Alsæl með meiri svefn: „Þessi hálftími gerir mjög mikið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 20:02 Þau Vésteinn, Katla og steinunn eru glöð með breytinguna og finna mun á sér að geta sofið aðeins lengur á morgnanna. Vísir/Sigurjón Tíundu bekkingar í Hagaskóla hoppa hæð sína yfir að fá nú að sofa hálftíma lengur eftir breytingu hjá Reykjavíkurborg. Svefnsérfræðingur bindur vonir við að önnur sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir. Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Þær breytingar urðu nú á haustönn í unglingadeildum Reykjavíkurborgar að skóladeginum seinkar og hefst nú klukkan níu á morgnanna en ekki hálf níu líkt og var. Borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frísundasviðs þess efnis í ársbyrjun eftir tilraunaverkefni og samráð. Nemendur í Hagaskóla finna mikinn mun á sér eftir breytinguna þótt skammt sé liðið á önnina. „Þessi hálftími gerir mjög mikið. Ég man að í áttunda bekk var smá mygluvesen hérna í Hagaskóla og þá þurftum við að taka rútu upp í Korpu og þá fengum við að sofa jafnvel minna og það korter gerði mig alveg úrvinda,“ segir Vésteinn, sem var að byrja í 10. bekk í Hagaskóla og bekkjarsystur hans Katla og Steinunn taka undir með honum. Munurinn sé mikill og muni þær miklu að fá auka hálftíma. Mikilvægast að framhaldsskólar breyti skólabyrjun Dr. Erla Björnsdóttir, sérfræðingur í svefnrannsóknum fagnar þessu og vonar að fleiri sveitarfélög fylgi í kjölfarið. Unglingar séu almennt mjög vansvefta. „Um helmingur unglinga í áttunda til tíunda bekk er að sofa of lítið og meirihluti í framhaldsskóla. Þetta er einn liður í því að hjálpa unglingum að fá betri svefn sem auðvitað styður síðan við bæði líkamlega heilsu, andlega vellíðan, námsárangur og fleira.“ Erla vill að framhaldsskólarnir seinki líka skólabyrjun. „Af því að vandinn er meiri þar, álagið er mjög mikið. Þetta er oft mjög mikið stökk að fara úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla þannig að það væri virkilega jákvætt ef við myndum sjá framhaldsskólana íhuga að gera slíkt hið sama.“ En hvernig ætla nemendurnir að nýta hálftímann? „Ég persónulega nýt þess að taka minn tíma heima, mér finnst það mjög næs því ef maður vaknar í stressi þá er maður svolítið daufur í skólanum,“ segir Katla. „Ég er sofandi allan hálftímann,“ segir Vésteinn. Þú nýtir hverja einustu mínútu? „Jebb,“ segir Vésteinn og glottir.
Svefn Grunnskólar Reykjavík Borgarstjórn Framhaldsskólar Tengdar fréttir Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07 Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Vilja útfæra seinkun á upphafi skóladags grunnskólanna í Reykjavík Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að skóla- og frístundasviði borgarinnar verði falið að leggja grunn að breiðu samráði um „áhugaverðar og bestu leiðir til að seinka upphafi skóladags í grunnskólum Reykjavíkur“. 9. júní 2023 08:07
Breyttur kennslutími í grunnskólum borgarinnar Töluverðar breytingar verða á skólatíma barna í öðrum til fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur, sem verða settir eftir helgi. Í sumum tilvikum seinkar skólabyrjun um hátt í klukkustund, en víðast styttist dagurinn í hinn endann. Frístundaheimili eiga að taka við börnum fyrr en áður. 19. ágúst 2009 12:32