Hönnunaríbúð Ingibjargar hans Eyjólfs í Epal til sölu Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 15:21 Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrir ellefu árum á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Ingibjörg Þóra Gunnarsdóttir snyrtifræðingur og sambýliskona Eyjólfs Pálssonar, eiganda hönnunarverslunarinnar EPAL, hefur sett íbúð sína við Leifsgötu í miðborg Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 69,5 milljónir. Um er að ræða 72 fermetra íbúð á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1972. Íbúðin, sem skiptist í tvær stofur, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi, er björt og rúmgóð og hefur verið endurnýjuð að einhverju leyti. Á gólfum íbúðarinnar er ljóst viðarparket. Heimilið er innréttað á smekklega máta þar sem klassísk hönnun og listaverk eru í aðalhlutverki. Í stofunni má meðal annars sjá fögur hönnunarljós eftir danska ljósahönnuðinn Louis Poulsen sem setja fágaðan svip á rýmið. Við borðstofuborðið eru fjórir CH24-stólar úr ljósri sápuborinni eik, hannaðir af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Þess má geta að Wegner hannaði yfir 500 stóla í sinni lífstíð. Eldhúsið er rúmgott og stúkað af. Innréttingin er hvít í gömlum stíl með ljósri borðplötu. Við hlið hennar eru vegghengdar Montana- hillur með góðu skápaplássi sem ná upp í loft. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Ástina kviknaði á blindu stefnumóti Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrst á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum þann 3. júlí árið 2013 eftir að spámiðill, sem hann hefur hitt á fjögurra mánaða fresti síðastliðin tuttugu ár, spáði fyrir um samband þeirra. Eyjólfur sagði frá þessum örlagaríka degi í helgarviðtali Atvinnulífsins í nóvember í fyrra. „Ég var búinn að vera einn í fimm ár þegar mér er sagt frá því að klukkan 15 þann 3.júlí árið 2013 myndi ég setjast á bakk í Hljómskálagarðinum og hitta stutthærða flotta konu. Þetta stóðst auðvitað, því þann 3.júlí fór ég á blint stefnumót og átti að hitta konuna við bekkinn hjá styttunni af Jónasi Hallgrímssyni klukkan þrjú. Ég var kominn nokkuð fyrr, sé tvær konur ganga á móti mér og hugsaði: Nú er það svona hjá henni. Hún hefur tekið vinkonu sína með sér….“ Svo reyndist þó ekki vera því konurnar gengu framhjá Eyjólfi. Nokkrum mínútum síðar hittir Eyjólfur síðan Ingibjörgu, sem mætti klukkan þrjú og úr varð að eftir nokkur skipti tóku þau saman sem par. Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira
Um er að ræða 72 fermetra íbúð á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1972. Íbúðin, sem skiptist í tvær stofur, tvö herbergi, eldhús og baðherbergi, er björt og rúmgóð og hefur verið endurnýjuð að einhverju leyti. Á gólfum íbúðarinnar er ljóst viðarparket. Heimilið er innréttað á smekklega máta þar sem klassísk hönnun og listaverk eru í aðalhlutverki. Í stofunni má meðal annars sjá fögur hönnunarljós eftir danska ljósahönnuðinn Louis Poulsen sem setja fágaðan svip á rýmið. Við borðstofuborðið eru fjórir CH24-stólar úr ljósri sápuborinni eik, hannaðir af danska hönnuðinum Hans J. Wegner árið 1949. Þess má geta að Wegner hannaði yfir 500 stóla í sinni lífstíð. Eldhúsið er rúmgott og stúkað af. Innréttingin er hvít í gömlum stíl með ljósri borðplötu. Við hlið hennar eru vegghengdar Montana- hillur með góðu skápaplássi sem ná upp í loft. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Ástina kviknaði á blindu stefnumóti Ingibjörg og Eyjólfur hittust fyrst á blindu stefnumóti í Hljómskálagarðinum þann 3. júlí árið 2013 eftir að spámiðill, sem hann hefur hitt á fjögurra mánaða fresti síðastliðin tuttugu ár, spáði fyrir um samband þeirra. Eyjólfur sagði frá þessum örlagaríka degi í helgarviðtali Atvinnulífsins í nóvember í fyrra. „Ég var búinn að vera einn í fimm ár þegar mér er sagt frá því að klukkan 15 þann 3.júlí árið 2013 myndi ég setjast á bakk í Hljómskálagarðinum og hitta stutthærða flotta konu. Þetta stóðst auðvitað, því þann 3.júlí fór ég á blint stefnumót og átti að hitta konuna við bekkinn hjá styttunni af Jónasi Hallgrímssyni klukkan þrjú. Ég var kominn nokkuð fyrr, sé tvær konur ganga á móti mér og hugsaði: Nú er það svona hjá henni. Hún hefur tekið vinkonu sína með sér….“ Svo reyndist þó ekki vera því konurnar gengu framhjá Eyjólfi. Nokkrum mínútum síðar hittir Eyjólfur síðan Ingibjörgu, sem mætti klukkan þrjú og úr varð að eftir nokkur skipti tóku þau saman sem par.
Tíska og hönnun Hús og heimili Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Lífið samstarf Fleiri fréttir Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Sjá meira