Hafa ekki tíma í samskipti vegna mönnunarvanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. ágúst 2024 11:59 Ástandið á hjúkrunarheimilum er ósjálfbært að sögn formanns Eflingar vegna mönnunarvanda. Álag og streita starfsfólk aukist sífellt sem aftur leiði til veikinda og kulnunar. vísir/vilhelm Undirmönnun á hjúkrunarheimilum hefur leitt til þess að starfsfólk hefur neyðst til þess að draga úr samskiptum við íbúa, segir formaður Eflingar. Kjaradeilu félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og þess er krafist að mönnun verði bætt. Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig. Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Hátt í 2.400 félagsmenn Eflingar starfa á hjúkrunarheimilum og kjarasamningur félagsins við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu rann út í mars. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir launaliðinn því sem næst frágenginn. Þar undir eru sambærilegar launahækkanir og þær sem samið var um í vor á almennum vinnumarkaði. Hnútur er hins vegar í viðræðum að því er varðar mönnun á heimilunum og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. Sólveig bendir á að mönnun hafi verið undir viðmiðum landlæknis sem leiði til þess að fólk vinni á miklum hraða og undir miklu álagi. „Þetta bitnar ekki bara á starfsfólki heldur líka á fólkinu sem býr á hjúkrunarheimilum og að mínu mati, og að mati samninganefndarinnar, er það bara til marks um það hvort við séum siðmenntað samfélag eða ekki hvernig við búum að fólkinu sem dvelur á hjúkrunarheimilum og hvernig við komum fram við þau sem vinna þessi gjörsamlega ómissandi störf.“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara.Stöð 2/Einar Sólveig segir samninganefndina, sem samanstendur meðal annars af fólki sem starfar á hjúkrunarheimilum, ekki hafa mætt miklum áhuga á að ræða málin á dýptina. „Við höfum verið að spóla í sömu hjólförum en það er enn sem komið er auðvelt að komast upp úr þeim og ég vona að embætti ríkissáttasemjara liðsinni við það.“ Sólveig segir sífellt verið að bæta verkefnum á starfsfólk. Nauðsynlegt sé að endurskoða mönnunina. „Það er búið að bæta á þeim verkefnum sem snúa að þvotti, að þrifum inn á herbergjum og svo mætti lengi áfram telja. Augljóslega er það svo að þú hefu bara visst margar mínútur í hverjum klukkutíma til að vinna og ef það er búið að binda þig við að vera á hlaupum og þönum allan daginn ertu ekki mikið að setjast niður og eiga spjall svið fólk sem myndi sannarlega óska sér að það væri hægt,“ segir Sólveig.
Heilbrigðismál Eldri borgarar Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira