Ólafur. Það sem svo gerist þegar fólk er í stanslausri nærvinnu, sé að augað fari að bregðast við því. „Ef við lítum á það hvað gerist í auganu þegar þú setur krakka fyrir framan skjá með símann stanslaust í fleiri klukkutíma á dag, þá fer augað að aðlaga sig að breyttum aðstæðum. Það fær aldrei þessa hvíld eins og við fáum í daglegu lífi,“ segir Ólafur, en hann var gestur í Reykjavík síðdegis í dag. Sjúkleg nærsýni auki líkur á sjúkdómum Ólafur segir að nú sé vitað að mikil nærsýni, sem er meiri en mínus sex, auki líkur á ýmsum sjúkdómum á ævinni, til dæmis gláku, sjónhimnulosi, eða breytingum í augnbotninum. „Nú höfum við séð það með þessari auknu notkun á snjalltækjum þá er hreinlega kominn faraldur á heimsvísu á nærsýni,“ segir hann. Hann segir að talið sé að árið 2050 verði um helmingur heimsbyggðarinnar kominn með það sem við skilgreinum sem nærsýni. „Það sem alvarlegra er að það er talið að milli tíu og tuttugu prósent heimsbyggðarinnar verði komin með það sem heitir sjúkleg nærsýni, semsagt meira en mínus 6,“ segir hann. Hann segir að barnaaugnlæknar séu meðvitaðir um þessa þróun, og þeir reyni að grípa þessa krakka. Þeir reyni að greina það hvort það verði allt í einu stórt stökk í næsrýnismælingum hjá þeim. Norðmenn hafi gripið til þess ráðs að senda krakka sem greinast með nærsýni út að leika sér. Í Hong Kong hafi þurft að setja lög til að skylda skóla að senda krakkana út að leika sér í að lágmarki klukkutíma á dag.
Reykjavík síðdegis Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira